Rory McIlroy, Justin Thomas, Jon Rahm og Tiger Woods eru meðal þeirra sem þykja sigurstranglegastir á The Genesis Invitational mótinu sem sýnt verður á Stöð 2 Golf.
Golfið verður í aðalhlutverki á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Sigurvegarinn á mótinu í Kaliforníu fær andvirði rúmlega 210 milljóna króna í sinn vasa og ljóst er að margir gera tilkall til sigursins.
Eftir miðnætti heldur svo Opna ástralska mótið áfram á LPGA-mótaröðinni en það hófst í nótt.
Beinar útsendingar dagsins:
19.00 The Genesis Invitational, Stöð 2 Golf
02.00 ISPS Handa Women's Australian Open, Stöð 2 Golf
