SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2020 12:03 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. Klukkan hálf eitt hófst vinnustöðvun hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg sem gætu staðið til miðnættis á fimmtudag. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsaðgerðirnar fyrst og fremst hafa áhrif á fjölskyldur og stuðningsnet þeirra. Þess vegna hafi samtökin sent út tilmæli til fyrirtækja á svæðinu. „Við í raun biðjum stjórnendur fyrirtækja að sýna mismunandi aðstæðum fólks skilning. Það eru margir sem þurfa að hlaupa undir bagga. Fólk getur verið frá vinnu, að skjótast, sækja og skutla og allt þetta. Við reynum að nálgast þetta á sem sveigjanlegasta máta. En auðvitað er þetta mjög misjafnt eftir fyrirtækjum hvað hægt er að koma mikið til móts við þarfir fólks,“ segir Halldór Benjamín. Óvissa um hvort fjarvera skerði laun Samtök atvinnulífsins séu hins vegar ekki í aðstöðu til að senda út einhverjar reglur um að þessi fjarvera bitni ekki á launum fólks. Halldór Benjamín vill ekki tjá sig um yfirstandandi deilu Eflingar við borgina. Framkvæmd lífskjarasamningana hafi aftur á móti tekist einkar vel en SA hafi nú samið fyrir hönd 97 prósent sinna umbjóðenda. „Við sjáum það bara síðast í gær að Starfsgreinasambandið gekk frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga á grunni lífskjarasamningsins. Niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu voru að 81 prósent þeirra sem tóku þátt í henni samþykktu þann kjarasamning. Þannig að bæði ef við horfum til Samtaka atvinnulífsins og eins verkalýðsfélaganna hringinn í kringum landið get ég ekki annað séð en framkvæmd lífskjarasamningsins hafi gengið snurðulaust fyrir sig,“ segir framkvæmdastjóri SA. Atvinnuleysi heldur áfram að aukast Atvinnuleysi er þrátt fyrir þetta að aukast og í spá Seðlabankans sem kynnt var í síðustu viku er gert ráð fyrir að það haldi áfram að aukast á þessu ári. Halldór Benjamín bendir á að verðbólga sé lág og vextir séu að lækka. Hann hafi þó varað við því í um ár að aðlögun að niðursveiflu í efnahagslífinu yrði mætt með öðrum hætti nú en á fyrri árum. „Þá fyrst og fremst í gegnum atvinnuleysi enda eru fyrirtæki landsins því miður að hagræða um þessar mundir og það sér ekki fyrir endann á því. Það jákvæða í stöðunni er að lífskjarasamningurinn var samsett lausn margra þátta. Og við sjáum að á sama tíma og það er að hægja verulega á í hagkerfinu hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um 1,75 prósentur og vextir á Íslandi um þessar mundir eru þeir lægst sem þeir hafa verið alla lýðveldissöguna,“ segir Halldór Benjamín. Því miður séu líkur á að atvinnuleysið aukist því líklega haldi fyrirtækin áfram að hagræða á næstu mánuðum. Tækifærin séu hins vegar mörg í íslensku atvinnulífi. „Og í góðu samstarfi við stéttarfélögin við framkvæmd lífskjarasamningsins erum við að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja til lengri tíma. Ná fram nauðsynlegum breytingum á vinnumarkaði þannig að hann sé í takt við nýja tíma,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. Klukkan hálf eitt hófst vinnustöðvun hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg sem gætu staðið til miðnættis á fimmtudag. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða mun frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkfallsaðgerðirnar fyrst og fremst hafa áhrif á fjölskyldur og stuðningsnet þeirra. Þess vegna hafi samtökin sent út tilmæli til fyrirtækja á svæðinu. „Við í raun biðjum stjórnendur fyrirtækja að sýna mismunandi aðstæðum fólks skilning. Það eru margir sem þurfa að hlaupa undir bagga. Fólk getur verið frá vinnu, að skjótast, sækja og skutla og allt þetta. Við reynum að nálgast þetta á sem sveigjanlegasta máta. En auðvitað er þetta mjög misjafnt eftir fyrirtækjum hvað hægt er að koma mikið til móts við þarfir fólks,“ segir Halldór Benjamín. Óvissa um hvort fjarvera skerði laun Samtök atvinnulífsins séu hins vegar ekki í aðstöðu til að senda út einhverjar reglur um að þessi fjarvera bitni ekki á launum fólks. Halldór Benjamín vill ekki tjá sig um yfirstandandi deilu Eflingar við borgina. Framkvæmd lífskjarasamningana hafi aftur á móti tekist einkar vel en SA hafi nú samið fyrir hönd 97 prósent sinna umbjóðenda. „Við sjáum það bara síðast í gær að Starfsgreinasambandið gekk frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga á grunni lífskjarasamningsins. Niðurstöður þeirrar atkvæðagreiðslu voru að 81 prósent þeirra sem tóku þátt í henni samþykktu þann kjarasamning. Þannig að bæði ef við horfum til Samtaka atvinnulífsins og eins verkalýðsfélaganna hringinn í kringum landið get ég ekki annað séð en framkvæmd lífskjarasamningsins hafi gengið snurðulaust fyrir sig,“ segir framkvæmdastjóri SA. Atvinnuleysi heldur áfram að aukast Atvinnuleysi er þrátt fyrir þetta að aukast og í spá Seðlabankans sem kynnt var í síðustu viku er gert ráð fyrir að það haldi áfram að aukast á þessu ári. Halldór Benjamín bendir á að verðbólga sé lág og vextir séu að lækka. Hann hafi þó varað við því í um ár að aðlögun að niðursveiflu í efnahagslífinu yrði mætt með öðrum hætti nú en á fyrri árum. „Þá fyrst og fremst í gegnum atvinnuleysi enda eru fyrirtæki landsins því miður að hagræða um þessar mundir og það sér ekki fyrir endann á því. Það jákvæða í stöðunni er að lífskjarasamningurinn var samsett lausn margra þátta. Og við sjáum að á sama tíma og það er að hægja verulega á í hagkerfinu hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um 1,75 prósentur og vextir á Íslandi um þessar mundir eru þeir lægst sem þeir hafa verið alla lýðveldissöguna,“ segir Halldór Benjamín. Því miður séu líkur á að atvinnuleysið aukist því líklega haldi fyrirtækin áfram að hagræða á næstu mánuðum. Tækifærin séu hins vegar mörg í íslensku atvinnulífi. „Og í góðu samstarfi við stéttarfélögin við framkvæmd lífskjarasamningsins erum við að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja til lengri tíma. Ná fram nauðsynlegum breytingum á vinnumarkaði þannig að hann sé í takt við nýja tíma,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira