Tengslamyndun: Eftirsóknarverðustu eiginleikarnir Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 08:45 Hvernig upplifir fólk þig þegar þú hittir það? Vísir/Getty Margir vilja efla tengslanetið sitt í þágu vinnunnar. Tengja sig við rétta hópa fólks eða taka þátt í félagsstarfi sem tengist þeim geira sem viðkomandi starfar í. En hvernig ber maður sig að við tengslamyndunina? Metsöluhöfundurinn Dr.Ivan Misner er einn þeirra sem hefur sérhæft sig þessum fræðum. Misner er stofnandi BNI í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í markaðstengdum fyrirtækjatengslanetum og er auk þess höfundur bókarinnar ,,Networking Like a Pro.“ Að hans sögn eru einkum sjö ráð sem virka vel. Þau tók hann saman eftir að hafa unnið rannsókn þar sem hann safnaði saman svörum tæplega 3.400 einstaklinga sem starfa í viðskiptum víðs vegar um heiminn. Það sem Misner gerði var að lista upp 20 eiginleika um hegðun, viðhorf eða framkomu. Hann bað þátttakendur rannsóknarinnar að velja þá eiginleika sem þeim fellur best við þegar fólk kynnir sig fyrir þeim. Niðurstaðan hans var eftirfarandi. 1. Vertu góður hlustandi. Hlustaðu vel á þann sem þú talar við og sýndu því áhuga sem þér er sagt. 2. Jákvæðni. Að vera jákvæður er eitthvað sem við tengjum stundum við útgeislun fólks til viðbótar við það hvernig það talar og kemur fram. 3. Þjónustulund. Misner segir að í raun hafi fólk ekki áhuga á því hversu mikið þú veist nema það sé auðséð að þú hafir áhuga á að þjónusta vel. 4. Einlægni. Þetta er eiginleiki sem þarf að vera alvöru segir Misner því það er ekki nóg að vera góður hlustandi, jákvæður og með ríka þjónustulund. Fólk beinlínis finnur hvort einlægnin er til staðar eða hegðunin yfirborðskennd. 5. Eftirfylgni. Ef þú býður fram þjónustu þína eða segist ætla að vera í sambandi, fylgdu því þá eftir. 6. Trúverðugleiki. Ef fólk fær ekki á tilfinninguna að þú sért traustins verð/ur, eru litlar líkur á frekari samskiptum. 7. Góð nærvera. Misner sagði að einn svarenda sinna hefði orðað þetta svo vel þegar hann sagði ,,ég man kannski ekkert hvað fólk sagði nákvæmlega en man alltaf hvernig mér leið í návist þess.“ Í útskýringum sínum segir Misner jafnframt að aðalatriðið sé að tengslamyndunin þín líti ekki út fyrir að vera einhvers konar veiðimennska. Hugur verður að fylgja máli. Hér má sjá hvaða eiginleikar mælast eftirsóknarverðastir að mati þeirra sem tóku þátt í rannsókn Misner. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Margir vilja efla tengslanetið sitt í þágu vinnunnar. Tengja sig við rétta hópa fólks eða taka þátt í félagsstarfi sem tengist þeim geira sem viðkomandi starfar í. En hvernig ber maður sig að við tengslamyndunina? Metsöluhöfundurinn Dr.Ivan Misner er einn þeirra sem hefur sérhæft sig þessum fræðum. Misner er stofnandi BNI í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í markaðstengdum fyrirtækjatengslanetum og er auk þess höfundur bókarinnar ,,Networking Like a Pro.“ Að hans sögn eru einkum sjö ráð sem virka vel. Þau tók hann saman eftir að hafa unnið rannsókn þar sem hann safnaði saman svörum tæplega 3.400 einstaklinga sem starfa í viðskiptum víðs vegar um heiminn. Það sem Misner gerði var að lista upp 20 eiginleika um hegðun, viðhorf eða framkomu. Hann bað þátttakendur rannsóknarinnar að velja þá eiginleika sem þeim fellur best við þegar fólk kynnir sig fyrir þeim. Niðurstaðan hans var eftirfarandi. 1. Vertu góður hlustandi. Hlustaðu vel á þann sem þú talar við og sýndu því áhuga sem þér er sagt. 2. Jákvæðni. Að vera jákvæður er eitthvað sem við tengjum stundum við útgeislun fólks til viðbótar við það hvernig það talar og kemur fram. 3. Þjónustulund. Misner segir að í raun hafi fólk ekki áhuga á því hversu mikið þú veist nema það sé auðséð að þú hafir áhuga á að þjónusta vel. 4. Einlægni. Þetta er eiginleiki sem þarf að vera alvöru segir Misner því það er ekki nóg að vera góður hlustandi, jákvæður og með ríka þjónustulund. Fólk beinlínis finnur hvort einlægnin er til staðar eða hegðunin yfirborðskennd. 5. Eftirfylgni. Ef þú býður fram þjónustu þína eða segist ætla að vera í sambandi, fylgdu því þá eftir. 6. Trúverðugleiki. Ef fólk fær ekki á tilfinninguna að þú sért traustins verð/ur, eru litlar líkur á frekari samskiptum. 7. Góð nærvera. Misner sagði að einn svarenda sinna hefði orðað þetta svo vel þegar hann sagði ,,ég man kannski ekkert hvað fólk sagði nákvæmlega en man alltaf hvernig mér leið í návist þess.“ Í útskýringum sínum segir Misner jafnframt að aðalatriðið sé að tengslamyndunin þín líti ekki út fyrir að vera einhvers konar veiðimennska. Hugur verður að fylgja máli. Hér má sjá hvaða eiginleikar mælast eftirsóknarverðastir að mati þeirra sem tóku þátt í rannsókn Misner.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira