Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 11:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Forsetaembætti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. Rússar vara Tyrki við slíkum aðgerðum og segja að mögulegar árásir Tyrkja á stjórnarher Sýrlands muni hafa alvarlegar afleiðingar. Erdogan hefur krafist þess að Rússar stöðvi sókn stjórnarhersins inn í Idlib en hundruð þúsundir hafa flúið undan sókninni og stefnt að Tyrklandi. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í gær að ástandið í héraðinu væri verulega slæmt og að nærri því 300 almennir borgarar hefðu fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa. Þar sem hann ræddi við þingmenn AK-flokksins í dag sagði Erdogan að ríkisstjórn hans væri staðráðin í að gera öruggt svæði úr Idlib, „sama hvað það kostaði“. Það yrði gert þó að viðræður við Rússa hefðu engum árangri skilað. Erdogan hefur lengi stutt við bakið á ýmsum uppreisnar- og vígahópum í Sýrlandi. Forsetinn gaf í skyn að það væri einungis dagaspursmál hvenær hann myndi grípa til aðgerða. Undirbúningur væri hafinn og her Tyrklands gæti sótt inn í héraðið hvenær sem er. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Minnst þrettán tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum undanfarnar tvær vikur. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gerðu innrás í Sýrland. Hingað til hafa þrjár innrásir þeirra þó allar beinst gegn sýrlenskum Kúrdum. Sýrland Tyrkland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. Rússar vara Tyrki við slíkum aðgerðum og segja að mögulegar árásir Tyrkja á stjórnarher Sýrlands muni hafa alvarlegar afleiðingar. Erdogan hefur krafist þess að Rússar stöðvi sókn stjórnarhersins inn í Idlib en hundruð þúsundir hafa flúið undan sókninni og stefnt að Tyrklandi. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í gær að ástandið í héraðinu væri verulega slæmt og að nærri því 300 almennir borgarar hefðu fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa. Þar sem hann ræddi við þingmenn AK-flokksins í dag sagði Erdogan að ríkisstjórn hans væri staðráðin í að gera öruggt svæði úr Idlib, „sama hvað það kostaði“. Það yrði gert þó að viðræður við Rússa hefðu engum árangri skilað. Erdogan hefur lengi stutt við bakið á ýmsum uppreisnar- og vígahópum í Sýrlandi. Forsetinn gaf í skyn að það væri einungis dagaspursmál hvenær hann myndi grípa til aðgerða. Undirbúningur væri hafinn og her Tyrklands gæti sótt inn í héraðið hvenær sem er. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Minnst þrettán tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum undanfarnar tvær vikur. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gerðu innrás í Sýrland. Hingað til hafa þrjár innrásir þeirra þó allar beinst gegn sýrlenskum Kúrdum.
Sýrland Tyrkland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira