Atvinnulífið á handbremsunni í vaxandi atvinnuleysi og verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2020 13:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ástæðu til að hafa áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi og fylgjast vel með þróun verðbólgunnar sem hefur aukist frá síðasta mánuði og mælist nú 2,4 prósent. Þá telji samtökin að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. Samkvæmt þessum tölu Hagstofunnar er verðbólga að nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný en þau eru 2,5 prósent. En allt fram í desember í fyrra hafði verðbólga verið yfir markmiðum bankans í níu mánuði. Eftir að hún fór undir markmiðin í desember batt Seðlabankinn vonir við að hún myndi haldast undir markmiðum næstu misseri. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of snemmt að draga víðtækar ályktanir af þessari hækkun þar sem útsöluáhrif séu minni nú en áður og liðir sem komu til lækkunar áður komi til hækkunar nú. „Stóra myndin er hins vegar þessi að tólf mánaða verðbólga er ennþá undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Ef við skoðum einfaldlega mánaðamælingarnar í hverjum mánuði unanfarna tólf mánuði erum við ennþá talsvert undir meðaltalsverðbólgu,“ segir Halldór Benjamín. Þessi þróun gefi engu að síður fullt tilefni til að fylgjast með þróuninni. Því á sama tíma sé atvinnuleysi, sem nú mælist 3,4 prósent, að aukast. En nú séu um tíu þúsund manns skráðir atvinnulausir og atvinnulífið á handbremsunni. Samtök atvinnulífsins telji því að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. „Þarna eru tveir þættir. Annars vegar sá að atvinnuleysi hefur verið að aukast mjög mikið og við höfum vissulega áhyggjur af því eins og þorri landsmanna. Á sama tíma höfum við bent á að raunvaxtastig á Íslandi er enn tiltölulega hátt og við höfum bent á að það sé rými til frekari vaxtalækkana.“ Samtök atvinnulífsins telji því einboðið að Seðlabankinn muni halda áfram á braut vaxtalækkana segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ástæðu til að hafa áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi og fylgjast vel með þróun verðbólgunnar sem hefur aukist frá síðasta mánuði og mælist nú 2,4 prósent. Þá telji samtökin að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. Samkvæmt þessum tölu Hagstofunnar er verðbólga að nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný en þau eru 2,5 prósent. En allt fram í desember í fyrra hafði verðbólga verið yfir markmiðum bankans í níu mánuði. Eftir að hún fór undir markmiðin í desember batt Seðlabankinn vonir við að hún myndi haldast undir markmiðum næstu misseri. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of snemmt að draga víðtækar ályktanir af þessari hækkun þar sem útsöluáhrif séu minni nú en áður og liðir sem komu til lækkunar áður komi til hækkunar nú. „Stóra myndin er hins vegar þessi að tólf mánaða verðbólga er ennþá undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Ef við skoðum einfaldlega mánaðamælingarnar í hverjum mánuði unanfarna tólf mánuði erum við ennþá talsvert undir meðaltalsverðbólgu,“ segir Halldór Benjamín. Þessi þróun gefi engu að síður fullt tilefni til að fylgjast með þróuninni. Því á sama tíma sé atvinnuleysi, sem nú mælist 3,4 prósent, að aukast. En nú séu um tíu þúsund manns skráðir atvinnulausir og atvinnulífið á handbremsunni. Samtök atvinnulífsins telji því að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. „Þarna eru tveir þættir. Annars vegar sá að atvinnuleysi hefur verið að aukast mjög mikið og við höfum vissulega áhyggjur af því eins og þorri landsmanna. Á sama tíma höfum við bent á að raunvaxtastig á Íslandi er enn tiltölulega hátt og við höfum bent á að það sé rými til frekari vaxtalækkana.“ Samtök atvinnulífsins telji því einboðið að Seðlabankinn muni halda áfram á braut vaxtalækkana segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira