Þrengt að blaðamönnum í Kína og blaðamönnum Kína í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 10:30 Stjórnvöld Kína hafa um árabil gripið til harkalegra aðgerða gegn fyrirtækjum og samtökum sem neita að fylgja eftir viðmiðum þeirra gagnvart ýmsum málefnum sem snúa að Kína og nágrönnum þeirra. AP/Andy Wong Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skilgreint ríkisfjölmiðla Kína sem útsendara ríkisins. Blaðamenn þessara miðla munu því þurfa að fylgja sömu reglum og kínverskir erindrekar í Bandaríkjunum og skrá sig hjá yfirvöldum Bandaríkjanna. Miðlarnir þurfa sömuleiðis að tilkynna eigur sínar í Bandaríkjunum. Um er að ræða miðlana Xinhua, CGTN, China Radio, China Daily og The People‘s Daily. Þá hafa yfirvöld Kína vísað þremur blaðamönnum Wall Street Journal úr landi. Samkvæmt frétt New York Times hafa aðgerðir sem þær sem ríkisstjórn Donald Trump hefur gripið til, verið til umræðu um árabil í Washington DC. Ríkisstjórn Trump hefur þó farið hart fram gegn því sem embættismenn lýsa sem áróðri og leynilegum aðgerðum Kína í Bandaríkjunum. Til marks um það hafa saksóknarar í Bandaríkjunum höfðað fjölda mála sem snúa að njósnum gegn Kínverjum á undanförnum mánuði. Þær ákærur snúa meðal annars að vísindarannsóknum í Harvard og tölvuárásinni á Equifax árið 2017. Bandaríkin hafa á undanförnum árum sakað Kínverja um umfangsmiklar njósnir þar í landi. Frá 2012 hafa rúmlega 80 prósent allra mála sem snúa að stuldi iðnaðarleyndarmála í Bandaríkjunum beinst gegn kínverskum aðilum. Sjá eining: Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir aðgerðirnar löngu tímabærar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Andrew Caballero-Reynolds „Við erum staðráðin í að koma fram við Kína eins og það er, ekki eins og við viljum að landið sé. Í Kína, vinna allir fjölmiðlar fyrir Kommúnistaflokkinn, eins og Xi Jinping, forseti, hefur sjálfur sagt,“ sagði Pompeo í yfirlýsingu til Axios. „Þar sem þessar stofnanir vinna fyrir Kommúnistaflokkinn, er við hæfi að við komum fram við þær eins og aðrar erlendar stofnanir, sem þýðir að þær þurfa að fylgja reglum utanríkisráðuneytisins. Þessar aðgerðir eru löngu tímabærar. Um árabil hafa þessir svokölluðu fjölmiðlar verið málgögn Kommúnistaflokks Kína og á undanförnum árum hafa þeir orðið ágengari.“ „Þessar áróðursstofnanir starfa án takmarkana í opnu kerfi Bandaríkjanna, á sama tíma og blaðamenn innan Kína standa frammi fyrir umfangsmiklum takmörkunum,“ sagði Pompeo einnig. „Við vonumst til þess að Kommúnistaflokkur Kína endurskoði framferði sitt gagnvart blaðamönnum í Kína.“ Vísuðu þremur blaðamönnum úr landi Yfirvöld Kína tilkynntu í dag að þremur blaðamönnum Wall Street Journal yrði meinað að starfa þar í landi vegna fyrirsagnar í skoðanapistli sem miðillinn birti í byrjun febrúar. Pistill þessi vísaði til útbreiðslu Covid-19 veirunnar og ástands efnahags Kína og var ríkinu lýst sem „veika manni Asíu“ eða „sick man of Asia“. Pistillinn snerist að mestu um efnahagsstefnu Kína, sem Walter Russell Mead, höfundur pistilsins, sagði gera efnahag ríkisins hættulegan og að þar gæti orðið mikið hrun með litlum fyrirvara. Einhverra hluta vegna segja embættismenn í Kína að fyrirsögn pistilsins sé rasísk. Titillinn „sick man of…“ hefur verið veittur ýmsum ríkjum Evrópu, þegar þau hafa gengið í gegnum erfiðleika eða efnahagslegan óstöðugleika. Deputy Bureau Chief Josh Chin and reporter Chao Deng, both U.S. nationals, as well as reporter Philip Wen, an Australian national, have been ordered to leave the country in five days https://t.co/nrA1QjnqcM— Mike Bird (@Birdyword) February 19, 2020 Geng Shuang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í yfirlýsingu í dag að skoðanapistillinn „gerði lítið úr viðleiti ríkisstjórnar Kína og kínverska fólksins“ í baráttunni gegn veirunni. „Ritstjórarnir notuðu svo rasískan og óréttlátan titil, sem leiddi til reiði og fordæmingar meðal kínverska fólksins og alþjóðasamfélagsins,“ sagði Geng í yfirlýsingunni samkvæmt AP fréttaveitunni. Þar kom einnig fram að gripið var til aðgerða gegn blaðamönnum WSJ eftir að forsvarsmenn miðilsins neituðu að biðjast afsökunar og refsa þeim sem komu að greininni umræddu. Vefur WSJ er óaðgengilegur í Kína vegna ritskoðunar stjórnvalda ríkisins. Blaðamennirnir þrír, tveir Bandaríkjamenn og einn Ástrali, hafa fengið fimm daga til að yfirgefa Kína. Enginn þeirra kemur með nokkrum hætti að birtingu skoðanagreina. Nokkrir mánuðir eru síðan yfirvöld Kína meinuðu öðrum blaðamanni WSJ að starfa þar í landi en þá var engin ástæða gefin fyrir brottvísun hans. Hafa lengi gripið til aðgerða gegn öllum sem fylgja ekki tilmælum Stjórnvöld Kína hafa um árabil gripið til harkalegra aðgerða gegn fyrirtækjum og samtökum sem neita að fylgja eftir viðmiðum þeirra gagnvart ýmsum málefnum sem snúa að Kína og nágrönnum þeirra. Má þar meðal annars nefna málefni sem snúa að Taívan, Hong Kong, mannréttindum og jafnvel Bangsímon. Sjá einnig: Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Það nýjasta í þeim málum er að yfirvöld Kína eru nú að hóta því að refsa fyrirtækjum frá Tékklandi vegna fyrirhugaðrar heimsóknar þingmanns til Taívan. Þingmaðurinn sem um ræðir dó reyndar áður en hann fór til Taívan en í bréfi frá Kína sagði að fyrirtæki eins og Volkswagen og Home Credit Group myndu þjást ef Jaroslav Kubera færi í heimsókn til Taívan. Í bréfinu stóð að þessi fyrirtæki yrðu ekki lengur velkomin í Kína, samkvæmt frétt Reuters. Alþjóðleg fyrirtæki hafa forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. Vestræn fyrirtæki hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að láta eftir yfirvöldum Kína. Bandaríkin Fjölmiðlar Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skilgreint ríkisfjölmiðla Kína sem útsendara ríkisins. Blaðamenn þessara miðla munu því þurfa að fylgja sömu reglum og kínverskir erindrekar í Bandaríkjunum og skrá sig hjá yfirvöldum Bandaríkjanna. Miðlarnir þurfa sömuleiðis að tilkynna eigur sínar í Bandaríkjunum. Um er að ræða miðlana Xinhua, CGTN, China Radio, China Daily og The People‘s Daily. Þá hafa yfirvöld Kína vísað þremur blaðamönnum Wall Street Journal úr landi. Samkvæmt frétt New York Times hafa aðgerðir sem þær sem ríkisstjórn Donald Trump hefur gripið til, verið til umræðu um árabil í Washington DC. Ríkisstjórn Trump hefur þó farið hart fram gegn því sem embættismenn lýsa sem áróðri og leynilegum aðgerðum Kína í Bandaríkjunum. Til marks um það hafa saksóknarar í Bandaríkjunum höfðað fjölda mála sem snúa að njósnum gegn Kínverjum á undanförnum mánuði. Þær ákærur snúa meðal annars að vísindarannsóknum í Harvard og tölvuárásinni á Equifax árið 2017. Bandaríkin hafa á undanförnum árum sakað Kínverja um umfangsmiklar njósnir þar í landi. Frá 2012 hafa rúmlega 80 prósent allra mála sem snúa að stuldi iðnaðarleyndarmála í Bandaríkjunum beinst gegn kínverskum aðilum. Sjá eining: Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir aðgerðirnar löngu tímabærar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Andrew Caballero-Reynolds „Við erum staðráðin í að koma fram við Kína eins og það er, ekki eins og við viljum að landið sé. Í Kína, vinna allir fjölmiðlar fyrir Kommúnistaflokkinn, eins og Xi Jinping, forseti, hefur sjálfur sagt,“ sagði Pompeo í yfirlýsingu til Axios. „Þar sem þessar stofnanir vinna fyrir Kommúnistaflokkinn, er við hæfi að við komum fram við þær eins og aðrar erlendar stofnanir, sem þýðir að þær þurfa að fylgja reglum utanríkisráðuneytisins. Þessar aðgerðir eru löngu tímabærar. Um árabil hafa þessir svokölluðu fjölmiðlar verið málgögn Kommúnistaflokks Kína og á undanförnum árum hafa þeir orðið ágengari.“ „Þessar áróðursstofnanir starfa án takmarkana í opnu kerfi Bandaríkjanna, á sama tíma og blaðamenn innan Kína standa frammi fyrir umfangsmiklum takmörkunum,“ sagði Pompeo einnig. „Við vonumst til þess að Kommúnistaflokkur Kína endurskoði framferði sitt gagnvart blaðamönnum í Kína.“ Vísuðu þremur blaðamönnum úr landi Yfirvöld Kína tilkynntu í dag að þremur blaðamönnum Wall Street Journal yrði meinað að starfa þar í landi vegna fyrirsagnar í skoðanapistli sem miðillinn birti í byrjun febrúar. Pistill þessi vísaði til útbreiðslu Covid-19 veirunnar og ástands efnahags Kína og var ríkinu lýst sem „veika manni Asíu“ eða „sick man of Asia“. Pistillinn snerist að mestu um efnahagsstefnu Kína, sem Walter Russell Mead, höfundur pistilsins, sagði gera efnahag ríkisins hættulegan og að þar gæti orðið mikið hrun með litlum fyrirvara. Einhverra hluta vegna segja embættismenn í Kína að fyrirsögn pistilsins sé rasísk. Titillinn „sick man of…“ hefur verið veittur ýmsum ríkjum Evrópu, þegar þau hafa gengið í gegnum erfiðleika eða efnahagslegan óstöðugleika. Deputy Bureau Chief Josh Chin and reporter Chao Deng, both U.S. nationals, as well as reporter Philip Wen, an Australian national, have been ordered to leave the country in five days https://t.co/nrA1QjnqcM— Mike Bird (@Birdyword) February 19, 2020 Geng Shuang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í yfirlýsingu í dag að skoðanapistillinn „gerði lítið úr viðleiti ríkisstjórnar Kína og kínverska fólksins“ í baráttunni gegn veirunni. „Ritstjórarnir notuðu svo rasískan og óréttlátan titil, sem leiddi til reiði og fordæmingar meðal kínverska fólksins og alþjóðasamfélagsins,“ sagði Geng í yfirlýsingunni samkvæmt AP fréttaveitunni. Þar kom einnig fram að gripið var til aðgerða gegn blaðamönnum WSJ eftir að forsvarsmenn miðilsins neituðu að biðjast afsökunar og refsa þeim sem komu að greininni umræddu. Vefur WSJ er óaðgengilegur í Kína vegna ritskoðunar stjórnvalda ríkisins. Blaðamennirnir þrír, tveir Bandaríkjamenn og einn Ástrali, hafa fengið fimm daga til að yfirgefa Kína. Enginn þeirra kemur með nokkrum hætti að birtingu skoðanagreina. Nokkrir mánuðir eru síðan yfirvöld Kína meinuðu öðrum blaðamanni WSJ að starfa þar í landi en þá var engin ástæða gefin fyrir brottvísun hans. Hafa lengi gripið til aðgerða gegn öllum sem fylgja ekki tilmælum Stjórnvöld Kína hafa um árabil gripið til harkalegra aðgerða gegn fyrirtækjum og samtökum sem neita að fylgja eftir viðmiðum þeirra gagnvart ýmsum málefnum sem snúa að Kína og nágrönnum þeirra. Má þar meðal annars nefna málefni sem snúa að Taívan, Hong Kong, mannréttindum og jafnvel Bangsímon. Sjá einnig: Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Það nýjasta í þeim málum er að yfirvöld Kína eru nú að hóta því að refsa fyrirtækjum frá Tékklandi vegna fyrirhugaðrar heimsóknar þingmanns til Taívan. Þingmaðurinn sem um ræðir dó reyndar áður en hann fór til Taívan en í bréfi frá Kína sagði að fyrirtæki eins og Volkswagen og Home Credit Group myndu þjást ef Jaroslav Kubera færi í heimsókn til Taívan. Í bréfinu stóð að þessi fyrirtæki yrðu ekki lengur velkomin í Kína, samkvæmt frétt Reuters. Alþjóðleg fyrirtæki hafa forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. Vestræn fyrirtæki hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að láta eftir yfirvöldum Kína.
Bandaríkin Fjölmiðlar Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“