Einn leikmaður Manchester City í dag gæti grætt á því ef City missir 2014 titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 08:30 Steven Gerrard og Raheem Sterling voru í stóru hlutverki hjá Liverpool keppnistímabilið 2013 til 2014. Samsett/Getty Manchester City gæti mögulega misst einn af fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins vegna brota sinna á reglum um rekstur félagsliða og það gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir suma eins og þá Steven Gerrard og Raheem Sterling. Eins og er hefur Knattspyrnusamband Evrópu dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni auk þess að sekta félagið um 25 milljónir punda. Samkvæmt öllu eðlilegu þá ætti enska úrvalsdeildin einnig að sekta Manchester City fyrir svona stórtæk brot standi dómur UEFA. Manchester City vann Englandsmeistaratitilinn 2014 með því að fá tveimur fleiri stig en Liverpool eftir æsispennandi lokasprett þar sem Liverpool menn köstuðu frá sér titlinum. Nú gætu þessir sömu Liverpool menn verið að fá titilinn á silfurfati. Það er fróðlegt að sjá hvaða leikmenn gætu fengið óvænt verðlaunapening sem Englandsmeistari. Steven Gerrard kemur náttúrulega fyrstur upp í hugann enda lék hann í sautján ár með Liverpool án þess að vinna Englandsmeistaratitilinn en vann nánast allt annað með félaginu. Annar leikmaður í athyglisverði stöðu er Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling sem á þessum tíma var leikmaður Liverpool. Raheem Sterling er því eini leikmaður City sem gæti grætt á þessu því hann myndi bæta við Englandsmeistaratitli og ætti því þrjá. Hann fór einmitt frá Liverpool, að eigin sögn, til að vinna titla. Luis Suarez gæti líka fengið Englandsmeistaratitil falli slíkur dómur en eini titill hans með Liverpool var þegar liðið vann enska deildabikarinn 2012. Hér fyrir neðan má sjá leikmannahóp Liverpool tímabilið 2013-14.Markvörður: Simon MignoletVarnarmenn: Martin Skrtel, Glen Johnson, Jon Flanagan, Daniel Agger, Mamadou Sakho, Kolo Toure, Aly Cissokho, Jose Enrique.Miðjumennn: Jordan Henderson, Steven Gerrard, Philippe Coutinho, Raheem Sterling, Lucas, Joe Allen, Victor Moses.Framherjar: Luis Suarez, Daniel Sturridge, Iago Aspas. Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Manchester City gæti mögulega misst einn af fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins vegna brota sinna á reglum um rekstur félagsliða og það gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir suma eins og þá Steven Gerrard og Raheem Sterling. Eins og er hefur Knattspyrnusamband Evrópu dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni auk þess að sekta félagið um 25 milljónir punda. Samkvæmt öllu eðlilegu þá ætti enska úrvalsdeildin einnig að sekta Manchester City fyrir svona stórtæk brot standi dómur UEFA. Manchester City vann Englandsmeistaratitilinn 2014 með því að fá tveimur fleiri stig en Liverpool eftir æsispennandi lokasprett þar sem Liverpool menn köstuðu frá sér titlinum. Nú gætu þessir sömu Liverpool menn verið að fá titilinn á silfurfati. Það er fróðlegt að sjá hvaða leikmenn gætu fengið óvænt verðlaunapening sem Englandsmeistari. Steven Gerrard kemur náttúrulega fyrstur upp í hugann enda lék hann í sautján ár með Liverpool án þess að vinna Englandsmeistaratitilinn en vann nánast allt annað með félaginu. Annar leikmaður í athyglisverði stöðu er Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling sem á þessum tíma var leikmaður Liverpool. Raheem Sterling er því eini leikmaður City sem gæti grætt á þessu því hann myndi bæta við Englandsmeistaratitli og ætti því þrjá. Hann fór einmitt frá Liverpool, að eigin sögn, til að vinna titla. Luis Suarez gæti líka fengið Englandsmeistaratitil falli slíkur dómur en eini titill hans með Liverpool var þegar liðið vann enska deildabikarinn 2012. Hér fyrir neðan má sjá leikmannahóp Liverpool tímabilið 2013-14.Markvörður: Simon MignoletVarnarmenn: Martin Skrtel, Glen Johnson, Jon Flanagan, Daniel Agger, Mamadou Sakho, Kolo Toure, Aly Cissokho, Jose Enrique.Miðjumennn: Jordan Henderson, Steven Gerrard, Philippe Coutinho, Raheem Sterling, Lucas, Joe Allen, Victor Moses.Framherjar: Luis Suarez, Daniel Sturridge, Iago Aspas.
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira