Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2025 18:28 Morgan Rogers var iðinn við kolann í dag gegn Manchester United og skoraði bæði mörk Aston Villa Vísir/Getty Morgan Rogers skoraði bæði mörk Aston Villa í 2-1 sigri liðsins á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Um sjöunda sigur Aston Villa í röð í deildinni var að ræða. Fyrsta mark leiksins skoraði Morgan Rogers fyrir Aston Villa rétt undir lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik og virtust heimamenn ætla að fara í frábærri stöðu inn til hálfleiks. Matheus Cunha, sem var að öðrum ólöstuðum, besti leikmaður Manchester United í dag, tókst hins vegar að jafna metin fyrir Rauðu djöflana í stöðuna 1-1 eftir að hann kom boltanum í netið í kjölfar stoðsendingar Patrick Dorgu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Rétt um sjö mínútur höfðu svo liðið af seinni hálfleik þegar að það dró aftur til tíðinda. Boltinn bars til Morgan Rogers við enda vítateigs Manchester United. Hann tók sér tíma til að átta sig á aðstæðum og smellti boltanum svo upp í fjærhornið fram hjá Lammens í marki Manchester United og kom Aston Villa aftur yfir 2-1. Annað mark Rogers í leiknum. Reyndist þetta sigurmark leiksins. Sigurinn sér til þess að Aston Villa er nú með 36 stig í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Arsenal og einu stigi á eftir Manchester City í öðru sætinu. Þetta var sjöundi sigur liðsins í röð. Manchester United er hins vegar í 7.sæti með 26 stig Enski boltinn Manchester City Aston Villa FC
Morgan Rogers skoraði bæði mörk Aston Villa í 2-1 sigri liðsins á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Um sjöunda sigur Aston Villa í röð í deildinni var að ræða. Fyrsta mark leiksins skoraði Morgan Rogers fyrir Aston Villa rétt undir lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik og virtust heimamenn ætla að fara í frábærri stöðu inn til hálfleiks. Matheus Cunha, sem var að öðrum ólöstuðum, besti leikmaður Manchester United í dag, tókst hins vegar að jafna metin fyrir Rauðu djöflana í stöðuna 1-1 eftir að hann kom boltanum í netið í kjölfar stoðsendingar Patrick Dorgu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Rétt um sjö mínútur höfðu svo liðið af seinni hálfleik þegar að það dró aftur til tíðinda. Boltinn bars til Morgan Rogers við enda vítateigs Manchester United. Hann tók sér tíma til að átta sig á aðstæðum og smellti boltanum svo upp í fjærhornið fram hjá Lammens í marki Manchester United og kom Aston Villa aftur yfir 2-1. Annað mark Rogers í leiknum. Reyndist þetta sigurmark leiksins. Sigurinn sér til þess að Aston Villa er nú með 36 stig í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Arsenal og einu stigi á eftir Manchester City í öðru sætinu. Þetta var sjöundi sigur liðsins í röð. Manchester United er hins vegar í 7.sæti með 26 stig