Óvíst hvort Martial verði með gegn Everton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2020 20:15 Martial fagnar marki sínu gegn Watford. Vísir/Getty Anthony Martial, franski sóknarmaður Manchester United, missir eflaust af heimsókn Manchester United á Goodison Park á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu í vikunni. Martial hefur farið á kostum síðan vetrarhléi ensku úrvalsdeildarinnar lauk en hann hafði skorað í þremur leikjum í röð áður en hann meiddist. Skoraði hann í 2-0 sigri Man Utd á Chelsea, 3-0 sigrinum á Watford og þá skoraði hann í 1-1 jafntefli liðsins gegn Club Brugge í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vegna meiðslanna þá missti hann af síðari leiknum gegn Club Brugge en það kom ekki að sök þar sem Man Utd vann 5-0 og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, sagði á blaðamannafundi í morgun að óvíst væri hvenær Martial færi leikfær og þeir myndu ekkert vita fyrr en hann færi í skoðun. Sú skoðun átti að fara fram í dag en enn hefur ekkert heyrst frá félaginu. The boss spoke about the fitness of @AnthonyMartial ahead of Sunday’s trip to Goodison Park #MUFC#EVEMUN— Manchester United (@ManUtd) February 28, 2020 Um er að ræða meiðsli á læri og í kringum hnéð samkvæmt Solskjær. Það er ljóst að Man Utd má ekki við frekari skakkaföllum en Marcus Rashford og Paul Pogba verða líklega frá út leiktíðina. Þó Odion Ighalo hafi skorað sitt fyrsta mark fyrir félagið gegn Club Brugge þá er ljóst að hann og ungstirnið Mason Greenwood geta ekki séð um markaskorun liðsins fram á sumar. Það er því vonandi fyrir Martial, Man Utd og stuðningsmenn félagsins að framherjinn franski nái sér sem fyrst en hann hefur skorað 15 mörk í öllum keppnum til þessa á leiktíðinni. Enski boltinn Tengdar fréttir United gekk frá Club Brugge og Ragnar í 16-liða úrslitin | Öll úrslit kvöldsins Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir öruggan 5-0 sigur á Club Brugge í síðari leik liðanna í kvöld. 27. febrúar 2020 22:00 Ragnar og félagar fara til Istanbul en Manchester United hafði heppnina með sér Manchester United menn höfðu heppnina með sér þegar dregið var í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 28. febrúar 2020 12:15 Sjáðu markasúpuna á Old Trafford og rauða spjaldið furðulega Manchester United var í miklu stuði á Old Trafford í kvöld. Liðið skoraði fimm mörk í 5-0 sigri á Club Brugge í Evrópudeildinni. 27. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
Anthony Martial, franski sóknarmaður Manchester United, missir eflaust af heimsókn Manchester United á Goodison Park á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu í vikunni. Martial hefur farið á kostum síðan vetrarhléi ensku úrvalsdeildarinnar lauk en hann hafði skorað í þremur leikjum í röð áður en hann meiddist. Skoraði hann í 2-0 sigri Man Utd á Chelsea, 3-0 sigrinum á Watford og þá skoraði hann í 1-1 jafntefli liðsins gegn Club Brugge í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vegna meiðslanna þá missti hann af síðari leiknum gegn Club Brugge en það kom ekki að sök þar sem Man Utd vann 5-0 og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, sagði á blaðamannafundi í morgun að óvíst væri hvenær Martial færi leikfær og þeir myndu ekkert vita fyrr en hann færi í skoðun. Sú skoðun átti að fara fram í dag en enn hefur ekkert heyrst frá félaginu. The boss spoke about the fitness of @AnthonyMartial ahead of Sunday’s trip to Goodison Park #MUFC#EVEMUN— Manchester United (@ManUtd) February 28, 2020 Um er að ræða meiðsli á læri og í kringum hnéð samkvæmt Solskjær. Það er ljóst að Man Utd má ekki við frekari skakkaföllum en Marcus Rashford og Paul Pogba verða líklega frá út leiktíðina. Þó Odion Ighalo hafi skorað sitt fyrsta mark fyrir félagið gegn Club Brugge þá er ljóst að hann og ungstirnið Mason Greenwood geta ekki séð um markaskorun liðsins fram á sumar. Það er því vonandi fyrir Martial, Man Utd og stuðningsmenn félagsins að framherjinn franski nái sér sem fyrst en hann hefur skorað 15 mörk í öllum keppnum til þessa á leiktíðinni.
Enski boltinn Tengdar fréttir United gekk frá Club Brugge og Ragnar í 16-liða úrslitin | Öll úrslit kvöldsins Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir öruggan 5-0 sigur á Club Brugge í síðari leik liðanna í kvöld. 27. febrúar 2020 22:00 Ragnar og félagar fara til Istanbul en Manchester United hafði heppnina með sér Manchester United menn höfðu heppnina með sér þegar dregið var í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 28. febrúar 2020 12:15 Sjáðu markasúpuna á Old Trafford og rauða spjaldið furðulega Manchester United var í miklu stuði á Old Trafford í kvöld. Liðið skoraði fimm mörk í 5-0 sigri á Club Brugge í Evrópudeildinni. 27. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
United gekk frá Club Brugge og Ragnar í 16-liða úrslitin | Öll úrslit kvöldsins Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir öruggan 5-0 sigur á Club Brugge í síðari leik liðanna í kvöld. 27. febrúar 2020 22:00
Ragnar og félagar fara til Istanbul en Manchester United hafði heppnina með sér Manchester United menn höfðu heppnina með sér þegar dregið var í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 28. febrúar 2020 12:15
Sjáðu markasúpuna á Old Trafford og rauða spjaldið furðulega Manchester United var í miklu stuði á Old Trafford í kvöld. Liðið skoraði fimm mörk í 5-0 sigri á Club Brugge í Evrópudeildinni. 27. febrúar 2020 22:30