Besta leiðin til að tækla óþolandi fólk Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 12:00 Þegar við hugleiðum æfum við okkur í því að stjórna huganum og fáum til dæmis meira vald yfir þeim hluta heilans sem tekur ósjálfáðar ákvarðanir. Það hefur meira að segja verið vísindalega sannað að eðluheilinn minkar við það að iðka hugleiðslu. Það eru ótal markað aðferðir við það að hugleiða en margir hugsa oftast um það að maður verði að sitja í óþægilegri stellingu með lokuð augun en það er alls ekki nauðsynlegt þó það sé vissulega áhrifaríkt. Flow býður til dæmis upp á hugleiðslur þar sem maður hristir líkamann, öskrar og svo notum við allskonar skemmtilegar tæknilausnir líka. Eitt sem er mjög einfalt að gera er til dæmis að nota möntrur í hugleiðslu en það þarf ekki að vera óskiljanlegur texti á framandi tungumáli. Mig langar að gefa þér möntruna sem ég er að nota í dag. Hún er svona: Ég er jákvæð, dugleg og sanngjörn. Þessa möntru segi ég í huganum nokkrum sinnum í dag. Til dæmis þegar ég labba að kaffivélinni í vinnunni þá endurtek ég í huganum: Ég er jákvæð, dugleg og sangjörn. Stundum endurtek ég þetta upphátt, til dæmis ef ég er ein í bílnum en það er um það bil það flippaðasta sem ég geri með þessa möntru. Þessi orð eru líka alls ekkert heilög og það má nota hvaða orð sem maður tengir við í það og það skiptið. Einn dag í síðust viku hafði ég valið mér önnur orð: Ég er róleg, glöð og þolinmóð. Þann dag hitti ég erfða eða bara óþolandi manneskju. Æ þið vitið manneskju sem var kannski ekki beint dónaleg við mig en hefði getað stolið gleðinni minni því hún var að eiga eitthvað erfiðan dag. Þá gat ég snúið möntrunni minni við og hugsað hana til viðkomandi á meðan hann sagði mér í óspurðum fréttum að það væri óþolandi að búa á þessu ömurlega landi, ríkisstjórnin, lægðin, verðlagið og eitthvað meira. Ég hugsaði á meðan: Ég óska þess að sért rólegur, glaður og þolinmóður. Það gerðist ekkert undravert við þetta. Viðkomandi breyttist ekki eins og fyrir töfra en það sem breytist gerist innra með mér. Ég dustaði leiðindin af mér eins og regndropa af goretex jakka og hélt áfram út í daginn róleg, glöð og þolinmóð. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þegar við hugleiðum æfum við okkur í því að stjórna huganum og fáum til dæmis meira vald yfir þeim hluta heilans sem tekur ósjálfáðar ákvarðanir. Það hefur meira að segja verið vísindalega sannað að eðluheilinn minkar við það að iðka hugleiðslu. Það eru ótal markað aðferðir við það að hugleiða en margir hugsa oftast um það að maður verði að sitja í óþægilegri stellingu með lokuð augun en það er alls ekki nauðsynlegt þó það sé vissulega áhrifaríkt. Flow býður til dæmis upp á hugleiðslur þar sem maður hristir líkamann, öskrar og svo notum við allskonar skemmtilegar tæknilausnir líka. Eitt sem er mjög einfalt að gera er til dæmis að nota möntrur í hugleiðslu en það þarf ekki að vera óskiljanlegur texti á framandi tungumáli. Mig langar að gefa þér möntruna sem ég er að nota í dag. Hún er svona: Ég er jákvæð, dugleg og sanngjörn. Þessa möntru segi ég í huganum nokkrum sinnum í dag. Til dæmis þegar ég labba að kaffivélinni í vinnunni þá endurtek ég í huganum: Ég er jákvæð, dugleg og sangjörn. Stundum endurtek ég þetta upphátt, til dæmis ef ég er ein í bílnum en það er um það bil það flippaðasta sem ég geri með þessa möntru. Þessi orð eru líka alls ekkert heilög og það má nota hvaða orð sem maður tengir við í það og það skiptið. Einn dag í síðust viku hafði ég valið mér önnur orð: Ég er róleg, glöð og þolinmóð. Þann dag hitti ég erfða eða bara óþolandi manneskju. Æ þið vitið manneskju sem var kannski ekki beint dónaleg við mig en hefði getað stolið gleðinni minni því hún var að eiga eitthvað erfiðan dag. Þá gat ég snúið möntrunni minni við og hugsað hana til viðkomandi á meðan hann sagði mér í óspurðum fréttum að það væri óþolandi að búa á þessu ömurlega landi, ríkisstjórnin, lægðin, verðlagið og eitthvað meira. Ég hugsaði á meðan: Ég óska þess að sért rólegur, glaður og þolinmóður. Það gerðist ekkert undravert við þetta. Viðkomandi breyttist ekki eins og fyrir töfra en það sem breytist gerist innra með mér. Ég dustaði leiðindin af mér eins og regndropa af goretex jakka og hélt áfram út í daginn róleg, glöð og þolinmóð. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun