Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2020 11:40 Arnþrúður þarf að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur en auk þess málsvarnarlaun lögmanns hans upp á 1,1 milljón króna. Dómur féll í meiðyrðamáli Reynis Traustasonar blaðamanns og fyrrverandi ritstjóra gegn Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Hafði Reynir betur í málinu og þarf Arnþrúður að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón í miskabætur. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kvað upp dóminn en málið var flutt í janúar. Lögmaður Arnþrúðar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði meðal annars við það tækifæri að Reynir hefði engin efni á að vera þetta hörundsár, þá með vísan til þess að Reynir hafi marga fjöruna sopið á sínum litríka ferli sem blaðamaður. Og hefði verið kærður mörgum sinnum vegna skrifa sinna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætti hagsmuna Arnþrúðar Karlsdóttur í málinu.Vísir/Vilhelm Reynir benti á móti á að hann hafi aldrei verið fundinn sekur um meiðyrði í þeim tilfellum. Ljóst mátti vera að engir sérstakir kærleikar eru með þeim Reyni og Vilhjálmi og þurfti dómarinn að grípa inní og sagði að þetta væri orðið heldur persónulegt. Í máli lögmanns Reynis, Gunnars Inga Jóhannssonar, kom hins vegar fram að Reynir hafi orðið fyrir ónæði og aðkasti vegna hinna ósönnu og sérlega ósmekklegu ummæla. Arnþrúður var dæmd fyrir tvenn ummæli af þremur, þeim tveimur fyrri hér að neðan: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Gunnar Ingi Jóhannsson hefur marga fjöruna sopið í meiðyrðamálum. Yfirleitt þó sem verjandi blaðamanna sem sótt er að.Vísir/Vilhelm Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, segir um fullnaðarsigur að ræða. Hann er reynslumikill þegar kemur að meiðyrðamálum og staðið vaktina í mörgum slíkum í dómssal. „Já, ég hef rekið mörg svona mál og yfirleitt varnarmegin. Mér er annt um tjáningarfrelsið en þetta er svo gróf misnotkun á því að það getur enginn setið undir slíkum ummælum sem voru algjörlega tilefnislaus.“ Í niðurstöðu dómsins segir að menn eigi ekki að þurfa að þola það að vera opinberlega bornir sökum um alvarlega ámælisverða háttsemi án þess að nokkuð búi þar að baki. Reynir krafðist þess að Arnþrúður þyrfti að birta niðurstöðu dómsins á heimasíðu Útvarps Sögu en dómurinn féllst ekki á það. Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25 Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15 Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Dómur féll í meiðyrðamáli Reynis Traustasonar blaðamanns og fyrrverandi ritstjóra gegn Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Hafði Reynir betur í málinu og þarf Arnþrúður að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón í miskabætur. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kvað upp dóminn en málið var flutt í janúar. Lögmaður Arnþrúðar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði meðal annars við það tækifæri að Reynir hefði engin efni á að vera þetta hörundsár, þá með vísan til þess að Reynir hafi marga fjöruna sopið á sínum litríka ferli sem blaðamaður. Og hefði verið kærður mörgum sinnum vegna skrifa sinna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætti hagsmuna Arnþrúðar Karlsdóttur í málinu.Vísir/Vilhelm Reynir benti á móti á að hann hafi aldrei verið fundinn sekur um meiðyrði í þeim tilfellum. Ljóst mátti vera að engir sérstakir kærleikar eru með þeim Reyni og Vilhjálmi og þurfti dómarinn að grípa inní og sagði að þetta væri orðið heldur persónulegt. Í máli lögmanns Reynis, Gunnars Inga Jóhannssonar, kom hins vegar fram að Reynir hafi orðið fyrir ónæði og aðkasti vegna hinna ósönnu og sérlega ósmekklegu ummæla. Arnþrúður var dæmd fyrir tvenn ummæli af þremur, þeim tveimur fyrri hér að neðan: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Gunnar Ingi Jóhannsson hefur marga fjöruna sopið í meiðyrðamálum. Yfirleitt þó sem verjandi blaðamanna sem sótt er að.Vísir/Vilhelm Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, segir um fullnaðarsigur að ræða. Hann er reynslumikill þegar kemur að meiðyrðamálum og staðið vaktina í mörgum slíkum í dómssal. „Já, ég hef rekið mörg svona mál og yfirleitt varnarmegin. Mér er annt um tjáningarfrelsið en þetta er svo gróf misnotkun á því að það getur enginn setið undir slíkum ummælum sem voru algjörlega tilefnislaus.“ Í niðurstöðu dómsins segir að menn eigi ekki að þurfa að þola það að vera opinberlega bornir sökum um alvarlega ámælisverða háttsemi án þess að nokkuð búi þar að baki. Reynir krafðist þess að Arnþrúður þyrfti að birta niðurstöðu dómsins á heimasíðu Útvarps Sögu en dómurinn féllst ekki á það. Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25 Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15 Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25
Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15
Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35