Jón Viðar gengur sáttur frá Mjölni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 11:02 Nafn Jóns Viðars Arnþórssonar hefur sjaldan verið langt undan þegar Mjölni ber á góma. Nú stefnir í að breyting verði þar á. Vísir/vilhelm Jón Viðar Arnþórsson, einn stofnenda Mjölnis, leitar nú kaupanda að hlut sínum í íþróttafélaginu. Hann segist ganga sáttur frá borði, þrátt fyrir að hafa í raun sagt skilið við Mjölni eftir ólguna síðla árs 2017. Jón Viðar segist þó ekki ætla að segja skilið við sjálfsvarnarþjálfun, þvert á móti vonast hann til þess að salan á Mjölnishlutnum gefi honum færi á að einbeita sér enn frekar að öðrum sambærilegum verkefnum. Jón Viðar fer með 14,71 prósent hlut í félaginu Mjölni MMA ehf. og er þannig í hópi fimm stærstu eigenda. Hann var lengi formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu í ágúst 2017. Ákvörðun hans byggðist m.a. á ólíkri sýn hans á þær breytingar sem nýir hluthafar vildu ráðast í hjá félaginu. Til að mynda voru skiptar skoðanir um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu.Sjá einnig: „Við verðum alltaf vinir“Jón Viðar segir enda í samtali við Vísi að hann hafi haft litla aðkomu að starfi Mjölnis síðan haustið 2017. Hann hafi til að mynda aðeins sótt einn stjórnarfund hjá félaginu í fyrra. Það skýri að hluta ákvörðun hans um að selja hlut sinn nú. Meira máli skiptir þó að hann sé með fjölmörg önnur járn í eldinum sem hann vill einbeita sér að. Hann rekur til að mynda fyrirtækið ISR Matrix sem sérhæfir sig í sjálfsvörn og öryggistökum auk þess að standa að fjölmörgum námskeiðum, t.a.m. í áhættuleik. „Mig langar bara að gera mitt,“ segir Jón Viðar. Aðspurður um hvort hann merki einhver illindi í sinn garð hjá öðrum Mjölnismönnum eftir allt sem á undan er gengið segir Jón Viðar svo alls ekki vera. Hann hafi til að mynda komið við í Mjölnisaðstöðunni í Öskjuhlíð fyrir helgi og verið tekið með virktum. „Það voru bara allir að knúast,“ segir Jón Viðar. Hann gangi því sáttur frá Mjölniskaflanum í lífi sínu. View this post on Instagram 14.71% hlutur í Mjölni til sölu! Mjölnir er stærsti bardagaíþróttaklúbbur Evrópu og eitt stærsta íþróttafélagið á Íslandi. Í Mjölni er vel á þriðja þúsund iðkendur. Mjölnir er staðsettur í Öskjuhlíðinni, hjarta borgarinnar. Mikil uppbyggingin er á svæðinu og margir möguleikar í boði. Félagið er rekið af frábæru fólki og eru þjálfararnir og keppnisfólkið mjög framarlega í sínum greinum! Ef þú hefur áhuga hafðu samband við jonvidar@isrmatrix.is og jon.thorvaldsson@gmail.com #mjolnirmma #ufc #mma #iceland #reykjavik #sports #martialarts #bjj #víkingaþrek #odinsbud #kickboxing #investment #conormcgregor #gunnarnelson A post shared by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Feb 16, 2020 at 11:52am PST MMA Reykjavík Tengdar fréttir „Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50 Mest lesið Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Tóku málin í eigin hendur eftir brotthvarf Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, einn stofnenda Mjölnis, leitar nú kaupanda að hlut sínum í íþróttafélaginu. Hann segist ganga sáttur frá borði, þrátt fyrir að hafa í raun sagt skilið við Mjölni eftir ólguna síðla árs 2017. Jón Viðar segist þó ekki ætla að segja skilið við sjálfsvarnarþjálfun, þvert á móti vonast hann til þess að salan á Mjölnishlutnum gefi honum færi á að einbeita sér enn frekar að öðrum sambærilegum verkefnum. Jón Viðar fer með 14,71 prósent hlut í félaginu Mjölni MMA ehf. og er þannig í hópi fimm stærstu eigenda. Hann var lengi formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu í ágúst 2017. Ákvörðun hans byggðist m.a. á ólíkri sýn hans á þær breytingar sem nýir hluthafar vildu ráðast í hjá félaginu. Til að mynda voru skiptar skoðanir um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu.Sjá einnig: „Við verðum alltaf vinir“Jón Viðar segir enda í samtali við Vísi að hann hafi haft litla aðkomu að starfi Mjölnis síðan haustið 2017. Hann hafi til að mynda aðeins sótt einn stjórnarfund hjá félaginu í fyrra. Það skýri að hluta ákvörðun hans um að selja hlut sinn nú. Meira máli skiptir þó að hann sé með fjölmörg önnur járn í eldinum sem hann vill einbeita sér að. Hann rekur til að mynda fyrirtækið ISR Matrix sem sérhæfir sig í sjálfsvörn og öryggistökum auk þess að standa að fjölmörgum námskeiðum, t.a.m. í áhættuleik. „Mig langar bara að gera mitt,“ segir Jón Viðar. Aðspurður um hvort hann merki einhver illindi í sinn garð hjá öðrum Mjölnismönnum eftir allt sem á undan er gengið segir Jón Viðar svo alls ekki vera. Hann hafi til að mynda komið við í Mjölnisaðstöðunni í Öskjuhlíð fyrir helgi og verið tekið með virktum. „Það voru bara allir að knúast,“ segir Jón Viðar. Hann gangi því sáttur frá Mjölniskaflanum í lífi sínu. View this post on Instagram 14.71% hlutur í Mjölni til sölu! Mjölnir er stærsti bardagaíþróttaklúbbur Evrópu og eitt stærsta íþróttafélagið á Íslandi. Í Mjölni er vel á þriðja þúsund iðkendur. Mjölnir er staðsettur í Öskjuhlíðinni, hjarta borgarinnar. Mikil uppbyggingin er á svæðinu og margir möguleikar í boði. Félagið er rekið af frábæru fólki og eru þjálfararnir og keppnisfólkið mjög framarlega í sínum greinum! Ef þú hefur áhuga hafðu samband við jonvidar@isrmatrix.is og jon.thorvaldsson@gmail.com #mjolnirmma #ufc #mma #iceland #reykjavik #sports #martialarts #bjj #víkingaþrek #odinsbud #kickboxing #investment #conormcgregor #gunnarnelson A post shared by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Feb 16, 2020 at 11:52am PST
MMA Reykjavík Tengdar fréttir „Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50 Mest lesið Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Tóku málin í eigin hendur eftir brotthvarf Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50