Mourinho segir að mögulegt bann Man City hafi engin áhrif á Tottenham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 20:45 Mourinho í leik Tottenham og Aston Villa í gær. Vísir/Getty José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir að mögulegt bann Manchester City frá Meistaradeild Evrópu muni ekki hafa áhrif á hugarfar Tottenham liðsins. Þetta kom fram á Sky Sports fyrr í dag. Tottenham vann Aston Villa á útivelli í gær þökk sé sigurmarki Son Heung-Min í uppbótartíma leiksins. Mourinho sagði eftir leik að hvað sem gerist hjá Manchester City þá verði Tottenham að halda áfram baráttunni um 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Standi bannið, og City endar í efstu fjórum sætum deildarinnar, þá mun 5. sætið gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Tottenham er sem stendur í 5. sæti deildarinnar. Aðspurður út í mögulegt bann City þá gantaðist Mourinho með það að hann væri helst til í að sjá það hafa áhrif á stigafjölda Manchester City á leiktíðinni 2017/2018. En það sama tímabil endaði Manchester United, undir stjórn Mourinho, í 2. sæti deildarinnar.„Ég er ekki að hugsa um 4. eða 5. sætið. Ég er að einbeita mér að því að ná því besta út úr mínu liði, ná í eins mörg stig og við getum til að enda í sem bestri stöðu,“ sagði Mourinho um málið. „Þegar tímabilinu lýkur þá sjáum við hvar við erum, kannski endum við í 6. eða 7. sæti og þá skiptir engu máli ef 5. sætið gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Þangað til endanlega hefur verið dæmt í málinu þá eiga Manchester City að fá að njóta vafans,“ sagði Mourinho að lokum en félagið hefur áfrýjað ákvörðun UEFA. Enski boltinn Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Son sendi Tottenham upp í 5. sæti í blálokin Son Heung-min tryggði Tottenham þrjú dýrmæt stig í dag þegar liðið vann 3-2 sigur á Aston Villa í Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 16. febrúar 2020 15:45 Loksins kom sigur hjá Arsenal Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Newcastle United í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. 16. febrúar 2020 18:30 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Sjá meira
José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir að mögulegt bann Manchester City frá Meistaradeild Evrópu muni ekki hafa áhrif á hugarfar Tottenham liðsins. Þetta kom fram á Sky Sports fyrr í dag. Tottenham vann Aston Villa á útivelli í gær þökk sé sigurmarki Son Heung-Min í uppbótartíma leiksins. Mourinho sagði eftir leik að hvað sem gerist hjá Manchester City þá verði Tottenham að halda áfram baráttunni um 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Standi bannið, og City endar í efstu fjórum sætum deildarinnar, þá mun 5. sætið gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Tottenham er sem stendur í 5. sæti deildarinnar. Aðspurður út í mögulegt bann City þá gantaðist Mourinho með það að hann væri helst til í að sjá það hafa áhrif á stigafjölda Manchester City á leiktíðinni 2017/2018. En það sama tímabil endaði Manchester United, undir stjórn Mourinho, í 2. sæti deildarinnar.„Ég er ekki að hugsa um 4. eða 5. sætið. Ég er að einbeita mér að því að ná því besta út úr mínu liði, ná í eins mörg stig og við getum til að enda í sem bestri stöðu,“ sagði Mourinho um málið. „Þegar tímabilinu lýkur þá sjáum við hvar við erum, kannski endum við í 6. eða 7. sæti og þá skiptir engu máli ef 5. sætið gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Þangað til endanlega hefur verið dæmt í málinu þá eiga Manchester City að fá að njóta vafans,“ sagði Mourinho að lokum en félagið hefur áfrýjað ákvörðun UEFA.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Son sendi Tottenham upp í 5. sæti í blálokin Son Heung-min tryggði Tottenham þrjú dýrmæt stig í dag þegar liðið vann 3-2 sigur á Aston Villa í Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 16. febrúar 2020 15:45 Loksins kom sigur hjá Arsenal Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Newcastle United í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. 16. febrúar 2020 18:30 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Sjá meira
Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30
Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30
Son sendi Tottenham upp í 5. sæti í blálokin Son Heung-min tryggði Tottenham þrjú dýrmæt stig í dag þegar liðið vann 3-2 sigur á Aston Villa í Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 16. febrúar 2020 15:45
Loksins kom sigur hjá Arsenal Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Newcastle United í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. 16. febrúar 2020 18:30
Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37