Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2020 10:14 Annegret Kramp-Karrenbauer hefur gegnt embætti varnarmálaráðherra Þýskalands síðustu misserin. Getty Annegret Kramp-Karrenbauer, varnarmálaráðherra Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara líkt og til stóð, þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári. Frá þessu greindi Kramp-Karrenbauer í morgun. Hún tók við embætti formanns CDU árið 2018, um svipað leyti og Merkel greindi frá því að hún myndi sjálf stíga til hliðar sem kanslari árið 2021. Þýskir fjölmiðlar segja Kramp-Karrenbauer óvænt hafa greint flokksstjórn frá ákvörðun sinni í morgun. Sagðist hún vera á því að sama manneskja eigi stýra flokknum og gegna embætti kanslara og hafi hún því ákveðið að láta einnig af embætti formanns CDU. Nýr formaður í sumar Kramp-Karrenbauer kveðst munu haga málum þannig að nýr leiðtogi flokksins verði valinn í sumar og muni hún þá sjálf láta af embætti formanns. Heimildir DW herma að Merkel vilji að Kramp-Karrenbauer muni þó áfram gegna embætti varnarmálaráðherra. Annegret Kramp-Karrenbauer hefur verið einn nánasti bandamaður Angelu Merkel kanslara síðustu ár.Getty Kramp-Karrenbauer var sá innan CDU sem Merkel sá fyrir sér sem arftaki sinn og náði Merkel því í gegn að Kramp-Karrenbauer yrði formaður flokksins í formannskjöri árið 2018. Kramp-Karrenbauer hefur þó átt nokkuð erfitt uppdráttar í formannstíð sinni, þar sem hún hefur þurft að glíma við ýmis hneykslismál. Deilur í Þýringalandi Í síðustu viku vakti það mikla hneykslan þegar CDU og þjóðernisflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) sameinuðust í stuðningi við fulltrúa FDP sem næsta forsætisráðherra Þýringalands (þ. Thüringen). Þýskir flokkar hafa til þessa sniðgengið og hafnað samstarfi við AfD vegna stefnu þeirra meðal annars í innflytjendamálum og rótum flokksins í hreyfingum nýnasista. Beindu margir spjótum sínum að Kramp-Karrenbauer og hvernig hún tókst á við málið, þar sem henni mistókst að sameina flokkinn að baki sér. Voru margir sem hunsuðu kröfur hennar um að boðað yrði til nýrra kosninga í Þýringalandi. Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, varnarmálaráðherra Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara líkt og til stóð, þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári. Frá þessu greindi Kramp-Karrenbauer í morgun. Hún tók við embætti formanns CDU árið 2018, um svipað leyti og Merkel greindi frá því að hún myndi sjálf stíga til hliðar sem kanslari árið 2021. Þýskir fjölmiðlar segja Kramp-Karrenbauer óvænt hafa greint flokksstjórn frá ákvörðun sinni í morgun. Sagðist hún vera á því að sama manneskja eigi stýra flokknum og gegna embætti kanslara og hafi hún því ákveðið að láta einnig af embætti formanns CDU. Nýr formaður í sumar Kramp-Karrenbauer kveðst munu haga málum þannig að nýr leiðtogi flokksins verði valinn í sumar og muni hún þá sjálf láta af embætti formanns. Heimildir DW herma að Merkel vilji að Kramp-Karrenbauer muni þó áfram gegna embætti varnarmálaráðherra. Annegret Kramp-Karrenbauer hefur verið einn nánasti bandamaður Angelu Merkel kanslara síðustu ár.Getty Kramp-Karrenbauer var sá innan CDU sem Merkel sá fyrir sér sem arftaki sinn og náði Merkel því í gegn að Kramp-Karrenbauer yrði formaður flokksins í formannskjöri árið 2018. Kramp-Karrenbauer hefur þó átt nokkuð erfitt uppdráttar í formannstíð sinni, þar sem hún hefur þurft að glíma við ýmis hneykslismál. Deilur í Þýringalandi Í síðustu viku vakti það mikla hneykslan þegar CDU og þjóðernisflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) sameinuðust í stuðningi við fulltrúa FDP sem næsta forsætisráðherra Þýringalands (þ. Thüringen). Þýskir flokkar hafa til þessa sniðgengið og hafnað samstarfi við AfD vegna stefnu þeirra meðal annars í innflytjendamálum og rótum flokksins í hreyfingum nýnasista. Beindu margir spjótum sínum að Kramp-Karrenbauer og hvernig hún tókst á við málið, þar sem henni mistókst að sameina flokkinn að baki sér. Voru margir sem hunsuðu kröfur hennar um að boðað yrði til nýrra kosninga í Þýringalandi.
Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56
Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00