Telja rauðar pöndur tvöfaldar í roðinu Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 12:16 Tveir rauðpönduhúnar í dýragarði í Zagreb í Króatíu. Báðar tegundir pöndunnar eru taldar í bráðri útrýmingarhættu. Vísir/EPA Vísindamenn segjast hafa staðfest grun sinn um að rauðar pöndur sem eru innfæddar í Asíu séu í raun tvær ólíkar tegundir en ekki ein. Uppgötvunin þýði að aðgerðir til að vernda tegundirnar sem eru þegar í útrýmingarhættu séu enn brýnni en ella. Lengi hefur verið talið á grundvelli útlits þeirra að tvö afbrigði rauðra panda séu til. Vísindamenn hefur hins vegar skort beinharðar sannanir fyrir því. Erfðarannsóknir á pöndunum hefur nú leitt í ljós að þær skiptast í raun í tvær tegundir og er það rakið til þess að fljót tvístraði stofninum fyrir um 250.000 árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kínverska rauðar pöndur eru þannig með rauðari feld og röndótta hringi á skottinu en rauðar Himalajapöndur eru með hvítleitari fés. Rauðar pöndur lifa í skóglendi í fjöllum Kína, Indlands, Bútans og Búrma. Aðeins nokkur þúsund rauðar pöndur eru eftir og fer þeim fækkandi. Veiðar og tap búsvæða ógnar tilvist þeirra og segja vísindamenn nýjustu uppgötvunina undirstrika mikilvæg verndunaraðgerða, sérstaklega fyrir rauðu Himalajapönduna. Stofn hennar sé minni og erfðafræðilegur fjölbreytileiki tegundarinnar sé takmarkaðri en þeirrar kínversku. Þrátt fyrir nafnið er rauða pandan ekki náskyld risapöndunni. Hún er lítið spendýr sem líkist birni, lifir í trjám og þrífst á bambusi. Dýrin eru vernduð í öllum ríkjunum sem þær lifa í. Engu að síður halda ólöglegar veiðar áfram til að seðja markað fyrir feldina í suðvesturhluta Kína. Hattar úr feldi þeirra eru taldir lukkugripir fyrir nýgift hjón í Kína. Veiðar og tap búsvæða ógna rauðu pöndunni í Asíu.Vísir/EPA Dýr Kína Vísindi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Vísindamenn segjast hafa staðfest grun sinn um að rauðar pöndur sem eru innfæddar í Asíu séu í raun tvær ólíkar tegundir en ekki ein. Uppgötvunin þýði að aðgerðir til að vernda tegundirnar sem eru þegar í útrýmingarhættu séu enn brýnni en ella. Lengi hefur verið talið á grundvelli útlits þeirra að tvö afbrigði rauðra panda séu til. Vísindamenn hefur hins vegar skort beinharðar sannanir fyrir því. Erfðarannsóknir á pöndunum hefur nú leitt í ljós að þær skiptast í raun í tvær tegundir og er það rakið til þess að fljót tvístraði stofninum fyrir um 250.000 árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kínverska rauðar pöndur eru þannig með rauðari feld og röndótta hringi á skottinu en rauðar Himalajapöndur eru með hvítleitari fés. Rauðar pöndur lifa í skóglendi í fjöllum Kína, Indlands, Bútans og Búrma. Aðeins nokkur þúsund rauðar pöndur eru eftir og fer þeim fækkandi. Veiðar og tap búsvæða ógnar tilvist þeirra og segja vísindamenn nýjustu uppgötvunina undirstrika mikilvæg verndunaraðgerða, sérstaklega fyrir rauðu Himalajapönduna. Stofn hennar sé minni og erfðafræðilegur fjölbreytileiki tegundarinnar sé takmarkaðri en þeirrar kínversku. Þrátt fyrir nafnið er rauða pandan ekki náskyld risapöndunni. Hún er lítið spendýr sem líkist birni, lifir í trjám og þrífst á bambusi. Dýrin eru vernduð í öllum ríkjunum sem þær lifa í. Engu að síður halda ólöglegar veiðar áfram til að seðja markað fyrir feldina í suðvesturhluta Kína. Hattar úr feldi þeirra eru taldir lukkugripir fyrir nýgift hjón í Kína. Veiðar og tap búsvæða ógna rauðu pöndunni í Asíu.Vísir/EPA
Dýr Kína Vísindi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira