Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Stefán Ó. Jónsson og Andri Eysteinsson skrifa 29. febrúar 2020 12:01 Hótelið sem um ræðir er Fosshótel Lind við Rauðarárstíg. Vísir/Frikki Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni og þurfa á sóttkví að halda. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. Um er að ræða Fosshótelið Lind við Rauðarárstíg 18, þar sem sjúkrahótel Rauða krossins var til húsa um áratugaskeið. Þar eru um 70 herbergi. Gestum hótelsins var greint frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld hafi óskað þess að húsnæðið verði nýtt sem sóttkví fyrir fólk sem grunað er um að hafa smitast af kórónuveirunni.Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka Lind á Rauðarárstíg, segir að gestir hótelsins hafi tekið skilaboðunum af miklu jafnaðargeði og að þeim hafi þegar verið komið fyrir á öðrum hótelum keðjunnar. Davíð Torfi segir að komi upp smit á meðal þeirra sem dvelja munu á hótelinu verði þeir sendir annað.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að ákvörðunin um að nýta húsnæðið sé algjört varúðarúrræði.„Við viljum hafa ákveðna aðstöðu til þess að bregðast við mögulegri útbreiðslu kórónaveirusmits og erum þarna með aðstöðu þar sem hægt er hafa einstaklinga í sóttkví vegna gruns um smit.“Aðstaðan sé hugsuð fyrir fólk sem ekki getur verið í einangrun heima hjá sér.„Þetta er nú fyrst og fremst hugsað fyrir ferðamenn, erlenda ríkisborgara og aðra sem ekki geta verið í einangrun á eigin heimili,“ sagði María.„Á þessu stigi er eingöngu um varúðarráðstöfun að ræða og við vitum ekki um neinn einstakling á þessu stigi sem þarf að nýta hana,“ segir María.Gengið er út frá því að húsnæðið standi heilbrigðisyfirvöldum til boða næstu tvo mánuðina.„Við gerum ráð fyrir því en þetta er staða sem er bara endurmetin frá degi til dags,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að hótelið yrði fyrir smitaða einstaklinga en í raun verður það einungis sóttkví fyrir þá sem á sóttkví þurfa að halda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni og þurfa á sóttkví að halda. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. Um er að ræða Fosshótelið Lind við Rauðarárstíg 18, þar sem sjúkrahótel Rauða krossins var til húsa um áratugaskeið. Þar eru um 70 herbergi. Gestum hótelsins var greint frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld hafi óskað þess að húsnæðið verði nýtt sem sóttkví fyrir fólk sem grunað er um að hafa smitast af kórónuveirunni.Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka Lind á Rauðarárstíg, segir að gestir hótelsins hafi tekið skilaboðunum af miklu jafnaðargeði og að þeim hafi þegar verið komið fyrir á öðrum hótelum keðjunnar. Davíð Torfi segir að komi upp smit á meðal þeirra sem dvelja munu á hótelinu verði þeir sendir annað.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að ákvörðunin um að nýta húsnæðið sé algjört varúðarúrræði.„Við viljum hafa ákveðna aðstöðu til þess að bregðast við mögulegri útbreiðslu kórónaveirusmits og erum þarna með aðstöðu þar sem hægt er hafa einstaklinga í sóttkví vegna gruns um smit.“Aðstaðan sé hugsuð fyrir fólk sem ekki getur verið í einangrun heima hjá sér.„Þetta er nú fyrst og fremst hugsað fyrir ferðamenn, erlenda ríkisborgara og aðra sem ekki geta verið í einangrun á eigin heimili,“ sagði María.„Á þessu stigi er eingöngu um varúðarráðstöfun að ræða og við vitum ekki um neinn einstakling á þessu stigi sem þarf að nýta hana,“ segir María.Gengið er út frá því að húsnæðið standi heilbrigðisyfirvöldum til boða næstu tvo mánuðina.„Við gerum ráð fyrir því en þetta er staða sem er bara endurmetin frá degi til dags,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að hótelið yrði fyrir smitaða einstaklinga en í raun verður það einungis sóttkví fyrir þá sem á sóttkví þurfa að halda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18
49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16