Mig langar til þess að gefa þér betra líf! Bragi Þór Thoroddsen skrifar 18. febrúar 2020 08:00 Já, ég er að meina það. Í alvöru, mig langar að þú lifir betra lífi. Ekki bara þú, heldur öll fjölskylda þín og flestir sem þú umgengst dags daglega. Allir á vinnustaðnum þínum, í skólanum, á sjónum og bara allir í næsta húsi og þarnæsta. Og ég ætla að veita þér betra líf. Ég ætla að borga fyrir það sjáflur. Eina sem þú þarft að gera er að leggja í það doldla upphæð af framtíðartekjum þínum og þinna til næstu 15 ára. En ekki hafa áhyggjur, þetta er win/win, alveg eins og hjá Ólafi Ragnari þegar hann fékk reinsann í vaktaþáttunum. Sigurður Ingi ráðherra er flottur náungi, viðkunnanlegur og vel að sér um marga hluti. Hann er að mínu mati skemmtilegur í viðkynnum, hreinn til svars og almennt trúverðugur fulltrúi. Hann er það sem mig langaði að verða þegar ég yrði stór, þ.e. dýralæknir, enda hafði ég enga drauma um að verða ráðherra fyrir tvítugt. Líkt og margir aðrir batt ég miklar vonir við Sigurð Inga þegar hann kom fram á sjónarsvið okkar allra eftir hrun, arftaki sem reysti flokk sinn úr sögulegri öskustó. Forverum hans hafði eitthvað misfarist með trúverðugleikann og var sem var. En Sigurður Ingi reddaði því öllu og gerði gott betur. Hann er ráðherra í dag og gerir margt vel þar. Trúverðugur, traustur og ráðherrayfirbragð á honum. En þessi pistil er ekki bara til þess að mæra Sigurð Inga. Ráðherrann fer fyrir málaflokki sem varðar landsmenn alla, ekki bara einn heldur tvo. Samgöngumál heldur hann utan um í ráðuneyti sínu. Þá er hann og sveitarstjórnarráðherra. Það þýðir að landsmenn eiga allt sitt undir ráðuneytinu þegar þeir skottast á milli sveitarfélaga - vegi og vegleysur. Einnig er við ráðuneytið að eiga um það hversu mörg þessi sveitarfélög eru. Sveitarfélögin eru 72, lítil og stór, fjölmenn og fámenn. Ráðuneyti Sigurðar Inga ætlar að gefa litlu sveitarfélögunum betra líf. Íbúum þess öllum, ljá þeim trúverðuga rödd og þjónustu eins og hæfir fólki á 21. öld. Allir hafi það betra, bæði í stórum og smáum sveitarfélögum. Þau verði færri og stærri og geti eitthvað sjálf. Geti tekið verkefni af ríkinu og þannig fengið meiri peninga og klárað að reka sig sjálf. Verið sjálfbær. En eina sem stór og smá, færri sveitarfélög þurfi að gera til þess að ráðuneyti sveitarstjórnar geri þetta allt að veruleika er að sameinast. Fyrir það fá þau milljón skrilljónir og skuldi ekkert þegar allt er af staðið. Þannig lítur þetta út í dag í samráðsgáttinni (nota bene þetta er greinargerð): "Þá er gert ráð fyrir að haldið verði eftir einum milljarði á hverju ári í 15 ár af ákveðnum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að jafna út auknar greiðslur Jöfnunarsjóðs vegna sameiningarframlaga næstu árin, á heildarúthlutanir sjóðsins. Munu framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga lækka sem því nemur á tímabilinu. Rétt er að taka fram að sameiningarframlög hafa verið lögbundið hlutverk sjóðsins í langan tíma og er því ekki um breytingar að ræða að því leyti. Hafa framlög vegna sameininga verið að jafnaði um kr. 300 milljónir á ári hverju undanfarin 10 ár. Með því að halda eftir þeirri upphæð sem lagt er til í frumvarpinu af tekjum sjóðsins næstu 15 ár, er verið að lágmarka þau áhrif sem aukinn fjöldi sameininga sveitarfélaga á næstu árum mun hafi á heildarúthlutanir Jöfnunarsjóðs. Viðræður fara fram um möguleikann á því að sjóðnum verði tryggðar auknar tekjur úr ríkissjóði til að lágmarka þau áhrif sem kunna að verða á framlögum sjóðsins vegna fjölgunar á sameiningum sveitarfélaga sem vænta má með lögfestingu frumvarpsins." Jújú, smá hængur. Silfrið sem ég lofaði fyrir að mynda skarð í varnirnar sveitarfélaganna borgið þið sjálf. Það er eitt af því litla sem ég gleymdi að segja ykkur. Og þið voruð farin að borga inn á þetta fyrir löngu. En þetta verður allt voða fínt og allir ánægðir og miklu færri og stærri. Og jú, það er bara eitt enn. Samband íslenskra sveitarfélaga – sem er félag með enga prókúru eða umboð á lagamáli – er sá sem ætlar að klára þetta. En auðvitað hafði sambandið samráð sín á milli um örlög litlu sveitarfélaganna, sem auðvitað á ekki fulltrúa í stjórn með neitt atkvæðavægi. En þetta heitir auðvitað á þingmáli samráð. En svo því sé til haga haldið - Sigurður Ingi er frábær náungi og eflaust veit hann alveg hvað hann er að gera. Ég er honum bara svo hjartanlega ósammála um flest þessa dagana annað en að mig langaði að verða dýralæknir þegar ég var yngri og hann var víst liðtækur í körfu. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súðavíkurhreppur Sveitarstjórnarmál Bragi Þór Thoroddsen Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Já, ég er að meina það. Í alvöru, mig langar að þú lifir betra lífi. Ekki bara þú, heldur öll fjölskylda þín og flestir sem þú umgengst dags daglega. Allir á vinnustaðnum þínum, í skólanum, á sjónum og bara allir í næsta húsi og þarnæsta. Og ég ætla að veita þér betra líf. Ég ætla að borga fyrir það sjáflur. Eina sem þú þarft að gera er að leggja í það doldla upphæð af framtíðartekjum þínum og þinna til næstu 15 ára. En ekki hafa áhyggjur, þetta er win/win, alveg eins og hjá Ólafi Ragnari þegar hann fékk reinsann í vaktaþáttunum. Sigurður Ingi ráðherra er flottur náungi, viðkunnanlegur og vel að sér um marga hluti. Hann er að mínu mati skemmtilegur í viðkynnum, hreinn til svars og almennt trúverðugur fulltrúi. Hann er það sem mig langaði að verða þegar ég yrði stór, þ.e. dýralæknir, enda hafði ég enga drauma um að verða ráðherra fyrir tvítugt. Líkt og margir aðrir batt ég miklar vonir við Sigurð Inga þegar hann kom fram á sjónarsvið okkar allra eftir hrun, arftaki sem reysti flokk sinn úr sögulegri öskustó. Forverum hans hafði eitthvað misfarist með trúverðugleikann og var sem var. En Sigurður Ingi reddaði því öllu og gerði gott betur. Hann er ráðherra í dag og gerir margt vel þar. Trúverðugur, traustur og ráðherrayfirbragð á honum. En þessi pistil er ekki bara til þess að mæra Sigurð Inga. Ráðherrann fer fyrir málaflokki sem varðar landsmenn alla, ekki bara einn heldur tvo. Samgöngumál heldur hann utan um í ráðuneyti sínu. Þá er hann og sveitarstjórnarráðherra. Það þýðir að landsmenn eiga allt sitt undir ráðuneytinu þegar þeir skottast á milli sveitarfélaga - vegi og vegleysur. Einnig er við ráðuneytið að eiga um það hversu mörg þessi sveitarfélög eru. Sveitarfélögin eru 72, lítil og stór, fjölmenn og fámenn. Ráðuneyti Sigurðar Inga ætlar að gefa litlu sveitarfélögunum betra líf. Íbúum þess öllum, ljá þeim trúverðuga rödd og þjónustu eins og hæfir fólki á 21. öld. Allir hafi það betra, bæði í stórum og smáum sveitarfélögum. Þau verði færri og stærri og geti eitthvað sjálf. Geti tekið verkefni af ríkinu og þannig fengið meiri peninga og klárað að reka sig sjálf. Verið sjálfbær. En eina sem stór og smá, færri sveitarfélög þurfi að gera til þess að ráðuneyti sveitarstjórnar geri þetta allt að veruleika er að sameinast. Fyrir það fá þau milljón skrilljónir og skuldi ekkert þegar allt er af staðið. Þannig lítur þetta út í dag í samráðsgáttinni (nota bene þetta er greinargerð): "Þá er gert ráð fyrir að haldið verði eftir einum milljarði á hverju ári í 15 ár af ákveðnum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að jafna út auknar greiðslur Jöfnunarsjóðs vegna sameiningarframlaga næstu árin, á heildarúthlutanir sjóðsins. Munu framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga lækka sem því nemur á tímabilinu. Rétt er að taka fram að sameiningarframlög hafa verið lögbundið hlutverk sjóðsins í langan tíma og er því ekki um breytingar að ræða að því leyti. Hafa framlög vegna sameininga verið að jafnaði um kr. 300 milljónir á ári hverju undanfarin 10 ár. Með því að halda eftir þeirri upphæð sem lagt er til í frumvarpinu af tekjum sjóðsins næstu 15 ár, er verið að lágmarka þau áhrif sem aukinn fjöldi sameininga sveitarfélaga á næstu árum mun hafi á heildarúthlutanir Jöfnunarsjóðs. Viðræður fara fram um möguleikann á því að sjóðnum verði tryggðar auknar tekjur úr ríkissjóði til að lágmarka þau áhrif sem kunna að verða á framlögum sjóðsins vegna fjölgunar á sameiningum sveitarfélaga sem vænta má með lögfestingu frumvarpsins." Jújú, smá hængur. Silfrið sem ég lofaði fyrir að mynda skarð í varnirnar sveitarfélaganna borgið þið sjálf. Það er eitt af því litla sem ég gleymdi að segja ykkur. Og þið voruð farin að borga inn á þetta fyrir löngu. En þetta verður allt voða fínt og allir ánægðir og miklu færri og stærri. Og jú, það er bara eitt enn. Samband íslenskra sveitarfélaga – sem er félag með enga prókúru eða umboð á lagamáli – er sá sem ætlar að klára þetta. En auðvitað hafði sambandið samráð sín á milli um örlög litlu sveitarfélaganna, sem auðvitað á ekki fulltrúa í stjórn með neitt atkvæðavægi. En þetta heitir auðvitað á þingmáli samráð. En svo því sé til haga haldið - Sigurður Ingi er frábær náungi og eflaust veit hann alveg hvað hann er að gera. Ég er honum bara svo hjartanlega ósammála um flest þessa dagana annað en að mig langaði að verða dýralæknir þegar ég var yngri og hann var víst liðtækur í körfu. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun