„Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2020 09:00 Martin ánægður með gullmedalíuna. vísir/getty „Tilfinningin var hrikalega góð. Það er alltof langt síðan ég vann eitthvað. Það var 2014 þegar ég varð Íslandsmeistari með KR,“ sagði Martin Hermannsson, nýkrýndur þýskur bikarmeistari, í samtali við Vísi.Martin og félagar hans í Alba Berlin unnu Baskets Oldenburg í bikarúrslitaleik á sunnudaginn, 89-67. Á síðasta tímabili tapaði Alba Berlin í úrslitum um þýska meistaratitilinn, bikarmeistaratitilinn og í úrslitum EuroCup. Martin segir að sigurinn á sunnudaginn hafi verið mjög sætur í ljósi síðasta tímabils. „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions“. Hitt var orðið svolítið þreytt,“ sagði Martin. Bikarúrslitaleikurinn fór fram í Mercedes-Benz höllinni í Berlín, á heimavelli Alba Berlin. „Stemmningin var geðveik. Það voru um 14.600 manns á vellinum. Það er auðvitað mikið undir. Þeir byrjuðu töluvert betur og við komust ekki í gang í 1. leikhluta og eiginlega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Martin. Oldenburg var þremur stigum yfir í hálfleik, 40-43. „Við vissum að ef við myndum halda háu tempói og ná hraðaupphlaupum myndum við brjótum þá á bak aftur. Við erum með meiri breidd. Við hittum ekkert sérstaklega vel en gerðum það sem til þurfti.“ Fannst ég skulda liðinuMartin skoraði 20 stig í leiknum og var stigahæstur í liði Alba Berlin. Hann nýtti skotin sín vel sem hefur ekki alltaf verið raunin í vetur. „Í leiknum á undan klikkaði ég úr öllum átta þriggja stiga skotunum mínum. Mér fannst ég skulda liðinu aðeins. Það var kannski fínt að taka klikkin út fyrir þennan leik,“ sagði Martin. „Mér leið vel og lét leikinn koma til mín. Mig langaði rosalega að verða meistari og var tilbúinn að gera nánast hvað sem er.“ Þetta var fyrsti titilinn sem Alba Berlin vinnur í fjögur ár, eða síðan liðið varð bikarmeistari 2016. „Þetta var líka fyrsti titilinn sem Alba Berlin vinnur á heimavelli síðan 2013. Það var frekar ljúft að vinna fyrir framan stuðningsmennina sem eru búnir að styðja þvílíkt vel við bakið á okkur.“ Martin og félagar eru hvergi nærri hættir og ætla sér að verða Þýskalandsmeistarar í fyrsta sinn síðan 2008. „Við erum með lið sem getur farið alla leið. Við vorum óheppnir í fyrra. Lið Bayern München, sem er okkar helsti keppinautur, hefur breyst og við finnum að við getum farið alla leið sem er markmiðið.“Hlakkar til fyrsta sumarfrísins síðan 2009Martin í leik gegn Real Madrid.vísir/gettyAlba Berlin tekur þátt í EuroLeague, þar sem bestu lið Evrópu mætast. Því fylgir mikið álag sem Martin segist hafa fundið fyrir. „Ég hef verið að læra á líkamann upp á nýtt. Ég hef aldrei kynnst svona svakalegu leikjaálagi og ferðalögum,“ sagði Martin. „Ég er byrjaður að finna til á stöðum sem ég ekki fundið til áður. Þetta er lærdómstímabil fyrir mig og mér finnst ég hafa höndlað þetta ágætlega. En ég hlakka líka til að fá sumarfrí, það fyrsta síðan 2009.“En eru einhverjir þættir sem Martin þarf að bæta í sínum leik til að standa betur að vígi í baráttuna við þá bestu? „Vörnin hefur þroskast mikið. Ég hef lagt mikla áherslu á varnarleikinn og er orðinn miklu betri varnarmaður en ég var,“ svaraði Martin. „Ég hef ekki hitt vel í vetur, sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Ég þarf líka að vinna í andlega þættinum, að halda mér ferskum og finna ánægjuna í að spila 80 leiki á ári.“Örugglega á pari við NBAMartin nýtur þess að spila við bestu leikmenn Evrópu.vísir/gettyMartin segir það mikla upplifun að spila við bestu lið Evrópu, nánast í hverri viku. „Þetta eru þvílík forréttindi. Þetta er miklu stærra en Íslendingar gera sér grein fyrir. Það er synd að þetta sé ekki sýnt og fólk viti ekki meira um EuroLeague,“ sagði Martin. „Þetta er örugglega á pari við NBA-deildina. Ég geri stundum grín að því að það sé spiluð vörn þarna en ekki í NBA.“En hvaða leikir hvaða staðið upp úr í vetur? „Báðar ferðirnar til Tyrklands voru eftirminnilegar. Við töpuðum reyndar báðum leikjunum í framlengingu. En að spila í Istanbúl að spila fyrir framan þessa blóðheitu stuðningsmenn var frekar magnað,“ sagði Martin. Gaman að komast á þennan listaMartin lék frábærlega í báðum leikjum Alba Berlin í Grikklandi, gegn Panathinaikos og Olympiacos.vísir/getty„Svo var gaman að vinna Rauðu stjörnuna í Serbíu fyrir framn fulla höll, 20.000 manns. Allir þessir leikir sitja fast í manni. Maður er að gera þetta í fyrsta skipti og spila á móti leikmönnum sem maður hefur litið upp til. Það er eitthvað fallegt við alla leikina.“ Martin komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa skorað 20 stig og gefið tíu stoðsendingar í leik í EuroLeague þegar hann afrekaði það í sigri á Panathinaikos í Aþenu, 105-106, í tvíframlengdum leik í nóvember. „Það var gaman að komast á þennan lista. Það sannaði fyrir mér hvað ég get gert á þessu stigi,“ sagði Martin.Maður þarf að láta reyna á sigMartin nýtur lífsins í Berlín.vísir/gettySamningur Martins við Alba Berlin rennur út eftir tímabilið. Hann segir óljóst hvað tekur við. „Í sumar skoða ég hvað er best fyrir mig,“ sagði Martin. Hann er opinn fyrir því að spila áfram með Alba Berlin. „Ég myndi klárlega skoða það. Það yrði erfitt að fara frá Berlín, bæði út af körfuboltanum og lífinu hérna. En maður þarf að láta reyna á sig og sjá hversu langt maður getur náð. Ég held öllu opnu,“ sagði Martin að lokum. Íslendingar erlendis Körfubolti Tengdar fréttir Sjáðu Martin Hermannsson vinna langþráð gull í gær Martin Hermannsson fór fyrir sínu liði þegar Alba Berlin varð í gær þýsku bikarmeistari í körfubolta. Liðið fékk silfur í öllum þremur keppnunum í fyrra en nú vannst loksins titill. 17. febrúar 2020 11:30 Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig. 16. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
„Tilfinningin var hrikalega góð. Það er alltof langt síðan ég vann eitthvað. Það var 2014 þegar ég varð Íslandsmeistari með KR,“ sagði Martin Hermannsson, nýkrýndur þýskur bikarmeistari, í samtali við Vísi.Martin og félagar hans í Alba Berlin unnu Baskets Oldenburg í bikarúrslitaleik á sunnudaginn, 89-67. Á síðasta tímabili tapaði Alba Berlin í úrslitum um þýska meistaratitilinn, bikarmeistaratitilinn og í úrslitum EuroCup. Martin segir að sigurinn á sunnudaginn hafi verið mjög sætur í ljósi síðasta tímabils. „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions“. Hitt var orðið svolítið þreytt,“ sagði Martin. Bikarúrslitaleikurinn fór fram í Mercedes-Benz höllinni í Berlín, á heimavelli Alba Berlin. „Stemmningin var geðveik. Það voru um 14.600 manns á vellinum. Það er auðvitað mikið undir. Þeir byrjuðu töluvert betur og við komust ekki í gang í 1. leikhluta og eiginlega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Martin. Oldenburg var þremur stigum yfir í hálfleik, 40-43. „Við vissum að ef við myndum halda háu tempói og ná hraðaupphlaupum myndum við brjótum þá á bak aftur. Við erum með meiri breidd. Við hittum ekkert sérstaklega vel en gerðum það sem til þurfti.“ Fannst ég skulda liðinuMartin skoraði 20 stig í leiknum og var stigahæstur í liði Alba Berlin. Hann nýtti skotin sín vel sem hefur ekki alltaf verið raunin í vetur. „Í leiknum á undan klikkaði ég úr öllum átta þriggja stiga skotunum mínum. Mér fannst ég skulda liðinu aðeins. Það var kannski fínt að taka klikkin út fyrir þennan leik,“ sagði Martin. „Mér leið vel og lét leikinn koma til mín. Mig langaði rosalega að verða meistari og var tilbúinn að gera nánast hvað sem er.“ Þetta var fyrsti titilinn sem Alba Berlin vinnur í fjögur ár, eða síðan liðið varð bikarmeistari 2016. „Þetta var líka fyrsti titilinn sem Alba Berlin vinnur á heimavelli síðan 2013. Það var frekar ljúft að vinna fyrir framan stuðningsmennina sem eru búnir að styðja þvílíkt vel við bakið á okkur.“ Martin og félagar eru hvergi nærri hættir og ætla sér að verða Þýskalandsmeistarar í fyrsta sinn síðan 2008. „Við erum með lið sem getur farið alla leið. Við vorum óheppnir í fyrra. Lið Bayern München, sem er okkar helsti keppinautur, hefur breyst og við finnum að við getum farið alla leið sem er markmiðið.“Hlakkar til fyrsta sumarfrísins síðan 2009Martin í leik gegn Real Madrid.vísir/gettyAlba Berlin tekur þátt í EuroLeague, þar sem bestu lið Evrópu mætast. Því fylgir mikið álag sem Martin segist hafa fundið fyrir. „Ég hef verið að læra á líkamann upp á nýtt. Ég hef aldrei kynnst svona svakalegu leikjaálagi og ferðalögum,“ sagði Martin. „Ég er byrjaður að finna til á stöðum sem ég ekki fundið til áður. Þetta er lærdómstímabil fyrir mig og mér finnst ég hafa höndlað þetta ágætlega. En ég hlakka líka til að fá sumarfrí, það fyrsta síðan 2009.“En eru einhverjir þættir sem Martin þarf að bæta í sínum leik til að standa betur að vígi í baráttuna við þá bestu? „Vörnin hefur þroskast mikið. Ég hef lagt mikla áherslu á varnarleikinn og er orðinn miklu betri varnarmaður en ég var,“ svaraði Martin. „Ég hef ekki hitt vel í vetur, sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Ég þarf líka að vinna í andlega þættinum, að halda mér ferskum og finna ánægjuna í að spila 80 leiki á ári.“Örugglega á pari við NBAMartin nýtur þess að spila við bestu leikmenn Evrópu.vísir/gettyMartin segir það mikla upplifun að spila við bestu lið Evrópu, nánast í hverri viku. „Þetta eru þvílík forréttindi. Þetta er miklu stærra en Íslendingar gera sér grein fyrir. Það er synd að þetta sé ekki sýnt og fólk viti ekki meira um EuroLeague,“ sagði Martin. „Þetta er örugglega á pari við NBA-deildina. Ég geri stundum grín að því að það sé spiluð vörn þarna en ekki í NBA.“En hvaða leikir hvaða staðið upp úr í vetur? „Báðar ferðirnar til Tyrklands voru eftirminnilegar. Við töpuðum reyndar báðum leikjunum í framlengingu. En að spila í Istanbúl að spila fyrir framan þessa blóðheitu stuðningsmenn var frekar magnað,“ sagði Martin. Gaman að komast á þennan listaMartin lék frábærlega í báðum leikjum Alba Berlin í Grikklandi, gegn Panathinaikos og Olympiacos.vísir/getty„Svo var gaman að vinna Rauðu stjörnuna í Serbíu fyrir framn fulla höll, 20.000 manns. Allir þessir leikir sitja fast í manni. Maður er að gera þetta í fyrsta skipti og spila á móti leikmönnum sem maður hefur litið upp til. Það er eitthvað fallegt við alla leikina.“ Martin komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa skorað 20 stig og gefið tíu stoðsendingar í leik í EuroLeague þegar hann afrekaði það í sigri á Panathinaikos í Aþenu, 105-106, í tvíframlengdum leik í nóvember. „Það var gaman að komast á þennan lista. Það sannaði fyrir mér hvað ég get gert á þessu stigi,“ sagði Martin.Maður þarf að láta reyna á sigMartin nýtur lífsins í Berlín.vísir/gettySamningur Martins við Alba Berlin rennur út eftir tímabilið. Hann segir óljóst hvað tekur við. „Í sumar skoða ég hvað er best fyrir mig,“ sagði Martin. Hann er opinn fyrir því að spila áfram með Alba Berlin. „Ég myndi klárlega skoða það. Það yrði erfitt að fara frá Berlín, bæði út af körfuboltanum og lífinu hérna. En maður þarf að láta reyna á sig og sjá hversu langt maður getur náð. Ég held öllu opnu,“ sagði Martin að lokum.
Íslendingar erlendis Körfubolti Tengdar fréttir Sjáðu Martin Hermannsson vinna langþráð gull í gær Martin Hermannsson fór fyrir sínu liði þegar Alba Berlin varð í gær þýsku bikarmeistari í körfubolta. Liðið fékk silfur í öllum þremur keppnunum í fyrra en nú vannst loksins titill. 17. febrúar 2020 11:30 Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig. 16. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Sjáðu Martin Hermannsson vinna langþráð gull í gær Martin Hermannsson fór fyrir sínu liði þegar Alba Berlin varð í gær þýsku bikarmeistari í körfubolta. Liðið fékk silfur í öllum þremur keppnunum í fyrra en nú vannst loksins titill. 17. febrúar 2020 11:30
Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig. 16. febrúar 2020 21:30
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti