Leiðtogi ítalskra hægriöfgamanna sviptur friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2020 16:41 Salvini var mikið niðri fyrir í öldungadeildinni í dag. Meirihluti þingmanna þar samþykkti að svipta hann friðhelgi. Vísir/EPA Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti að svipta Matteo Salvini, fyrrverandi varaforsætisráðherra og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, friðhelgi í dag. Saksóknarar geta nú ákært Salvini fyrir að hafa bannað hópi flóttamanna ólöglega að koma til lands í fyrra. Salvini er sakaður um að hafa meinað 116 flóttamönnum ólöglega um landgöngu á Sikiley og látið þá hýrast um borð í ítalska varðskipinu Gregoretti í hátt í viku þegar hann var innanríkisráðherra í júlí í fyrra. Það gerði Salvini til að þrýsta á Evrópusambandsríki að taka við fólkinu í staðinn. Saksóknarar hófu rannsókn á aðstæðum um borð í skipinu eftir fregnir um að aðeins eitt salerni væri um borð. Fólkinu var ekki hleypt í land fyrr en kaþólska kirkjan og nokkur ríki féllust á að annast um fólkið. Salvini hefur fullyrt að hann hafi bannað skipinu að leggjast við höfn með stuðningi þáverandi samstarfsflokks síns í ríkisstjórn, Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Saksóknarar telja hins vegar að Salvini hafi leikið einleik í málinu. Ekki hefur verið hægt að gefa út ákæru á hendur Salvini vegna málsins þar sem ítalskir þingmenn njóta friðhelgi gegn saksókn á meðan þeir sitja í embætti. Meirihluti öldungadeildar þingsins samþykkti að svipta Salvini friðhelginni í dag. Þingmenn Bandalagsins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sjálfur segist Salvini þó fagna því að verða dreginn fyrir dómstóla. Sagði hann öldungadeildinni að hann væri „stoltur“ af verkum sínum. „Og ég geri þetta aftur um leið og ég kemst aftur í ríkisstjórn,“ hótaði hann. Mark Lowen, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Róm, segir að ákæran á hendur Salvini gæti í kenningunni ógnað pólitískri framtíð hans. Ítalska réttarkerfið sé hins vegar þungt í vöfum. Fullnýti Salvini áfrýjunarrétt sinn verði hann sakfelldur gæti málið gegn honum dregist í fleiri ár. Ítalía Tengdar fréttir Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti að svipta Matteo Salvini, fyrrverandi varaforsætisráðherra og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, friðhelgi í dag. Saksóknarar geta nú ákært Salvini fyrir að hafa bannað hópi flóttamanna ólöglega að koma til lands í fyrra. Salvini er sakaður um að hafa meinað 116 flóttamönnum ólöglega um landgöngu á Sikiley og látið þá hýrast um borð í ítalska varðskipinu Gregoretti í hátt í viku þegar hann var innanríkisráðherra í júlí í fyrra. Það gerði Salvini til að þrýsta á Evrópusambandsríki að taka við fólkinu í staðinn. Saksóknarar hófu rannsókn á aðstæðum um borð í skipinu eftir fregnir um að aðeins eitt salerni væri um borð. Fólkinu var ekki hleypt í land fyrr en kaþólska kirkjan og nokkur ríki féllust á að annast um fólkið. Salvini hefur fullyrt að hann hafi bannað skipinu að leggjast við höfn með stuðningi þáverandi samstarfsflokks síns í ríkisstjórn, Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Saksóknarar telja hins vegar að Salvini hafi leikið einleik í málinu. Ekki hefur verið hægt að gefa út ákæru á hendur Salvini vegna málsins þar sem ítalskir þingmenn njóta friðhelgi gegn saksókn á meðan þeir sitja í embætti. Meirihluti öldungadeildar þingsins samþykkti að svipta Salvini friðhelginni í dag. Þingmenn Bandalagsins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Sjálfur segist Salvini þó fagna því að verða dreginn fyrir dómstóla. Sagði hann öldungadeildinni að hann væri „stoltur“ af verkum sínum. „Og ég geri þetta aftur um leið og ég kemst aftur í ríkisstjórn,“ hótaði hann. Mark Lowen, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Róm, segir að ákæran á hendur Salvini gæti í kenningunni ógnað pólitískri framtíð hans. Ítalska réttarkerfið sé hins vegar þungt í vöfum. Fullnýti Salvini áfrýjunarrétt sinn verði hann sakfelldur gæti málið gegn honum dregist í fleiri ár.
Ítalía Tengdar fréttir Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Talin hætta á stjórnarslitum vegna Salvinis Fimm stjörnu hreyfingin, annar ítölsku stjórnarflokkanna, heldur stafræna atkvæðagreiðslu í dag um hvort flokkurinn ætli að koma í veg fyrir möguleg réttarhöld yfir Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, hins stjórnarandstöðuflokksins. 18. febrúar 2019 08:30