Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 15:00 Trentino er ekki skilgreint sem svæði með mikla smithættu vegna kórónuveirunnar líkt og rauðmerktu héruðin á þessu korti en önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu. vísir/hjalti Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Íslensku ferðaskrifstofurnar Úrval Útsýn og Vita bjóða upp á vinsælar skíðaferðir til Madonna og Selva. Bæirnir eru í héraðinu Trentino en það er ekki eitt þeirra héraða sem skilgreind eru sem hættusvæði. Þau héruð eru Lombardía, Venetó, Piedmont og Emilia-Romagna. Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum til þessara héraða og eru einstaklingar sem hafa dvalið á þessum svæðum í beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á svæðunum. Verona-borg er í Veneto og þangað er meðal annars flogið með Íslendinga í skíðaferðir á Norður-Ítalíu. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að fara í sóttkví ef maður flýgur eingöngu til eða frá svæði með mikla smitáhættu eða keyrir aðeins í gegnum slíkt svæði.Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Annað vinsælt skíðasvæði á meðal Íslendinga er Cortina í Venetó. Íslendingar sem koma þaðan úr skíðaferð þurfa því að fara í sóttkví líkt og tveir hafa þurft að gera á Egilsstöðum sem komu frá Cortina. Að því er fram kemur á vef RÚV er sóttvarnalæknir að hafa samband við hina tólf sem einnig voru þar. Þá ber að hafa í huga að þótt fyrrnefnd skíðasvæði séu vinsælli önnur meðal landans þá eru önnur skíðasvæði á Norður-Ítalíu innan hættusvæðanna þangað sem fólk getur farið á eigin vegum eða með öðrum ferðaskrifstofum en þeim íslensku. Einnig má nefna að önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu og eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis sem eru þar eða hafa verið þar undanfarna daga eftirfarandi: Einstaklingar sem eru á þessum svæðum eða hafa verið á þessum svæðum á undanförnum dögum eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur með annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitið við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum. Tilkynna veikindi til 1700 eða heilsugæslunnar sem koma upp innan 14 daga frá heimsókn á ofangreind svæði og fara yfir ferðasögu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Íslensku ferðaskrifstofurnar Úrval Útsýn og Vita bjóða upp á vinsælar skíðaferðir til Madonna og Selva. Bæirnir eru í héraðinu Trentino en það er ekki eitt þeirra héraða sem skilgreind eru sem hættusvæði. Þau héruð eru Lombardía, Venetó, Piedmont og Emilia-Romagna. Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum til þessara héraða og eru einstaklingar sem hafa dvalið á þessum svæðum í beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á svæðunum. Verona-borg er í Veneto og þangað er meðal annars flogið með Íslendinga í skíðaferðir á Norður-Ítalíu. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að fara í sóttkví ef maður flýgur eingöngu til eða frá svæði með mikla smitáhættu eða keyrir aðeins í gegnum slíkt svæði.Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Annað vinsælt skíðasvæði á meðal Íslendinga er Cortina í Venetó. Íslendingar sem koma þaðan úr skíðaferð þurfa því að fara í sóttkví líkt og tveir hafa þurft að gera á Egilsstöðum sem komu frá Cortina. Að því er fram kemur á vef RÚV er sóttvarnalæknir að hafa samband við hina tólf sem einnig voru þar. Þá ber að hafa í huga að þótt fyrrnefnd skíðasvæði séu vinsælli önnur meðal landans þá eru önnur skíðasvæði á Norður-Ítalíu innan hættusvæðanna þangað sem fólk getur farið á eigin vegum eða með öðrum ferðaskrifstofum en þeim íslensku. Einnig má nefna að önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu og eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis sem eru þar eða hafa verið þar undanfarna daga eftirfarandi: Einstaklingar sem eru á þessum svæðum eða hafa verið á þessum svæðum á undanförnum dögum eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur með annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitið við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum. Tilkynna veikindi til 1700 eða heilsugæslunnar sem koma upp innan 14 daga frá heimsókn á ofangreind svæði og fara yfir ferðasögu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira