Zidane tók sjálfu með manni sem hann keyrði aftan á Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2020 23:30 Ökuþórinn Zinedine Zidane. vísir/getty Spænskur maður tók mynd af sér með Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid, skömmu eftir að Frakkinn keyrði aftan á bifreið hans um síðustu helgi. Þegar Zidane var á leið á æfingasvæði Real Madrid á sunnudaginn keyrði hann aftan á bíl við hringtorg hjá Valdebebas í Madríd. Ökumaðurinn í bílnum sem Zidane keyrði á var Ignacio Fernandez, eigandi húsgagnaverslunar. Honum virtist vera slétt sama um aftanákeyrsluna því hann fékk mynd af sér með Zidane. „Ég kannaðist strax við hann og ég sá hann. Ég sagði að það hefði verið skemmtilegra að hittast undir öðrum kringumstæðum en þetta væri ekki of slæmt,“ sagði Fernandez við La Voz de Galicia. „Ég spurði hvort ég mætti taka mynd af mér með honum því annars myndi fólk ekki trúa mér þegar ég segði að Zidane hefði keyrt aftan á mig. Hann var kurteis og svaraði játandi. Hann var hins vegar ekki tilbúinn leysa málið með því að skiptast á bílum.“ Zidane hits a man's car with his car in Valdebebas and they end up taking a selfie. [Marca] pic.twitter.com/5Sceo29csb— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Umboðsmaður Zidanes hringdi seinna í Fernandez og sagði að Frakkinn hefði verið þakklátur hvernig hann tók á málinu. Hann hafi verið á hraðferð og hafi verið feginn að losna við bón um miða á leik eða eiginhandaráritun. Fernandez sagðist ekki hafa verið að falast eftir neinu slíku enda hafi hann takmarkaðan áhuga á fótbolta. Strákarnir hans Zidanes í Real Madrid eru með þriggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur þeirra er gegn Celta Vigo á sunnudaginn. Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Spænskur maður tók mynd af sér með Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid, skömmu eftir að Frakkinn keyrði aftan á bifreið hans um síðustu helgi. Þegar Zidane var á leið á æfingasvæði Real Madrid á sunnudaginn keyrði hann aftan á bíl við hringtorg hjá Valdebebas í Madríd. Ökumaðurinn í bílnum sem Zidane keyrði á var Ignacio Fernandez, eigandi húsgagnaverslunar. Honum virtist vera slétt sama um aftanákeyrsluna því hann fékk mynd af sér með Zidane. „Ég kannaðist strax við hann og ég sá hann. Ég sagði að það hefði verið skemmtilegra að hittast undir öðrum kringumstæðum en þetta væri ekki of slæmt,“ sagði Fernandez við La Voz de Galicia. „Ég spurði hvort ég mætti taka mynd af mér með honum því annars myndi fólk ekki trúa mér þegar ég segði að Zidane hefði keyrt aftan á mig. Hann var kurteis og svaraði játandi. Hann var hins vegar ekki tilbúinn leysa málið með því að skiptast á bílum.“ Zidane hits a man's car with his car in Valdebebas and they end up taking a selfie. [Marca] pic.twitter.com/5Sceo29csb— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Umboðsmaður Zidanes hringdi seinna í Fernandez og sagði að Frakkinn hefði verið þakklátur hvernig hann tók á málinu. Hann hafi verið á hraðferð og hafi verið feginn að losna við bón um miða á leik eða eiginhandaráritun. Fernandez sagðist ekki hafa verið að falast eftir neinu slíku enda hafi hann takmarkaðan áhuga á fótbolta. Strákarnir hans Zidanes í Real Madrid eru með þriggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur þeirra er gegn Celta Vigo á sunnudaginn.
Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira