ÍR-ingar kæra fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrir milljónafjárdrátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 22:25 Upp komst um málið í byrjun vetrar. Vísir/Vilhelm Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins fyrir fjárdrátt. Meintur fjárdráttur nemur rúmum tíu milljónum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem birt var á vef félagsins í kvöld. Greint var frá því í lok janúar að aðalstjórn ÍR hefði að undanförnu haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Upp komst um málið í byrjun vetrar. Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar sagði í samtali við Mannlíf, sem greindi fyrst frá málinu á sínum tíma, að um „algjöran harmleik“ væri að ræða. Í yfirlýsingu ÍR segir að haldinn hafi verið fundur með þáverandi framkvæmdastjóra félagsins þann 15. nóvember síðastliðinn, eftir fyrstu skoðun stjórnarinnar á fjárreiðum hans. Hann lét þá þegar af störfum, án uppsagnarfrests og án frekari réttar til launa, að því er segir í yfirlýsingunni. Þá var jafnframt lokað fyrir aðgang hans að reikningum og bókhaldi félagsins. Við nánari yfirferð hafi svo komið í ljós að framkvæmdastjórinn hefði á starfstíma sínum frá 1. október 2018 til starfsloka þann 15. nóvember 2019 tekið rúmar sex milljónir króna af reikningum félagsins. Hann hafi þó endurgreitt félaginu þá fjármuni sem teknir voru án heimildar. „Röskar“ tíu milljónir Í yfirlýsingunni segir að einnig hafi komið í ljós að framkvæmdastjórinn virðist hafa notað reikninga félagsins í eigin þágu á tímabilinu 2014-2019 þegar hann gegndi öðrum trúnaðarstörfum á vegum ÍR. Þeir fjármunir eru sagðir nema röskum tíu milljónum króna og hefur ÍR leitað frekari skýringa á umræddum millifærslum. „[…] og verður það hlutverk lögreglu að meta hvort ástæða er til frekari aðgerða vegna þess,“ segir í yfirlýsingu ÍR. Samþykkt var á fundi aðalstjórnarinnar þann 6. febrúar síðastliðinn að fela Jóhannesi Bjarna Björnssyni Hæstaréttarlögmanni að leggja fram kæru á hendur framkvæmdastjóranum vegna hinnar ætluðu misnotkunar á reikningum og fjármunum félagsins. „Aðalstjórn mun einnig áfram vinna í því að fá skýringar á greiðslum sem fóru af reikningum félagsins eða einstakra deilda til fyrrum framkvæmdastjóra og krefjast endurgreiðslu á þeim fjármunum sem áttu að renna til ÍR. Aðalstjórn á engan annan kost en að vísa framhaldi þessa máls að öðru leyti til til þess bærra yfirvalda. Þá mun aðalstjórn leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins fyrir fjárdrátt. Meintur fjárdráttur nemur rúmum tíu milljónum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem birt var á vef félagsins í kvöld. Greint var frá því í lok janúar að aðalstjórn ÍR hefði að undanförnu haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Upp komst um málið í byrjun vetrar. Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar sagði í samtali við Mannlíf, sem greindi fyrst frá málinu á sínum tíma, að um „algjöran harmleik“ væri að ræða. Í yfirlýsingu ÍR segir að haldinn hafi verið fundur með þáverandi framkvæmdastjóra félagsins þann 15. nóvember síðastliðinn, eftir fyrstu skoðun stjórnarinnar á fjárreiðum hans. Hann lét þá þegar af störfum, án uppsagnarfrests og án frekari réttar til launa, að því er segir í yfirlýsingunni. Þá var jafnframt lokað fyrir aðgang hans að reikningum og bókhaldi félagsins. Við nánari yfirferð hafi svo komið í ljós að framkvæmdastjórinn hefði á starfstíma sínum frá 1. október 2018 til starfsloka þann 15. nóvember 2019 tekið rúmar sex milljónir króna af reikningum félagsins. Hann hafi þó endurgreitt félaginu þá fjármuni sem teknir voru án heimildar. „Röskar“ tíu milljónir Í yfirlýsingunni segir að einnig hafi komið í ljós að framkvæmdastjórinn virðist hafa notað reikninga félagsins í eigin þágu á tímabilinu 2014-2019 þegar hann gegndi öðrum trúnaðarstörfum á vegum ÍR. Þeir fjármunir eru sagðir nema röskum tíu milljónum króna og hefur ÍR leitað frekari skýringa á umræddum millifærslum. „[…] og verður það hlutverk lögreglu að meta hvort ástæða er til frekari aðgerða vegna þess,“ segir í yfirlýsingu ÍR. Samþykkt var á fundi aðalstjórnarinnar þann 6. febrúar síðastliðinn að fela Jóhannesi Bjarna Björnssyni Hæstaréttarlögmanni að leggja fram kæru á hendur framkvæmdastjóranum vegna hinnar ætluðu misnotkunar á reikningum og fjármunum félagsins. „Aðalstjórn mun einnig áfram vinna í því að fá skýringar á greiðslum sem fóru af reikningum félagsins eða einstakra deilda til fyrrum framkvæmdastjóra og krefjast endurgreiðslu á þeim fjármunum sem áttu að renna til ÍR. Aðalstjórn á engan annan kost en að vísa framhaldi þessa máls að öðru leyti til til þess bærra yfirvalda. Þá mun aðalstjórn leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26