Guðrún: Stolt af liðinu - Var ekki svona róleg sem leikmaður Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 13. febrúar 2020 23:26 Guðrún Ósk Ámundadóttir stýrir Skallagrími í bikarúrslitaleik á laugardaginn. Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir sigurinn á Haukum í Geysisbikarnum í körfubolta og sagði tilfinninguna sem hún upplifði gífurlega sæta. Hún nefndi strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum. „Þetta er ný sjón hjá mér. Þetta er fyrsta árið mitt sem þjálfari og ég spilaði nokkrum sinnum hér í Laugardalshöll sem leikmaður. Þetta er aðeins erfiðara sem þjálfari en ég reyni að undirbúa mig vel og ég treysti öllu mínu liði 100%. Ég var ekki svona róleg sem leikmaður sjálf en maður reynir að halda ró því stelpurnar finna það ef ég verð æst." „Körfubolti er leikur áhlaupa og ég vissi að þrátt fyrir að þær myndu ná slíkum. Aðalatriðið var að standa þau af sér og koma sterkari til baka. Ég ræddi svo undir lokin við mína leikmenn að sækja á körfuna og það gekk glimrandi vel," sagði Guðrún aðspur út í þróun leiksins. Eftir þrjá leikhluta hafði Skallagríms-liðið einungis tapað þremur boltum. Hvernig útskýrir Guðrún það? „Ég er með mjög góðan leikstjórnanda (Keiru) sem passar boltann mjög vel. Liðið treystir á hana og hún stýrir sóknarleiknum. Það má þakka henni fyrir að passa svona vel upp á boltann." Hvað þurfa stelpurnar hennar Guðrúnar að gera til að vera klárar í leikinn gegn KR á laugardag? „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina og passa að þær nái góðri endurheimt. Undirbúningur fyrir leikinn gegn KR hefst á morgun og við þurfum að passa upp á að borða vel og sofa vel. Svo kemur adrenalínið og hjálpar okkur á laugardag." Skallagrímur spilar ekki á mörgum leikmönnum, sex leikmenn léku meira en fimm mínútur í kvöld. Er það eitthvað sem Guðrún hefur áhyggjur af? „Nei alls ekki. Í rauninni hefur þetta verið svona í allan vetur. Ég hef spilað á fáum leikmönnum í vetur en allar stelpurnar á bekknum eru tilbúnar ef kallið kemur." „Ég vil að lokum biðja alla um að mæta á leikinn á laugardaginn. Stuðningsmenn eru klárlega sjötti maðurinn og svo förum við öll saman á þorrablót um kvöldið." Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir sigurinn á Haukum í Geysisbikarnum í körfubolta og sagði tilfinninguna sem hún upplifði gífurlega sæta. Hún nefndi strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum. „Þetta er ný sjón hjá mér. Þetta er fyrsta árið mitt sem þjálfari og ég spilaði nokkrum sinnum hér í Laugardalshöll sem leikmaður. Þetta er aðeins erfiðara sem þjálfari en ég reyni að undirbúa mig vel og ég treysti öllu mínu liði 100%. Ég var ekki svona róleg sem leikmaður sjálf en maður reynir að halda ró því stelpurnar finna það ef ég verð æst." „Körfubolti er leikur áhlaupa og ég vissi að þrátt fyrir að þær myndu ná slíkum. Aðalatriðið var að standa þau af sér og koma sterkari til baka. Ég ræddi svo undir lokin við mína leikmenn að sækja á körfuna og það gekk glimrandi vel," sagði Guðrún aðspur út í þróun leiksins. Eftir þrjá leikhluta hafði Skallagríms-liðið einungis tapað þremur boltum. Hvernig útskýrir Guðrún það? „Ég er með mjög góðan leikstjórnanda (Keiru) sem passar boltann mjög vel. Liðið treystir á hana og hún stýrir sóknarleiknum. Það má þakka henni fyrir að passa svona vel upp á boltann." Hvað þurfa stelpurnar hennar Guðrúnar að gera til að vera klárar í leikinn gegn KR á laugardag? „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina og passa að þær nái góðri endurheimt. Undirbúningur fyrir leikinn gegn KR hefst á morgun og við þurfum að passa upp á að borða vel og sofa vel. Svo kemur adrenalínið og hjálpar okkur á laugardag." Skallagrímur spilar ekki á mörgum leikmönnum, sex leikmenn léku meira en fimm mínútur í kvöld. Er það eitthvað sem Guðrún hefur áhyggjur af? „Nei alls ekki. Í rauninni hefur þetta verið svona í allan vetur. Ég hef spilað á fáum leikmönnum í vetur en allar stelpurnar á bekknum eru tilbúnar ef kallið kemur." „Ég vil að lokum biðja alla um að mæta á leikinn á laugardaginn. Stuðningsmenn eru klárlega sjötti maðurinn og svo förum við öll saman á þorrablót um kvöldið."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira