Valdís fann fyrir miklum leiða Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2020 08:00 Valdís Þóra Jónsdóttir var valin kylfingur ársins hjá GSÍ í fyrra en fann hins vegar fyrir miklum leiða. vísir/getty „Hvernig í ósköpunum átti ég að spila vel þegar engin gleði var í leik né á æfingum?“ spyr Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem fann fyrir miklum leiða á síðasta ári. Valdís greinir frá þessu í opinskáum pistli í Klefanum þar sem hún svarar því hvernig hún tókst á við leiða og þreytu í uppáhalds áhugamáli sínu. „Ég fann fyrir miklum leiða á síðasta ári. Ég ætla ekkert að vera feimin með það,“ skrifar Valdís. „Fókusinn á æfingum var ekki 100% og ekki einu sinni 90% þegar ég hugsa til baka. Ég fór bara á æfingu af því að ég vissi að ég ætti að æfa, þetta væri vinnan mín og það væri nú eins gott að mæta í vinnuna. Spilamennskan endurspeglaði auðvitað hvernig æfingarnar höfðu verið og klaufamistök hér og þar í hverju móti voru mun algengari en höfðu verið árin á undan,“ skrifar Valdís, sem endaði í 71. sæti á Evrópumótaröðinni í fyrra og var aðeins einu sæti frá því að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni. Hún segir það þó ekki koma að mikilli sök eftir samkomulag á milli Evrópumótaraðarinnar og LPGA sem bjóði kylfingum upp á mun fleiri mót en áður.Fann gleðina með hjálp sálfræðingsValdís leitaði meðal annars til íþróttasálfræðingsins Tómasar Freys Aðalsteinssonar í desember síðastliðnum og hann hjálpaði henni með því að velta upp spurningum á borð við það af hverju hún spilaði golf, hvað hún fengi út úr því og hvernig hún vildi nýta sína golfhæfileika. Þau unnu saman að því að búa til fleiri skammtíma- og langtímamarkmið fyrir Valdísi til að vinna eftir, þó að stóra markmiðið hennar á þessu ári sé sem fyrr að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Þessi vinna þeirra hefur borið árangur: „Árið 2019 var lærdómsríkt en sársaukafullt ár. Það sem ég lærði af árinu 2019 er að það er mikilvægt að taka skref aftur á bak til þess að geta tekið tvö skref áfram. Stundum þarf maður bara að taka skref aftur á bak og minna sig á af hverju maður er að þessu. Ég hef fundið gleðina aftur því mér finnst gaman að vera á golfvellinum núna,“ skrifar Valdís sem hóf keppnisárið í Ástralíu í síðasta mánuði og hefur keppt þar á pro-am mótum, þar sem atvinnumaður og áhugamaður spila saman. „Mér hefur alltaf liðið vel í Ástralíu, enda Ástralir yndislegt fólk sem tekur okkur með opnum örmum, og því þótti mér það besta skrefið fyrir mig að byrja tímabilið hér niðurfrá á mínum forsendum.“Pistil Valdísar má lesa í heild sinni hér. Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
„Hvernig í ósköpunum átti ég að spila vel þegar engin gleði var í leik né á æfingum?“ spyr Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem fann fyrir miklum leiða á síðasta ári. Valdís greinir frá þessu í opinskáum pistli í Klefanum þar sem hún svarar því hvernig hún tókst á við leiða og þreytu í uppáhalds áhugamáli sínu. „Ég fann fyrir miklum leiða á síðasta ári. Ég ætla ekkert að vera feimin með það,“ skrifar Valdís. „Fókusinn á æfingum var ekki 100% og ekki einu sinni 90% þegar ég hugsa til baka. Ég fór bara á æfingu af því að ég vissi að ég ætti að æfa, þetta væri vinnan mín og það væri nú eins gott að mæta í vinnuna. Spilamennskan endurspeglaði auðvitað hvernig æfingarnar höfðu verið og klaufamistök hér og þar í hverju móti voru mun algengari en höfðu verið árin á undan,“ skrifar Valdís, sem endaði í 71. sæti á Evrópumótaröðinni í fyrra og var aðeins einu sæti frá því að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni. Hún segir það þó ekki koma að mikilli sök eftir samkomulag á milli Evrópumótaraðarinnar og LPGA sem bjóði kylfingum upp á mun fleiri mót en áður.Fann gleðina með hjálp sálfræðingsValdís leitaði meðal annars til íþróttasálfræðingsins Tómasar Freys Aðalsteinssonar í desember síðastliðnum og hann hjálpaði henni með því að velta upp spurningum á borð við það af hverju hún spilaði golf, hvað hún fengi út úr því og hvernig hún vildi nýta sína golfhæfileika. Þau unnu saman að því að búa til fleiri skammtíma- og langtímamarkmið fyrir Valdísi til að vinna eftir, þó að stóra markmiðið hennar á þessu ári sé sem fyrr að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Þessi vinna þeirra hefur borið árangur: „Árið 2019 var lærdómsríkt en sársaukafullt ár. Það sem ég lærði af árinu 2019 er að það er mikilvægt að taka skref aftur á bak til þess að geta tekið tvö skref áfram. Stundum þarf maður bara að taka skref aftur á bak og minna sig á af hverju maður er að þessu. Ég hef fundið gleðina aftur því mér finnst gaman að vera á golfvellinum núna,“ skrifar Valdís sem hóf keppnisárið í Ástralíu í síðasta mánuði og hefur keppt þar á pro-am mótum, þar sem atvinnumaður og áhugamaður spila saman. „Mér hefur alltaf liðið vel í Ástralíu, enda Ástralir yndislegt fólk sem tekur okkur með opnum örmum, og því þótti mér það besta skrefið fyrir mig að byrja tímabilið hér niðurfrá á mínum forsendum.“Pistil Valdísar má lesa í heild sinni hér.
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira