Stækkun Heathrow talin ólögleg í ljósi loftslagsmarkmiða Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 16:00 Umhverfissinnar voru sigurreifir fyrir utan dómshúsið í London í dag. Vísir/EPA Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í dag að leyfi sem bresk yfirvöld veittu fyrir stækkun Heathrow-flugvallar hafi verið ólögleg þar sem ekki var tekið tillit til loftslagsskuldbindinga ríkisstjórnarinnar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Stjórnendur flugvallararins hyggjast áfrýja en ríkisstjórnin ekki. Lengi hefur verið deilt um lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvelli. Umhverfisverndarsinnar hafa lagst gegn henni bæði vegna loftslagssjónarmiða og staðbundinna umhverfisáhrifa. Afgerandi meirihluti breskra þingmanna greiddi atkvæði með stækkuninni árið 2018 en Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Árið 2015 sagðist hann sjálfur ætla að leggja fyrir framan jarðýtur til að stöðva framkvæmdirnar. Hópur umhverfisverndarsinna, sveitarstjórna og borgarstjórinn í London höfðuðu því mál til að hnekkja leyfi sem stjórnvöld veittu fyrir framkvæmdum við flugbrautina. Dómstóllinn úrskurðaði í dag að ríkisstjórnin hefði ekki fylgt opinberri stefnu þegar hún veitti leyfið. Ríkisstjórninni væri skylt að taka tillit til Parísarsamkomulagsins sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun af völdum manna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Grant Shapps, samgönguráðherra, tilkynnti á Twitter að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að áfrýja. Verði flugvöllurinn stækkaður verði það alfarið á vegum fluggeirans. Hann sagði það stjórnenda Heathrow og dómstóla að ákveða hvort ráðist verði í lagningu þriðju flugbrautarinnar. John Holland-Kaye, forstjóri Heathrow-flugvallar, sagði hins vegar að málinu yrði vísað til hæstaréttar og að hann telji flugvallaryfirvöld hafa sterk lögfræðileg rök fyrir málstað sínum. Umhverfissinnar fögnuðu niðurstöðunni og sögðu hana tímamótasigur fyrir „loftslagsréttlæti“. Will Rundle, yfirlögfræðingur samtakanna Jarðarvina, telur úrskurðinn geta haft fordæmisgildi um að hafa verði loftslagsbreytingar í huga við allar skipulagsákvarðanir. Bretland England Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í dag að leyfi sem bresk yfirvöld veittu fyrir stækkun Heathrow-flugvallar hafi verið ólögleg þar sem ekki var tekið tillit til loftslagsskuldbindinga ríkisstjórnarinnar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Stjórnendur flugvallararins hyggjast áfrýja en ríkisstjórnin ekki. Lengi hefur verið deilt um lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvelli. Umhverfisverndarsinnar hafa lagst gegn henni bæði vegna loftslagssjónarmiða og staðbundinna umhverfisáhrifa. Afgerandi meirihluti breskra þingmanna greiddi atkvæði með stækkuninni árið 2018 en Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Árið 2015 sagðist hann sjálfur ætla að leggja fyrir framan jarðýtur til að stöðva framkvæmdirnar. Hópur umhverfisverndarsinna, sveitarstjórna og borgarstjórinn í London höfðuðu því mál til að hnekkja leyfi sem stjórnvöld veittu fyrir framkvæmdum við flugbrautina. Dómstóllinn úrskurðaði í dag að ríkisstjórnin hefði ekki fylgt opinberri stefnu þegar hún veitti leyfið. Ríkisstjórninni væri skylt að taka tillit til Parísarsamkomulagsins sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun af völdum manna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Grant Shapps, samgönguráðherra, tilkynnti á Twitter að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að áfrýja. Verði flugvöllurinn stækkaður verði það alfarið á vegum fluggeirans. Hann sagði það stjórnenda Heathrow og dómstóla að ákveða hvort ráðist verði í lagningu þriðju flugbrautarinnar. John Holland-Kaye, forstjóri Heathrow-flugvallar, sagði hins vegar að málinu yrði vísað til hæstaréttar og að hann telji flugvallaryfirvöld hafa sterk lögfræðileg rök fyrir málstað sínum. Umhverfissinnar fögnuðu niðurstöðunni og sögðu hana tímamótasigur fyrir „loftslagsréttlæti“. Will Rundle, yfirlögfræðingur samtakanna Jarðarvina, telur úrskurðinn geta haft fordæmisgildi um að hafa verði loftslagsbreytingar í huga við allar skipulagsákvarðanir.
Bretland England Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira