Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 14:51 Búið er að koma upp sérstökum gám við bráðamóttökuna í Fossvogi sem nýttur verður til að meðhöndla sjúklinga sem grunaðir eru um að vera smitaðir af COVID-19 en maðurinn sem greindur hefur verið hér á landi er í einangrun á spítalanum. Vísir/vilhelm Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Er þetta fyrsta staðfesta tilfelli veirunnar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti landlæknis. Þar segir að maðurinn sé ekki alvarlega veikur en sýni dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdómsins sem séu hósti, hiti og beinverkir. Maðurinn var nýverið staddur á Norður-Ítalíu utan skilgreinds hættusvæðis fyrir veiruna. Nú er verið að vinna að því að rekja smitileiðir en markmið þeirrar vinnu er að varpa ljósi á það hverjir gætu verið útsettir vegna þessa staðfesta smits. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Í tilkynningunni segir að sýnataka og greining á veiru- og sýklafræðideild Landspítalans hafi laust eftir klukkan 13 í dag staðfest að maðurinn væri smitaður af kórónaveirunni. Í ljósi þess að veiran hefur nú greinst hér á landi mun ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni virkja hættustig almannavarna, líkt og gefið hafði verið út að yrði gert þegar veiran myndi greinast hér. Að því er segir í tilkynning landlæknis er hættustig virkjað bæði vegna þess að ekkert lát er á hópsýkingu af völdum veirunnar ytra, þá sérstaklega í Evrópu, og vegna þess að fyrsta tilfellið hefur verið staðfest hér á landi. Sjá einnig: Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Boðið er til blaðamannafundar nú klukkan 16 vegna kórónuveirunnar. Hægt er að sjá beina útsendingu af fundinum neðst í fréttinni og hér á Vísi. Tilkynningu frá embætti landlæknis má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). Maðurinn er ekki alvarlega veikur en sýnir dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms (hósti, hiti og beinverkir). Sýnataka og greining á veiru- og sýklafræðideild Landspítali staðfesti laust eftir kl. 13:00 í dag að maðurinn væri smitaður af COVID-19 kórónaveiru. Þetta er fyrsta staðfesta tilfellið hér á landi. Í ljósi þessa mun ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni virkja hættustig almannavarna. Er þetta gert bæði vegna þess að ekkert lát er á hópsýkingu af völdum veirunnar ytra, þá sérstaklega í Evrópu, og að fyrsta tilfellið hefur nú verið staðfest hér á landi. Maðurinn sem greindist var nýverið staddur á Norður-Ítalíu utan skilgreinds hættusvæðis fyrir veiruna. Unnið er að rakningu smitleiða en markmið þeirra vinnu er að varpa ljósi hverjir gætu verið útsettir vegna þessa staðfesta smits. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir boða til blaðamannafundar í dag í samhæfingarmiðstöð almannavarna að Skógarhlíð 14, klukkan 16:00. Á fundinum munu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sitja fyrir svörum ásamt Ölmu D. Möller landlækni og Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. Einstaklingar sem finna fyrir veikindum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti vegna t.d. ferðalaga eru hvattir til að hringja í 1700 (fyrir erlend símanúmer: +354 544-4113) til að fá leiðbeiningar. Þeir sem hafa verið í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra áhættusvæða. Ítarlegar upplýsingar um hina nýju kórónaveiru er að finna á landlaeknir.is og jafnframt upplýsingar um skilgreind áhættusvæði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Er þetta fyrsta staðfesta tilfelli veirunnar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti landlæknis. Þar segir að maðurinn sé ekki alvarlega veikur en sýni dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdómsins sem séu hósti, hiti og beinverkir. Maðurinn var nýverið staddur á Norður-Ítalíu utan skilgreinds hættusvæðis fyrir veiruna. Nú er verið að vinna að því að rekja smitileiðir en markmið þeirrar vinnu er að varpa ljósi á það hverjir gætu verið útsettir vegna þessa staðfesta smits. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Í tilkynningunni segir að sýnataka og greining á veiru- og sýklafræðideild Landspítalans hafi laust eftir klukkan 13 í dag staðfest að maðurinn væri smitaður af kórónaveirunni. Í ljósi þess að veiran hefur nú greinst hér á landi mun ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni virkja hættustig almannavarna, líkt og gefið hafði verið út að yrði gert þegar veiran myndi greinast hér. Að því er segir í tilkynning landlæknis er hættustig virkjað bæði vegna þess að ekkert lát er á hópsýkingu af völdum veirunnar ytra, þá sérstaklega í Evrópu, og vegna þess að fyrsta tilfellið hefur verið staðfest hér á landi. Sjá einnig: Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Boðið er til blaðamannafundar nú klukkan 16 vegna kórónuveirunnar. Hægt er að sjá beina útsendingu af fundinum neðst í fréttinni og hér á Vísi. Tilkynningu frá embætti landlæknis má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). Maðurinn er ekki alvarlega veikur en sýnir dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms (hósti, hiti og beinverkir). Sýnataka og greining á veiru- og sýklafræðideild Landspítali staðfesti laust eftir kl. 13:00 í dag að maðurinn væri smitaður af COVID-19 kórónaveiru. Þetta er fyrsta staðfesta tilfellið hér á landi. Í ljósi þessa mun ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni virkja hættustig almannavarna. Er þetta gert bæði vegna þess að ekkert lát er á hópsýkingu af völdum veirunnar ytra, þá sérstaklega í Evrópu, og að fyrsta tilfellið hefur nú verið staðfest hér á landi. Maðurinn sem greindist var nýverið staddur á Norður-Ítalíu utan skilgreinds hættusvæðis fyrir veiruna. Unnið er að rakningu smitleiða en markmið þeirra vinnu er að varpa ljósi hverjir gætu verið útsettir vegna þessa staðfesta smits. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir boða til blaðamannafundar í dag í samhæfingarmiðstöð almannavarna að Skógarhlíð 14, klukkan 16:00. Á fundinum munu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sitja fyrir svörum ásamt Ölmu D. Möller landlækni og Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. Einstaklingar sem finna fyrir veikindum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti vegna t.d. ferðalaga eru hvattir til að hringja í 1700 (fyrir erlend símanúmer: +354 544-4113) til að fá leiðbeiningar. Þeir sem hafa verið í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra áhættusvæða. Ítarlegar upplýsingar um hina nýju kórónaveiru er að finna á landlaeknir.is og jafnframt upplýsingar um skilgreind áhættusvæði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Um tuttugu manns í sóttkví hér á landi Um tuttugu manns eru í fjórtán daga sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 16:10 Íslendingar á Tenerife-hótelinu koma heim um helgina Að minnsta kosti hluti þeirra Íslendinga sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á deildinni. 28. febrúar 2020 11:57 Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Um tuttugu manns í sóttkví hér á landi Um tuttugu manns eru í fjórtán daga sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 16:10
Íslendingar á Tenerife-hótelinu koma heim um helgina Að minnsta kosti hluti þeirra Íslendinga sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á deildinni. 28. febrúar 2020 11:57
Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00