Hæstaréttardómari fær að áfrýja til Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2020 21:30 Þrír lykilstarfsmenn Landsbankans fyrir hrun hlutu fangelsisdóma í Hæstarétti árið 2016 fyrir markaðsmisnotkun. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli hans gegn Jóni Steindari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011. Jón Steinar var sýknaður, bæði í héraðsdómi og í Landsrétti, en Benedikt sendi inn málskotsbeiðni til Hæstaréttar þar sem hann fór fram á leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar. Í málskotsbeiðninni kemur fram að Benedikt telji að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi, meðal annars sökum þess að það varði mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins sem séu stjórnarskrárvarin réttindi. Málið var höfðað á hendur Jóni Steinar Gunnlaugssyni, lögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara.Vísir/Vilhelm Þá hafi það sérstaka þýðingu að ummælin hafi beinst að dómstörfum Benedikts og að gagnaðilinn, Jón Steinar, sé fyrrverandi hæstaréttardómari og starfandi lögmaður. Ekki hafi áður reynt á sambærilegt ágreiningsefni fyrir Hæstarétti. Auk þess telur Benedikt meðal annars að málsmeðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant vegna bréfaskipta og símtala Jóns Steinars við forseta Landsréttar, dómsformann málsins og skrifstofustjóra réttarins um skipun dómsins.Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í máli þessu myndi hafa almennt gildi um álitaefni varðandi frelsi lögmanna og annarra sérfróðra aðila sem gegna ábyrgðarhlutverki innan réttarvörslukerfisins, til að tjá sig opinberlga um embættisverk dómara. Því geti úrlausn málisins haft verulegt gildi umfram úrlausnir sem áður hafi gengið. Var áfrýjunarbeiðnin því tekin til greina. Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jón Steinar segir Hæstaréttardómara standa og sitja eins og Markúsi Sigurbjörnssyni þóknast. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli hans gegn Jóni Steindari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011. Jón Steinar var sýknaður, bæði í héraðsdómi og í Landsrétti, en Benedikt sendi inn málskotsbeiðni til Hæstaréttar þar sem hann fór fram á leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar. Í málskotsbeiðninni kemur fram að Benedikt telji að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi, meðal annars sökum þess að það varði mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins sem séu stjórnarskrárvarin réttindi. Málið var höfðað á hendur Jóni Steinar Gunnlaugssyni, lögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara.Vísir/Vilhelm Þá hafi það sérstaka þýðingu að ummælin hafi beinst að dómstörfum Benedikts og að gagnaðilinn, Jón Steinar, sé fyrrverandi hæstaréttardómari og starfandi lögmaður. Ekki hafi áður reynt á sambærilegt ágreiningsefni fyrir Hæstarétti. Auk þess telur Benedikt meðal annars að málsmeðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant vegna bréfaskipta og símtala Jóns Steinars við forseta Landsréttar, dómsformann málsins og skrifstofustjóra réttarins um skipun dómsins.Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í máli þessu myndi hafa almennt gildi um álitaefni varðandi frelsi lögmanna og annarra sérfróðra aðila sem gegna ábyrgðarhlutverki innan réttarvörslukerfisins, til að tjá sig opinberlga um embættisverk dómara. Því geti úrlausn málisins haft verulegt gildi umfram úrlausnir sem áður hafi gengið. Var áfrýjunarbeiðnin því tekin til greina.
Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jón Steinar segir Hæstaréttardómara standa og sitja eins og Markúsi Sigurbjörnssyni þóknast. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30
Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jón Steinar segir Hæstaréttardómara standa og sitja eins og Markúsi Sigurbjörnssyni þóknast. 2. október 2019 09:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?