Öllum leikjum dagsins lauk með fimm marka sigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 17:30 Felix Örn skoraði tvívegis fyrir ÍBV í dag. Vísir/Bára Þrír leikir fóru fram í Lenbjubikar karla í dag, lauk þeim öllum með 5-0 sigrum. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag þá unnu Valsmenn öruggan 5-0 sigur á Vestra. Víkingur Reykjavík og ÍBV gerðu svo slíkt hið sama. Magni og Víkingur mættust í Boganum á Akureyri í riðli 2 A-deildar Lengjubikarsins. Lærisveinar Arnar Gunnlaugssonar unnu þar öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Síðustu tvö mörk leiksins komu á síðustu tíu mínútunum. Markaskorara vantar því miður. Víkingar tylla sér þar með á topp riðilsins sem inniheldur einnig Fram, KA, Fylki og Keflavík. Magni sitja svo á botninum eftir útreið dagsins. Víkingar leika í Pepsi Max deildinni á komandi leiktíð á meðan Magni leikur í næst efstu deild. Á Eimskipsvellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar, mættust ÍBV og Víkingur Ólafsvík en þau leika bæði í næst efstu deild næsta sumar. Fór það svo að ÍBV vann öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Víðir Þorvaðarson skoraði á 18. mínútu leiksins og áður en flautað hafði verið til hálfleiks höfðu þeir Eyþór Orri Ómarsson og Felix Örn Friðriksson bætt við mörkum fyrir þá hvítklæddu. Í síðari hálfleik bætti Felix Örn við öðru marki sínu og fjórða marki ÍBV áður en Róbert Aron Eysteinsson gulltryggði sigurinn. ÍBV og Valur deila toppsætinu í riðli 4 A-deildar á meðan Víkingur Ó. er á botninum ásamt Vestra en Stjarnan og Fjölnir eru einnig í riðlinum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lengjubikarinn: Valur með stórsigur | Keflavík marði Fram Lengjubikarinn fór af stað í dag. Þrír leikir fóru fram nú seinni partinn en Valur vann Þór/KA 4-0 á Akureyri. Karlamegin vann Keflavík 2-1 sigur á Fram á meðan KA og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli. 15. febrúar 2020 19:45 Almarr skoraði með alvöru þrumufleyg Almarr Ormarsson skoraði sannkallað draumamark fyrir KA þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fylki í Lengjubikarnum í fótbolta í gær. 16. febrúar 2020 14:13 Valsmenn völtuðu yfir Vestra Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur vann 5-0 sigur á Vestra í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta á Hlíðarenda í dag. 16. febrúar 2020 13:05 Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1. 15. febrúar 2020 13:48 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Lenbjubikar karla í dag, lauk þeim öllum með 5-0 sigrum. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag þá unnu Valsmenn öruggan 5-0 sigur á Vestra. Víkingur Reykjavík og ÍBV gerðu svo slíkt hið sama. Magni og Víkingur mættust í Boganum á Akureyri í riðli 2 A-deildar Lengjubikarsins. Lærisveinar Arnar Gunnlaugssonar unnu þar öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Síðustu tvö mörk leiksins komu á síðustu tíu mínútunum. Markaskorara vantar því miður. Víkingar tylla sér þar með á topp riðilsins sem inniheldur einnig Fram, KA, Fylki og Keflavík. Magni sitja svo á botninum eftir útreið dagsins. Víkingar leika í Pepsi Max deildinni á komandi leiktíð á meðan Magni leikur í næst efstu deild. Á Eimskipsvellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar, mættust ÍBV og Víkingur Ólafsvík en þau leika bæði í næst efstu deild næsta sumar. Fór það svo að ÍBV vann öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Víðir Þorvaðarson skoraði á 18. mínútu leiksins og áður en flautað hafði verið til hálfleiks höfðu þeir Eyþór Orri Ómarsson og Felix Örn Friðriksson bætt við mörkum fyrir þá hvítklæddu. Í síðari hálfleik bætti Felix Örn við öðru marki sínu og fjórða marki ÍBV áður en Róbert Aron Eysteinsson gulltryggði sigurinn. ÍBV og Valur deila toppsætinu í riðli 4 A-deildar á meðan Víkingur Ó. er á botninum ásamt Vestra en Stjarnan og Fjölnir eru einnig í riðlinum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lengjubikarinn: Valur með stórsigur | Keflavík marði Fram Lengjubikarinn fór af stað í dag. Þrír leikir fóru fram nú seinni partinn en Valur vann Þór/KA 4-0 á Akureyri. Karlamegin vann Keflavík 2-1 sigur á Fram á meðan KA og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli. 15. febrúar 2020 19:45 Almarr skoraði með alvöru þrumufleyg Almarr Ormarsson skoraði sannkallað draumamark fyrir KA þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fylki í Lengjubikarnum í fótbolta í gær. 16. febrúar 2020 14:13 Valsmenn völtuðu yfir Vestra Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur vann 5-0 sigur á Vestra í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta á Hlíðarenda í dag. 16. febrúar 2020 13:05 Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1. 15. febrúar 2020 13:48 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Lengjubikarinn: Valur með stórsigur | Keflavík marði Fram Lengjubikarinn fór af stað í dag. Þrír leikir fóru fram nú seinni partinn en Valur vann Þór/KA 4-0 á Akureyri. Karlamegin vann Keflavík 2-1 sigur á Fram á meðan KA og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli. 15. febrúar 2020 19:45
Almarr skoraði með alvöru þrumufleyg Almarr Ormarsson skoraði sannkallað draumamark fyrir KA þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fylki í Lengjubikarnum í fótbolta í gær. 16. febrúar 2020 14:13
Valsmenn völtuðu yfir Vestra Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur vann 5-0 sigur á Vestra í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta á Hlíðarenda í dag. 16. febrúar 2020 13:05
Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1. 15. febrúar 2020 13:48