Brotlending þotu Icelandair núna skilgreind sem flugslys Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2020 20:00 Ragnar Guðmundsson stýrir rannsókninni hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Brotlending farþegaþotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku þykir það alvarleg að hún hefur núna verið skilgreind sem flugslys. Mildi þykir að flugmönnunum skyldi takast að halda vélinni á brautinni, eftir að hjólabúnaðurinn gaf sig. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. 160 farþegar og sex manna áhöfn voru um borð í Boeing 757-vélinni síðastliðinn föstudag þegar hjólabúnaðurinn hægramegin gaf sig í lendingu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur nú lokið vettvangsrannsókn og var vélin afhent Icelandair á ný í dag. Áhöld voru um hvort þetta flokkaðist sem alvarlegt flugatvik eða flugslys, samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu flugslysarannsakenda. „Af þeim skemmdum, sem erum búin að sjá á loftfarinu frá því að rannsókn hófst, þá sýnist okkur að þetta flokkist sem flugslys,“ segir Ragnar Guðmundsson, stjórnandi rannsóknarinnar. Frá Keflavíkurflugvelli á föstudag.@LEVERFLYER Á IG Á flugvellinum var rauðu hættustigi lýst yfir. „Þetta hefði náttúrlega geta orðið miklu alvarlegra, já. Til dæmis ef þeir hefðu misst flugvélina af flugbrautinni þar sem hún kom fyrst, - sem sagt þar sem lendingin átti sér stað.“ Mildi þykir að flugmönnunum skyldi takast, með brotinn hjólabúnað, að halda vélinni á brautinni. En má álykta að þeir hafi hugsanlega þannig afstýrt jafnvel stórslysi? „Það er kannski of fljótt að segja til um það. En ég ætla ekki að neita því,“ svarar Ragnar. Flugritar vélarinnar, svörtu kassarnir svokölluðu, eru varðveittir í húsakynnum rannsóknarnefndarinnar á Reykjavíkurflugvelli, en þeir verða sendir til Bretlands í næstu viku til greiningar. Frá stórskoðun Boeing 757-þotu í skýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Í tilviki vélarinnar sem brotlenti á föstudag var skoðunin gerð hjá fyrirtæki á vesturströnd Kanada.Mynd/Stöð 2. Ragnar staðfestir að tveir hlutir úr hjólastelli hafi fundist á öðrum stað en flugvélin staðnæmdist á og einnig að vélin var nýkomin úr stórskoðun í Kanada, svokallaðri C-skoðun, þar sem skipt var um lendingarbúnað. „Þeirri skoðun lauk þann 6. janúar síðastliðinn og síðan er búið að fljúga flugvélinni 63 flug.“ En þýðir þetta að rannsóknin beinist að því hvernig endurnýjun lendingarbúnaðarins var framkvæmd í Kanada? „Það er akkúrat eitt af því sem við erum að skoða,“ svarar Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Tengdar fréttir Skiptu nýlega um lendingarbúnað Vél Icelandair TF-FIA hafði flogið rúmlega sextíu ferðir eftir að skipt hafði verið um lendingarbúnaði í vélinni í lok síðasta árs 9. febrúar 2020 14:32 Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 „Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina. 8. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Brotlending farþegaþotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku þykir það alvarleg að hún hefur núna verið skilgreind sem flugslys. Mildi þykir að flugmönnunum skyldi takast að halda vélinni á brautinni, eftir að hjólabúnaðurinn gaf sig. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. 160 farþegar og sex manna áhöfn voru um borð í Boeing 757-vélinni síðastliðinn föstudag þegar hjólabúnaðurinn hægramegin gaf sig í lendingu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur nú lokið vettvangsrannsókn og var vélin afhent Icelandair á ný í dag. Áhöld voru um hvort þetta flokkaðist sem alvarlegt flugatvik eða flugslys, samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu flugslysarannsakenda. „Af þeim skemmdum, sem erum búin að sjá á loftfarinu frá því að rannsókn hófst, þá sýnist okkur að þetta flokkist sem flugslys,“ segir Ragnar Guðmundsson, stjórnandi rannsóknarinnar. Frá Keflavíkurflugvelli á föstudag.@LEVERFLYER Á IG Á flugvellinum var rauðu hættustigi lýst yfir. „Þetta hefði náttúrlega geta orðið miklu alvarlegra, já. Til dæmis ef þeir hefðu misst flugvélina af flugbrautinni þar sem hún kom fyrst, - sem sagt þar sem lendingin átti sér stað.“ Mildi þykir að flugmönnunum skyldi takast, með brotinn hjólabúnað, að halda vélinni á brautinni. En má álykta að þeir hafi hugsanlega þannig afstýrt jafnvel stórslysi? „Það er kannski of fljótt að segja til um það. En ég ætla ekki að neita því,“ svarar Ragnar. Flugritar vélarinnar, svörtu kassarnir svokölluðu, eru varðveittir í húsakynnum rannsóknarnefndarinnar á Reykjavíkurflugvelli, en þeir verða sendir til Bretlands í næstu viku til greiningar. Frá stórskoðun Boeing 757-þotu í skýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Í tilviki vélarinnar sem brotlenti á föstudag var skoðunin gerð hjá fyrirtæki á vesturströnd Kanada.Mynd/Stöð 2. Ragnar staðfestir að tveir hlutir úr hjólastelli hafi fundist á öðrum stað en flugvélin staðnæmdist á og einnig að vélin var nýkomin úr stórskoðun í Kanada, svokallaðri C-skoðun, þar sem skipt var um lendingarbúnað. „Þeirri skoðun lauk þann 6. janúar síðastliðinn og síðan er búið að fljúga flugvélinni 63 flug.“ En þýðir þetta að rannsóknin beinist að því hvernig endurnýjun lendingarbúnaðarins var framkvæmd í Kanada? „Það er akkúrat eitt af því sem við erum að skoða,“ svarar Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Tengdar fréttir Skiptu nýlega um lendingarbúnað Vél Icelandair TF-FIA hafði flogið rúmlega sextíu ferðir eftir að skipt hafði verið um lendingarbúnaði í vélinni í lok síðasta árs 9. febrúar 2020 14:32 Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 „Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina. 8. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Skiptu nýlega um lendingarbúnað Vél Icelandair TF-FIA hafði flogið rúmlega sextíu ferðir eftir að skipt hafði verið um lendingarbúnaði í vélinni í lok síðasta árs 9. febrúar 2020 14:32
Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52
„Lykilatriði að enginn slasaðist“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu. 7. febrúar 2020 18:57
Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00
Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina. 8. febrúar 2020 12:30