Óvissa með framtíðarheimili mæðgnanna í Garði Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. febrúar 2020 21:30 Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsinu sem sést hér til hægri á mynd. Baldur/Jóhann Issi Hallgrímsson Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. Mæðgurnar standa eftir heimilislausar en segja alla að vilja gerðir að hjálpa. Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í einbýlishúsi að Gerðavegi 2. Ingibjörg hafði sofið illa sökum óveðursins. Hún hafði náð nokkurra tíma svefn þegar dóttir hennar vakti hana klukkan 10 í morgun. „Ég sé bara flæða inn um útidyrnar niðri og ég, dálítið vitlaus, opna og það flæðir inn. Ég næ að loka og það byrjar bara að flæða mjög hratt inn. Það er bara að ná í símann, fara í skó, finna einhverjar buxur og hlaupa upp því ég stóð í vatni í raun upp á miðja kálfa. Þegar ég átta mig á þessu hringi ég strax í slökkvilið og bið um dælubíl. Ég var ekki búin að kíkja út, ég vissi ekki að ég væri í miðju hafi.“ Björgunarsveitin í Garði segir þrjú til fjögur hús hafa orðið fyrir þessu flóði. Húsið hennar Ingibjargar var það eina sem þurfti að yfirgefa. Hún segir öldurnar sem gengu á land hafa náð þriggja til fjögurra metra hæð. Komið þið til með að búa þarna aftur? „Maður bara vonar það besta. Þetta er örugglega ónýtt allt þarna niðri. En það er líka spurning um hvenær fjarar frá þannig að sé hægt að gera eitthvað. Hvenær verður hægt að tæma og hvenær verður hægt að dæla. Þannig að nú er bara að sitja og bíða.“ Ingibjörg segir algjöra óvissu ríkja um það hvar mæðgurnar munu halda heimili næstu vikurnar. „Allir náttúrulega búnir að hringja og bjóða okkur allt. Koma og gista, fá föt. Ég er bara í fötunum sem ég er í og það væsir ekkert um okkur núna. En þetta er heimilið okkar þannig að það er búinn að vera dálítill taugatitringur, sérstaklega hjá barninu.“ Hún hrósar björgunarsveitarmönnunum sem björguðu þeim og köttunum þeirra fjórum. „Það var ekkert vesen, það var bara ekkert nema lausnir. Rólegheit og engin læti. Þeir voru að vaða þarna með kisurnar í boxi og ekkert mál. Við vorum í öruggum höndum.“ Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Tengdar fréttir Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. Mæðgurnar standa eftir heimilislausar en segja alla að vilja gerðir að hjálpa. Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í einbýlishúsi að Gerðavegi 2. Ingibjörg hafði sofið illa sökum óveðursins. Hún hafði náð nokkurra tíma svefn þegar dóttir hennar vakti hana klukkan 10 í morgun. „Ég sé bara flæða inn um útidyrnar niðri og ég, dálítið vitlaus, opna og það flæðir inn. Ég næ að loka og það byrjar bara að flæða mjög hratt inn. Það er bara að ná í símann, fara í skó, finna einhverjar buxur og hlaupa upp því ég stóð í vatni í raun upp á miðja kálfa. Þegar ég átta mig á þessu hringi ég strax í slökkvilið og bið um dælubíl. Ég var ekki búin að kíkja út, ég vissi ekki að ég væri í miðju hafi.“ Björgunarsveitin í Garði segir þrjú til fjögur hús hafa orðið fyrir þessu flóði. Húsið hennar Ingibjargar var það eina sem þurfti að yfirgefa. Hún segir öldurnar sem gengu á land hafa náð þriggja til fjögurra metra hæð. Komið þið til með að búa þarna aftur? „Maður bara vonar það besta. Þetta er örugglega ónýtt allt þarna niðri. En það er líka spurning um hvenær fjarar frá þannig að sé hægt að gera eitthvað. Hvenær verður hægt að tæma og hvenær verður hægt að dæla. Þannig að nú er bara að sitja og bíða.“ Ingibjörg segir algjöra óvissu ríkja um það hvar mæðgurnar munu halda heimili næstu vikurnar. „Allir náttúrulega búnir að hringja og bjóða okkur allt. Koma og gista, fá föt. Ég er bara í fötunum sem ég er í og það væsir ekkert um okkur núna. En þetta er heimilið okkar þannig að það er búinn að vera dálítill taugatitringur, sérstaklega hjá barninu.“ Hún hrósar björgunarsveitarmönnunum sem björguðu þeim og köttunum þeirra fjórum. „Það var ekkert vesen, það var bara ekkert nema lausnir. Rólegheit og engin læti. Þeir voru að vaða þarna með kisurnar í boxi og ekkert mál. Við vorum í öruggum höndum.“
Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Tengdar fréttir Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08