Stækkun Heathrow talin ólögleg í ljósi loftslagsmarkmiða Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 16:00 Umhverfissinnar voru sigurreifir fyrir utan dómshúsið í London í dag. Vísir/EPA Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í dag að leyfi sem bresk yfirvöld veittu fyrir stækkun Heathrow-flugvallar hafi verið ólögleg þar sem ekki var tekið tillit til loftslagsskuldbindinga ríkisstjórnarinnar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Stjórnendur flugvallararins hyggjast áfrýja en ríkisstjórnin ekki. Lengi hefur verið deilt um lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvelli. Umhverfisverndarsinnar hafa lagst gegn henni bæði vegna loftslagssjónarmiða og staðbundinna umhverfisáhrifa. Afgerandi meirihluti breskra þingmanna greiddi atkvæði með stækkuninni árið 2018 en Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Árið 2015 sagðist hann sjálfur ætla að leggja fyrir framan jarðýtur til að stöðva framkvæmdirnar. Hópur umhverfisverndarsinna, sveitarstjórna og borgarstjórinn í London höfðuðu því mál til að hnekkja leyfi sem stjórnvöld veittu fyrir framkvæmdum við flugbrautina. Dómstóllinn úrskurðaði í dag að ríkisstjórnin hefði ekki fylgt opinberri stefnu þegar hún veitti leyfið. Ríkisstjórninni væri skylt að taka tillit til Parísarsamkomulagsins sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun af völdum manna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Grant Shapps, samgönguráðherra, tilkynnti á Twitter að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að áfrýja. Verði flugvöllurinn stækkaður verði það alfarið á vegum fluggeirans. Hann sagði það stjórnenda Heathrow og dómstóla að ákveða hvort ráðist verði í lagningu þriðju flugbrautarinnar. John Holland-Kaye, forstjóri Heathrow-flugvallar, sagði hins vegar að málinu yrði vísað til hæstaréttar og að hann telji flugvallaryfirvöld hafa sterk lögfræðileg rök fyrir málstað sínum. Umhverfissinnar fögnuðu niðurstöðunni og sögðu hana tímamótasigur fyrir „loftslagsréttlæti“. Will Rundle, yfirlögfræðingur samtakanna Jarðarvina, telur úrskurðinn geta haft fordæmisgildi um að hafa verði loftslagsbreytingar í huga við allar skipulagsákvarðanir. Bretland England Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í dag að leyfi sem bresk yfirvöld veittu fyrir stækkun Heathrow-flugvallar hafi verið ólögleg þar sem ekki var tekið tillit til loftslagsskuldbindinga ríkisstjórnarinnar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Stjórnendur flugvallararins hyggjast áfrýja en ríkisstjórnin ekki. Lengi hefur verið deilt um lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvelli. Umhverfisverndarsinnar hafa lagst gegn henni bæði vegna loftslagssjónarmiða og staðbundinna umhverfisáhrifa. Afgerandi meirihluti breskra þingmanna greiddi atkvæði með stækkuninni árið 2018 en Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Árið 2015 sagðist hann sjálfur ætla að leggja fyrir framan jarðýtur til að stöðva framkvæmdirnar. Hópur umhverfisverndarsinna, sveitarstjórna og borgarstjórinn í London höfðuðu því mál til að hnekkja leyfi sem stjórnvöld veittu fyrir framkvæmdum við flugbrautina. Dómstóllinn úrskurðaði í dag að ríkisstjórnin hefði ekki fylgt opinberri stefnu þegar hún veitti leyfið. Ríkisstjórninni væri skylt að taka tillit til Parísarsamkomulagsins sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun af völdum manna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Grant Shapps, samgönguráðherra, tilkynnti á Twitter að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að áfrýja. Verði flugvöllurinn stækkaður verði það alfarið á vegum fluggeirans. Hann sagði það stjórnenda Heathrow og dómstóla að ákveða hvort ráðist verði í lagningu þriðju flugbrautarinnar. John Holland-Kaye, forstjóri Heathrow-flugvallar, sagði hins vegar að málinu yrði vísað til hæstaréttar og að hann telji flugvallaryfirvöld hafa sterk lögfræðileg rök fyrir málstað sínum. Umhverfissinnar fögnuðu niðurstöðunni og sögðu hana tímamótasigur fyrir „loftslagsréttlæti“. Will Rundle, yfirlögfræðingur samtakanna Jarðarvina, telur úrskurðinn geta haft fordæmisgildi um að hafa verði loftslagsbreytingar í huga við allar skipulagsákvarðanir.
Bretland England Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira