Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 12:37 Almenningsvagnar voru sótthreinsaðir vegna kórónuveirunnar í Teheran í morgun. AP/Ebrahim Noroozi Nítján eru nú látnir af völdum nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Íran af 139 staðfestum tilfellum. Hassan Rouhani, forseti, segist engu að síður engin áform hafa um að setja borgir í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telur veiruna ekki orðna að heimsfaraldri enn sem komið er. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunnar í heiminum. Hún skaut fyrst upp kollinum í kínversku borginni Wuhan í desember. Langflestir þeirra rúmlega 2.700 sem hafa látist af völdum veirunnar hafa verið í Kína en næstflest dauðsföllin eru í Íran þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Rouhani segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að ná tökum á veirunni þar. Stjórnvöld hafa hvatt landsmenn til þess að hætta við ónauðsynleg ferðalög, sérstaklega til Gilan- og Qom-héraðs þar sem ástandið er verst. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar óttist að stjórnvöld í Teheran reyni að fela raunverulega útbreiðslu veirunnar í ljósi þess hversu hratt hún hefur breiðst um Persaflóa að undanförnu. Þannig hafi opinberar tölur sagt að engin staðfest tilfelli hafi komið upp í borginni Mashhad þrátt fyrir að fjöldi tilfella í Kúvaít hafi verið rakinn þangað. Þingmaður frá Qom fullyrti að allt að fimmtíu hefðu látið lífi af völdum veirunnar en yfirvöld hafna því. Fleiri greindust utan Kína en innan í fyrsta skipti Smitum hefur einnig fjölgað mikið í Suður-Kóreu og á norðanverðri Ítalíu. Tilkynnt var um fleiri ný smit utan Kína en innan þess í gær í fyrsta skipti frá því að veiran greindist fyrst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir fjölgunina mikið áhyggjuefni en að hann telji enn að hægt verði að hefta útbreiðslu veirunnar. Hún sé ekki orðin að heimsfaraldri sem sakir standa. WHO lýsti yfir alþjóðlegu lýðheilsuneyðarástandi vegna veirunnar í lok janúar. „Við ættum ekki að vera of áfjáð í að lýsa yfir heimsfaraldri án þess að gæta að okkur og greina staðreyndirnar með skýrum huga,“ segir Tedros. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Nítján eru nú látnir af völdum nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Íran af 139 staðfestum tilfellum. Hassan Rouhani, forseti, segist engu að síður engin áform hafa um að setja borgir í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telur veiruna ekki orðna að heimsfaraldri enn sem komið er. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunnar í heiminum. Hún skaut fyrst upp kollinum í kínversku borginni Wuhan í desember. Langflestir þeirra rúmlega 2.700 sem hafa látist af völdum veirunnar hafa verið í Kína en næstflest dauðsföllin eru í Íran þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Rouhani segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að ná tökum á veirunni þar. Stjórnvöld hafa hvatt landsmenn til þess að hætta við ónauðsynleg ferðalög, sérstaklega til Gilan- og Qom-héraðs þar sem ástandið er verst. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar óttist að stjórnvöld í Teheran reyni að fela raunverulega útbreiðslu veirunnar í ljósi þess hversu hratt hún hefur breiðst um Persaflóa að undanförnu. Þannig hafi opinberar tölur sagt að engin staðfest tilfelli hafi komið upp í borginni Mashhad þrátt fyrir að fjöldi tilfella í Kúvaít hafi verið rakinn þangað. Þingmaður frá Qom fullyrti að allt að fimmtíu hefðu látið lífi af völdum veirunnar en yfirvöld hafna því. Fleiri greindust utan Kína en innan í fyrsta skipti Smitum hefur einnig fjölgað mikið í Suður-Kóreu og á norðanverðri Ítalíu. Tilkynnt var um fleiri ný smit utan Kína en innan þess í gær í fyrsta skipti frá því að veiran greindist fyrst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir fjölgunina mikið áhyggjuefni en að hann telji enn að hægt verði að hefta útbreiðslu veirunnar. Hún sé ekki orðin að heimsfaraldri sem sakir standa. WHO lýsti yfir alþjóðlegu lýðheilsuneyðarástandi vegna veirunnar í lok janúar. „Við ættum ekki að vera of áfjáð í að lýsa yfir heimsfaraldri án þess að gæta að okkur og greina staðreyndirnar með skýrum huga,“ segir Tedros.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30