Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2020 14:58 Arnþrúður þarf að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur en auk þess málsvarnarlaun lögmanns hans upp á 1,1 milljón króna. Hún ætlar að áfrýja málinu. „Hér með er upplýst um að sótt verður um leyfi til þess að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2430/2019, Reynir Traustason gegn Arnþrúði Karlsdóttur, sem kveðinn var í dag 11. febrúar 2020, til Landsréttar,“ segir í stuttri tilkynningu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi til fjölmiðla fyrir hönd Arnþrúðar. Vilhjálmur færðist undan því að veita frekari viðbrögð vegna málsins þegar eftir því var leitað. Ummælin dauð og ómerk Vísir greindi frá því fyrr í dag að nokkur ummæli Arnþrúðar hefðu verið dæmd ómerk í máli Reynis Traustasonar blaðamanns á hendur henni. Þá var hún dæmd til að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur og 1,1 milljón í málskostnað. Reynir og lögmaður hans Gunnar Ingi Jóhannsson við flutning málsins. Gunnar Ingi sem lýsti dómnum í morgun sem svo að um fullnaðarsigur væri að ræða.visir/vilhelm Ummælin sem féllu á Útvarpi Sögu, sem dæmd hafa verið dauð og ómerk, eru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Mikilvægast að Arnþrúður telst nú ómerkingur Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Arnþrúði vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En, Reynir fagnar hins vegar og segist í samtali við Vísi ekki hafa búist við neinni annarri niðurstöðu en þessari. Tilfinningin sé góð. Hann segir að sér hafi ekki verið það ljúft að fara í þessa vegferð, meiðyrðamál séu þess eðlis. En einhvers staðar verði að setja strik í sandinn. „Allir heiðarlegir blaðamenn hefðu hugsað þetta eins og ég. Rakalaust. Að leiðarlokum ætlaði ég ekki að láta þetta standa, alveg sama þó það sé karakter eins og Arnþrúður Karlsdóttir segði þetta. Menn töldu bara að hún hefði blásið í þá herlúðra að nú mættu allir fylgja eftir. En það er búið að troða uppí herlúðurinn hennar. En auðvitað er þetta hundleiðinlegt.“ Reynir segist ekki ætla að láta það höggvið í legstein sinn: Drap fólk og skrifaði falsfréttir. „Eina sem maður á að leiðarlokum í þessu starfi er að hafa verið heiðarlegur. Maður vill eiga sinn orðstír. Það getur vel verið að þetta muni kosta mig einhverjar upphæðir. Ég mun engu ná út úr henni, en það er búið að dæma hana ómerking. Það er mikilvægast.“ Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
„Hér með er upplýst um að sótt verður um leyfi til þess að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2430/2019, Reynir Traustason gegn Arnþrúði Karlsdóttur, sem kveðinn var í dag 11. febrúar 2020, til Landsréttar,“ segir í stuttri tilkynningu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi til fjölmiðla fyrir hönd Arnþrúðar. Vilhjálmur færðist undan því að veita frekari viðbrögð vegna málsins þegar eftir því var leitað. Ummælin dauð og ómerk Vísir greindi frá því fyrr í dag að nokkur ummæli Arnþrúðar hefðu verið dæmd ómerk í máli Reynis Traustasonar blaðamanns á hendur henni. Þá var hún dæmd til að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur og 1,1 milljón í málskostnað. Reynir og lögmaður hans Gunnar Ingi Jóhannsson við flutning málsins. Gunnar Ingi sem lýsti dómnum í morgun sem svo að um fullnaðarsigur væri að ræða.visir/vilhelm Ummælin sem féllu á Útvarpi Sögu, sem dæmd hafa verið dauð og ómerk, eru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Mikilvægast að Arnþrúður telst nú ómerkingur Vísi hefur ekki tekist að ná tali af Arnþrúði vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En, Reynir fagnar hins vegar og segist í samtali við Vísi ekki hafa búist við neinni annarri niðurstöðu en þessari. Tilfinningin sé góð. Hann segir að sér hafi ekki verið það ljúft að fara í þessa vegferð, meiðyrðamál séu þess eðlis. En einhvers staðar verði að setja strik í sandinn. „Allir heiðarlegir blaðamenn hefðu hugsað þetta eins og ég. Rakalaust. Að leiðarlokum ætlaði ég ekki að láta þetta standa, alveg sama þó það sé karakter eins og Arnþrúður Karlsdóttir segði þetta. Menn töldu bara að hún hefði blásið í þá herlúðra að nú mættu allir fylgja eftir. En það er búið að troða uppí herlúðurinn hennar. En auðvitað er þetta hundleiðinlegt.“ Reynir segist ekki ætla að láta það höggvið í legstein sinn: Drap fólk og skrifaði falsfréttir. „Eina sem maður á að leiðarlokum í þessu starfi er að hafa verið heiðarlegur. Maður vill eiga sinn orðstír. Það getur vel verið að þetta muni kosta mig einhverjar upphæðir. Ég mun engu ná út úr henni, en það er búið að dæma hana ómerking. Það er mikilvægast.“
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40