Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 18:21 Sætir og brúnir Íslendingar á Spáni. Íslendingafélagið á Gran Cancaria Tollverðir sem tóku á móti sendingu af þorramat nýstofnaðs Íslendingafélags á Kanaríeyjum förguðu pökkunum á flugvellinum vegna „óvenju slæmrar lyktar“, að sögn sölu- og markaðsstjóra DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi til Kanaríeyja. Greint var frá því í dag að matnum, sem átti að vera á boðstólnum á fyrsta þorrablóti Íslendingafélagsins í kvöld, hefði verið hent beint í ruslið við komu á flugvöllinn á Kanaríeyjum í hádeginu í gær. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, sagði í samtali við Vísi að eitthvað hefði „klikkað“ hjá flutningsaðilanum DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi. Þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna tollgæslan á flugvellinum hefði ákveðið að henda matnum. Öll hennar orka hefði farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu í gær. Niðurstaðan var að bjóða upp á kjötsúpu á þorrablótinu. COVID19-veiran og ólyktin voru banabitarnir Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. DHL flytji hundruð matvælasendinga frá Íslandi til útlanda á ári hverju án vandkvæða, einkum í kringum páska og jól. „Hins vegar er tímasetningin á flutningi matvæla á milli landa með hraðsendingu ekki ákjósanleg um þessar mundir vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar og eru hertar reglur sem gilda um innflutning matvæla í flestum löndum þessa dagana,“ segir Björn Viðar. „Umrædd sending var stöðvuð af tollayfirvöldum á Kanarí þar sem óvenju slæm lykt var af innihaldi pakkanna. Þegar í ljós kom að um matvæli var að ræða þá var ákveðið að farga sendingunni strax.“ Pappírar sem fylgdu með sendingunni hefðu ekki skipt neinu máli þar sem tollgæslan á Kanaríeyjum hefði þurft að fara eftir fyrirmælum frá stjórnvöldum, sem væru skýr um hvað skuli gera í tilfellum sem þessum. Þá segir hann þeim hjá DHL að sjálfsögðu þykja mjög leitt að sendingunni hafi verið fargað og hyggst fyrirtækið endurgreiða Íslendingafélaginu flutningskostnaðinn. „Að því sögðu þá er ánægjulegt að heyra að þau ætli að gera gott úr þessu og gera sér glaðan dag, eins og Íslendingum sæmir, þótt ekki verði hákarl eða hrútspungar á borðum að þessu sinni.“ Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Tollverðir sem tóku á móti sendingu af þorramat nýstofnaðs Íslendingafélags á Kanaríeyjum förguðu pökkunum á flugvellinum vegna „óvenju slæmrar lyktar“, að sögn sölu- og markaðsstjóra DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi til Kanaríeyja. Greint var frá því í dag að matnum, sem átti að vera á boðstólnum á fyrsta þorrablóti Íslendingafélagsins í kvöld, hefði verið hent beint í ruslið við komu á flugvöllinn á Kanaríeyjum í hádeginu í gær. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, sagði í samtali við Vísi að eitthvað hefði „klikkað“ hjá flutningsaðilanum DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi. Þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna tollgæslan á flugvellinum hefði ákveðið að henda matnum. Öll hennar orka hefði farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu í gær. Niðurstaðan var að bjóða upp á kjötsúpu á þorrablótinu. COVID19-veiran og ólyktin voru banabitarnir Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. DHL flytji hundruð matvælasendinga frá Íslandi til útlanda á ári hverju án vandkvæða, einkum í kringum páska og jól. „Hins vegar er tímasetningin á flutningi matvæla á milli landa með hraðsendingu ekki ákjósanleg um þessar mundir vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar og eru hertar reglur sem gilda um innflutning matvæla í flestum löndum þessa dagana,“ segir Björn Viðar. „Umrædd sending var stöðvuð af tollayfirvöldum á Kanarí þar sem óvenju slæm lykt var af innihaldi pakkanna. Þegar í ljós kom að um matvæli var að ræða þá var ákveðið að farga sendingunni strax.“ Pappírar sem fylgdu með sendingunni hefðu ekki skipt neinu máli þar sem tollgæslan á Kanaríeyjum hefði þurft að fara eftir fyrirmælum frá stjórnvöldum, sem væru skýr um hvað skuli gera í tilfellum sem þessum. Þá segir hann þeim hjá DHL að sjálfsögðu þykja mjög leitt að sendingunni hafi verið fargað og hyggst fyrirtækið endurgreiða Íslendingafélaginu flutningskostnaðinn. „Að því sögðu þá er ánægjulegt að heyra að þau ætli að gera gott úr þessu og gera sér glaðan dag, eins og Íslendingum sæmir, þótt ekki verði hákarl eða hrútspungar á borðum að þessu sinni.“
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu