Joe Hart, sem lék 75 leiki sem landsliðsmarkvörður Englands, er genginn í raðir Tottenham. Hann kemur frítt til félagsins.
Hart skrifaði undir samning til tveggja ára við Tottenham sem er einnig með Hugo Lloris og Paulo Gazzaniga í sínum herbúðum.
4 - Joe Hart is one of only four English goalkeepers to keep 100+ clean sheets in the @premierleague (also @thedavidseaman, @nmartyn25 and @jamosfoundation), with only Seaman (225) achieving his 100th clean sheet in fewer games than Hart (259) amongst those four. Proven. https://t.co/YxELMsvWjN
— OptaJoe (@OptaJoe) August 18, 2020
Hart er 33 ára gamall og var á varamannabekknum hjá Burnley á síðustu leiktíð en hann var tvö ár hjá félaginu. Áður var hann að láni hjá West Ham og Torino á Ítalíu, frá Manchester City, eftir að hann missti sæti sitt í City-liðinu árið 2016. Hart var aðalmarkvörður City í átta ár.