Gerrard mjög áhugasamur um það hvort enska úrvalsdeildin refsar Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 11:00 Steven Gerrard gerði slæm mistök á úrslitastundu þegar Liverpool missti af Englandsmeistaratitlinum vorið 2014. Getty/Tom Jenkins Steven Gerrard varð aldrei enskur meistari með Liverpool en gæti það breyst þótt að hann sé löngu hættur að spila? Sky Sports spurði Steven Gerrard út í fréttirnar um að Manchester City gæti mögulega misst enska meistaratitil sinn frá 2014. Steven Gerrard var fyrirliði Liverpool liðsins sem endaði tveimur stigum á eftir Manchester City á 2013-14 tímabilinu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota félagsins á rekstrarreglum fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016. Manchester City gæti misst enska meistaratitilinn frá 2014 ákveði enska úrvalsdeildin að refsa félaginu fyrir þessu sömu brot. „Ég las þetta sjálfur í morgun. Við bíðum bara og sjáum til. Þetta er mjög hörð og grimm refsing hjá UEFA. Ég er viss um að þeir muni áfrýja þessu og við þurfum að bíða eftir því hvað kemur út úr því,“ sagði Steven Gerrard sem er núna knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi. „Í framhaldinu verður að koma í ljós hvort enska úrvalsdeildin ætli að aðhafast eitthvað. En ef við skoðum hversu hörð refsing UEFA er þá er ljóst að eitthvað hefur verið mikið rangt í gangi,“ sagði Gerrard. „Ég er mjög áhugasamur að sjá hvað kemur út úr því. Þangað til að við sjáum refsinguna hjá ensku úrvalsdeildinni þá mun ég ekki tjá mig frekar um þetta mál. Ég er samt virkilega áhugasamur af skiljanlegum ástæðum,“ sagði Steven Gerrard. „Það er alltaf hægt að segja ef eða hefði. Manchester City varð meistari. Ég get bara óskað þeim til hamingju. Þeir eru meistararnir. Þangað til að það breytist þá er þetta bara ef og hefði,“ sagði Gerrard. „Ég hef ekkert meira um þetta að segja. Það sem ég get sagt er að ég er mjög áhugasamur vegna alvarleika ásakana UEFA,“ sagði Gerrard. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Steven Gerrard varð aldrei enskur meistari með Liverpool en gæti það breyst þótt að hann sé löngu hættur að spila? Sky Sports spurði Steven Gerrard út í fréttirnar um að Manchester City gæti mögulega misst enska meistaratitil sinn frá 2014. Steven Gerrard var fyrirliði Liverpool liðsins sem endaði tveimur stigum á eftir Manchester City á 2013-14 tímabilinu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota félagsins á rekstrarreglum fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016. Manchester City gæti misst enska meistaratitilinn frá 2014 ákveði enska úrvalsdeildin að refsa félaginu fyrir þessu sömu brot. „Ég las þetta sjálfur í morgun. Við bíðum bara og sjáum til. Þetta er mjög hörð og grimm refsing hjá UEFA. Ég er viss um að þeir muni áfrýja þessu og við þurfum að bíða eftir því hvað kemur út úr því,“ sagði Steven Gerrard sem er núna knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi. „Í framhaldinu verður að koma í ljós hvort enska úrvalsdeildin ætli að aðhafast eitthvað. En ef við skoðum hversu hörð refsing UEFA er þá er ljóst að eitthvað hefur verið mikið rangt í gangi,“ sagði Gerrard. „Ég er mjög áhugasamur að sjá hvað kemur út úr því. Þangað til að við sjáum refsinguna hjá ensku úrvalsdeildinni þá mun ég ekki tjá mig frekar um þetta mál. Ég er samt virkilega áhugasamur af skiljanlegum ástæðum,“ sagði Steven Gerrard. „Það er alltaf hægt að segja ef eða hefði. Manchester City varð meistari. Ég get bara óskað þeim til hamingju. Þeir eru meistararnir. Þangað til að það breytist þá er þetta bara ef og hefði,“ sagði Gerrard. „Ég hef ekkert meira um þetta að segja. Það sem ég get sagt er að ég er mjög áhugasamur vegna alvarleika ásakana UEFA,“ sagði Gerrard.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30
Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30
Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30
Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00
Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37