Var sendur fótbrotinn úr landi eftir vinnuslys á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 07:45 Maðurinn kom til vinnu á Akureyri í febrúar í fyrra en var sendur úr landi um tveimur mánuðum síðar eftir að hafa fótbrotnað í vinnuslysi. vísir/getty Radenko Stanisic, bosnískur ríkisborgari sem kom hingað til lands í febrúar í fyrra til þess að starfa í byggingarvinnu, hefur sótt um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins vegna máls sem hann ætlar að höfða gegn fasteignafélaginu H-26 ehf. á Akureyri. Málið höfðar maðurinn vegna vangoldinna launa og skaðabóta alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir eftir að hafa unnið hér á landi í sjö vikur.Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Radenko hafi komið til landsins eftir að hafa fengið atvinnutilboð hér á landi. Honum var sagt að sótt yrði um atvinnuleyfi fyrir hann en hann gæti þó byrjað strax að vinna. Ekki var samið sérstaklega um launakjör en Radenko hafði skilið það sem svo að launin yrðu góð og í samræmi við íslenska kjarasamninga og lög hér á landi. Radenko byrjaði strax í vinnunni um leið og hann kom hingað til lands. Hann vann tíu tíma á dag alla daga vikunnar nema sunnudag en sjö vikum síðar, þann 27. mars, lenti Radenko í vinnuslysi er hann féll úr stiga sem hann stóð í þegar hann var að festa handrið á svalir. Hann lærbrotnaði og ökklabrotnaði við slysið auk þess að hljóta önnur meiðsl. Verið óvinnufær síðan slysið varð Lögregla og Vinnueftirlitið voru kölluð á vettvang slyssins en þá kom í ljós að Radenko var hvorki með atvinnu- né dvalarleyfi. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og gekkst þar undir aðgerð. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu í níu daga. Eftir sjúkrahúsdvölina var honum svo ekið til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Vínar og áfram til Bosníu þar sem hann býr ásamt konu sinni. Að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins, með vísan í gjafsóknarbeiðni Radenko, gengur hann enn með hækjur. Þá hefur hann verið óvinnufær síðan slys varð. Hann krefst bóta frá H-26 vegna slyssins og greiðslu vangoldinna launa. Fyrir sjö vikna vinnu hér á landi fékk hann 1200 evrur í laun eða sem nam þá 165 þúsund krónum. Þá var búið að draga tæplega 40 þúsund krónur af laununum hans fyrir flugfarinu hingað til lands. „Hann á auðvitað inni réttmæt laun fyrir tímann sem hann vann og við það bætist að honum var aldrei sagt upp störfum. Honum var bara skutlað út á flugvöll með mölbrotinn fót. Hann á því inni laun í uppsagnarfresti,“ segir Þórður Már Jónsson lögmaður Radenko í samtali við Fréttablaðið. Fasteignafélagið H-26 hefur hafnað kröfu Radenko. Í svarbréfi vegna kröfunnar segir að félagið hafi verið verkkaupi og borið enga ábyrgð á manninum heldur hafi hann verið starfsmaður serbnesks verktaka. Akureyri Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Radenko Stanisic, bosnískur ríkisborgari sem kom hingað til lands í febrúar í fyrra til þess að starfa í byggingarvinnu, hefur sótt um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins vegna máls sem hann ætlar að höfða gegn fasteignafélaginu H-26 ehf. á Akureyri. Málið höfðar maðurinn vegna vangoldinna launa og skaðabóta alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir eftir að hafa unnið hér á landi í sjö vikur.Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Radenko hafi komið til landsins eftir að hafa fengið atvinnutilboð hér á landi. Honum var sagt að sótt yrði um atvinnuleyfi fyrir hann en hann gæti þó byrjað strax að vinna. Ekki var samið sérstaklega um launakjör en Radenko hafði skilið það sem svo að launin yrðu góð og í samræmi við íslenska kjarasamninga og lög hér á landi. Radenko byrjaði strax í vinnunni um leið og hann kom hingað til lands. Hann vann tíu tíma á dag alla daga vikunnar nema sunnudag en sjö vikum síðar, þann 27. mars, lenti Radenko í vinnuslysi er hann féll úr stiga sem hann stóð í þegar hann var að festa handrið á svalir. Hann lærbrotnaði og ökklabrotnaði við slysið auk þess að hljóta önnur meiðsl. Verið óvinnufær síðan slysið varð Lögregla og Vinnueftirlitið voru kölluð á vettvang slyssins en þá kom í ljós að Radenko var hvorki með atvinnu- né dvalarleyfi. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og gekkst þar undir aðgerð. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu í níu daga. Eftir sjúkrahúsdvölina var honum svo ekið til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Vínar og áfram til Bosníu þar sem hann býr ásamt konu sinni. Að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins, með vísan í gjafsóknarbeiðni Radenko, gengur hann enn með hækjur. Þá hefur hann verið óvinnufær síðan slys varð. Hann krefst bóta frá H-26 vegna slyssins og greiðslu vangoldinna launa. Fyrir sjö vikna vinnu hér á landi fékk hann 1200 evrur í laun eða sem nam þá 165 þúsund krónum. Þá var búið að draga tæplega 40 þúsund krónur af laununum hans fyrir flugfarinu hingað til lands. „Hann á auðvitað inni réttmæt laun fyrir tímann sem hann vann og við það bætist að honum var aldrei sagt upp störfum. Honum var bara skutlað út á flugvöll með mölbrotinn fót. Hann á því inni laun í uppsagnarfresti,“ segir Þórður Már Jónsson lögmaður Radenko í samtali við Fréttablaðið. Fasteignafélagið H-26 hefur hafnað kröfu Radenko. Í svarbréfi vegna kröfunnar segir að félagið hafi verið verkkaupi og borið enga ábyrgð á manninum heldur hafi hann verið starfsmaður serbnesks verktaka.
Akureyri Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira