Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 14:58 Jón Viðar ásamt kærustu sinni Sólilju Baltasarsdóttur. Vísir/Stefán Karlsson Jón Viðar Arnþórsson, ein af aðalsprautunum í íþróttafélaginu Mjölni, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Jón var formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu. Það gerði hann fyrir stjórnarfund sem haldinn var á miðvikudaginn. Jón Viðar var ekki sáttur við ýmsar þær breytingar sem ráðist verður í með nýjum hluthöfum. Meðal hluthafa í félaginu Mjölni, sem stofnað var fyrir flutninga félagsins úr Loftkastalanum á Seljavegi og í Keiluhöllina, eru Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Stjórnin vildi að framkvæmdastjórinn Haraldur Nelson yrði ofar í skipuritinu en formaðurinn Jón Viðar. Jón Viðar var ekki sáttur við þá stefnu. Þá hafa verið uppi háværar óánægjuraddir innan félagsins með þá ákvörðun Jóns að ráða kærustu sína sem markaðsstjóra félagsins. Hafa nokkrir af þjálfurum og liðsmenn keppnisliðs Mjölnis yfirgefið félagið undanfarið meðal annars vegna stöðu mála. Niðurstaða fundarins á miðvikudag var sú að Haraldur verður áfram framkvæmdastjóri félagsins en Jón Viðar dregur sig í hlé. Í færslu á Facebook segir Jón Viðar að hann muni þó áfram starfa í stjórn félagsins - „en meira svona utanfrá“ eins og hann orðar það. Þá muni hann stíga „frá kennslu og daglegum rekstri í smá tíma.“ Hann segir þetta ekki hafa verið auðvelda ákvörðun en hann sé þó ekki horfinn. Ætli „einungis í smá dvala.“ Hann muni í millitíðinni einbeita sér að fjölskyldu og vinum ásamt því að vinna að uppbyggingu annars fyrirtækis sem hann á, ISR - Öryggistök og Neyðarvörn. Færslu hans má sjá hér að neðan. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná á Jón Viðar og aðra stjórnarmeðlimi Mjölnis síðustu daga en án árangurs. Upphaflega var sagt að ágreiningur hafi verið uppi á milli Jóns og annarra stjórnarmeðlima um ráðningu faglegs framkvæmdastjóra. Það orðalag var ekki nógu skýrt en ágreiningur snerist samkvæmt heimildum Vísis meðal annars um að framkvæmdastjórinn yrði ofar formanni í skipuritinu. Viðtal við Harald má finna hér.Frétt síðast uppfærð klukkan 18:38. Tengdar fréttir Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, ein af aðalsprautunum í íþróttafélaginu Mjölni, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Jón var formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu. Það gerði hann fyrir stjórnarfund sem haldinn var á miðvikudaginn. Jón Viðar var ekki sáttur við ýmsar þær breytingar sem ráðist verður í með nýjum hluthöfum. Meðal hluthafa í félaginu Mjölni, sem stofnað var fyrir flutninga félagsins úr Loftkastalanum á Seljavegi og í Keiluhöllina, eru Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Stjórnin vildi að framkvæmdastjórinn Haraldur Nelson yrði ofar í skipuritinu en formaðurinn Jón Viðar. Jón Viðar var ekki sáttur við þá stefnu. Þá hafa verið uppi háværar óánægjuraddir innan félagsins með þá ákvörðun Jóns að ráða kærustu sína sem markaðsstjóra félagsins. Hafa nokkrir af þjálfurum og liðsmenn keppnisliðs Mjölnis yfirgefið félagið undanfarið meðal annars vegna stöðu mála. Niðurstaða fundarins á miðvikudag var sú að Haraldur verður áfram framkvæmdastjóri félagsins en Jón Viðar dregur sig í hlé. Í færslu á Facebook segir Jón Viðar að hann muni þó áfram starfa í stjórn félagsins - „en meira svona utanfrá“ eins og hann orðar það. Þá muni hann stíga „frá kennslu og daglegum rekstri í smá tíma.“ Hann segir þetta ekki hafa verið auðvelda ákvörðun en hann sé þó ekki horfinn. Ætli „einungis í smá dvala.“ Hann muni í millitíðinni einbeita sér að fjölskyldu og vinum ásamt því að vinna að uppbyggingu annars fyrirtækis sem hann á, ISR - Öryggistök og Neyðarvörn. Færslu hans má sjá hér að neðan. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná á Jón Viðar og aðra stjórnarmeðlimi Mjölnis síðustu daga en án árangurs. Upphaflega var sagt að ágreiningur hafi verið uppi á milli Jóns og annarra stjórnarmeðlima um ráðningu faglegs framkvæmdastjóra. Það orðalag var ekki nógu skýrt en ágreiningur snerist samkvæmt heimildum Vísis meðal annars um að framkvæmdastjórinn yrði ofar formanni í skipuritinu. Viðtal við Harald má finna hér.Frétt síðast uppfærð klukkan 18:38.
Tengdar fréttir Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07
Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55