Vill skoða hvort stofna eigi hóp sem vaktar kosningar á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 10:57 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/epa Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoða hvort rétt sé að setja á laggirnar kosningavaktarvinnuhóp til að sporna gegn því að erlend ríki reyni að hafa áhrif á kosningar á Íslandi. Slíkur hópur væri að erlendri fyrirmynd og ynni þvert á ráðuneyti. Utanríkisráðherra segist þó ekki vera kunnugut um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninga á Ísland með beinum hætti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga. Segja má að þessi mál hafi verið í deiglunni allt frá árinu 2016, þegar grunur kviknaði um að Rússar hefðu hlutast til um bandarísku forsetakosningarnar. Að endingu var sýnt fram á íhlutun Rússa en ekki að kosninganefnd Donalds Trump hafi haft beina aðkomu að íhlutuninni, eins og hún var sökuð um. Í svari Guðlaugs segir hann ráðuneytið eiga í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi „um fjölþátta ógnir og upplýsingaóreiðu, sem eru metnar sem helstu leiðir sem erlend ríki kynnu að beita til að hafa áhrif á kosningar á Íslandi.“ Þar að auki hafi starfsmenn ráðuneytisins kynnt sér starfsemi stofnana erlendis, m.a. til að stuðla að því að efla reynslu og þekkingu á málaflokknum hérlendis. Þá vísar Guðlaugur til aðgerða nágrannaríkja Íslands í þessum efnum, Danir hafi t.d. sett á laggirnar vinnuhóp þriggja ráðuneyta sem „vakta kosningar“ þar í landi. „Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoðað verði hvort ekki sé rétt að komið verði á sambærilegum vettvangi innan íslenska stjórnkerfisins,“ segir í svari Guðlaugs. „Umfang og verkefni slíks vettvangs hér á landi yrðu hins vegar að líkindum frábrugðin sams konar fyrirbærum í nágrannalöndunum vegna stærðar og uppbyggingar stjórnsýslu ríkjanna sem um ræðir og þess hlutverks sem öryggisstofnanir þessara landa þjóna í þessu samhengi.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Utanríkismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoða hvort rétt sé að setja á laggirnar kosningavaktarvinnuhóp til að sporna gegn því að erlend ríki reyni að hafa áhrif á kosningar á Íslandi. Slíkur hópur væri að erlendri fyrirmynd og ynni þvert á ráðuneyti. Utanríkisráðherra segist þó ekki vera kunnugut um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninga á Ísland með beinum hætti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga. Segja má að þessi mál hafi verið í deiglunni allt frá árinu 2016, þegar grunur kviknaði um að Rússar hefðu hlutast til um bandarísku forsetakosningarnar. Að endingu var sýnt fram á íhlutun Rússa en ekki að kosninganefnd Donalds Trump hafi haft beina aðkomu að íhlutuninni, eins og hún var sökuð um. Í svari Guðlaugs segir hann ráðuneytið eiga í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi „um fjölþátta ógnir og upplýsingaóreiðu, sem eru metnar sem helstu leiðir sem erlend ríki kynnu að beita til að hafa áhrif á kosningar á Íslandi.“ Þar að auki hafi starfsmenn ráðuneytisins kynnt sér starfsemi stofnana erlendis, m.a. til að stuðla að því að efla reynslu og þekkingu á málaflokknum hérlendis. Þá vísar Guðlaugur til aðgerða nágrannaríkja Íslands í þessum efnum, Danir hafi t.d. sett á laggirnar vinnuhóp þriggja ráðuneyta sem „vakta kosningar“ þar í landi. „Utanríkisráðherra telur ástæðu til að skoðað verði hvort ekki sé rétt að komið verði á sambærilegum vettvangi innan íslenska stjórnkerfisins,“ segir í svari Guðlaugs. „Umfang og verkefni slíks vettvangs hér á landi yrðu hins vegar að líkindum frábrugðin sams konar fyrirbærum í nágrannalöndunum vegna stærðar og uppbyggingar stjórnsýslu ríkjanna sem um ræðir og þess hlutverks sem öryggisstofnanir þessara landa þjóna í þessu samhengi.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Utanríkismál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira