Ósnertanlegur Aron Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2020 10:00 Ég taldi mig og mína vera ósnertanlega, eins skrýtið og það virðist hljóma. En það er kannski þannig sem maður upplifir sig þegar maður hefur ekki staðið frammi fyrir áföllum og missi. Mín æska var góð og uppfull af hamingju. Ég bjó á Ísafirði, gat þar notið frelsisins sem staðurinn hafði uppá að bjóða. Möguleikarnir voru endalausir. Á þeim tíma tók maður lífinu sem sjálfsögðum hlut. Árið 2013 þegar ég var rétt að verða tvítugur berast mér og bræðrum mínum tveimur þær fréttir að mamma hafði greinst með sjúkdóm að nafninu MND. Taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur enn þann dag í dag ekki fundist lækning við. Áfallið var mikið. Meðal lífslíkur sjúklinga eru taldar vera á bilinu 2-5 ár. Mamma barðist hetjulega við sjúkdóminn í tvö ár. Á þeim tíma fannst ekki lækning og því þurfti einhvað að láta undan, mamma lést árið 2015. Á þessu tímabili horfði ég upp á ástvin verða veikari með tímanum. Ég gat ekki fundið lækningu við MND en ég gat verið til staðar og hjálpað eins og ég gat. Það er á þessum tímapunkti þar sem lífið var sett í samhengi fyrir mér. Það er enginn ósnertanlegur, við getum bara verið vís með daginn í dag. Það var ljóst þegar mamma greindist með sjúkdóminn hvaða manneskju hún hafði að geyma. Hver dagur skipti máli og draumar urðu að veruleika á meðan hún gat gert þá að veruleika. Hún og pabbi fóru saman í sín draumaferðalög og nutu sín saman. Sorgin er flókið fyrirbæri. Það er erfitt að sætta sig við ástvinamissi, sérstaklega þegar maður var rétt orðinn tvítugur. Ég átti eftir að upplifa svo margt með mömmu. Lífið heldur áfram og maður reynir að koma sér aftur á beinu braut lífsins með bakpokann sem maður hefur borið á bakinu allt sitt líf. Bakpokinn var orðinn aðeins þyngri núna en það var ekki í boði að láta undan þunganum. Ég hélt áfram með það í huga að nýta minn tíma á þessari jörð. Náði mér í háskólagráðu og reyndi að sinna mínum draumum eins og ég gat. Ég flutti aftur heim til Ísafjarðar og bjó hjá pabba. Maður skyldi halda að eitt svona áfall væri meira en nóg, lífið átti eftir að veita mér og mínum eitt högg til viðbótar. Pabbi féll frá sumarið 2019 og það skyndilega. Áfallið var af öðrum toga, aðdragandinn var enginn. Á þessum tímapunkti fannst mér alveg eins gott að jörðin myndi gleypa mig. Fram að þessu höfðum við tekist á við fráfall mömmu saman. Ég myndi segja að við höfðum alveg verið að komast aftur á rétt skrið í lífinu. En að því er ekki spurt, heldur situr maður eftir með spurningar. Í þessum pistli hleyp ég nokkuð hratt yfir söguna. Með þessu vil ég opna á sögu mína og reynslu. Við þurfum öll að takast á við áföll og missi á einhverjum tímapunkti. Við getum aldrei verið vís með neitt nema daginn í dag. Fyrst taldi ég mig vita betur en allir aðrir. Það myndi ekki hjálpa neitt að leita mér aðstoðar, ég veit betur núna. Það ætti enginn að bera slíka byrði einn. Með því að tala um hlutina og opna á umræðu um þá erum við á sama tíma að takast á við þá og horfast í augu við þá. Ég held áfram að feta lífsins leið með bakpokann minn. Þyngdin á honum er farin að taka í en hún mun ekki verða mér ofviða. Sorgin mun aldrei hverfa, maður lærir smám saman að lifa með henni. Það er í okkar höndum að nýta hvern dag sem við fáum. Grípum hvert tækifæri, hlúum að fólkinu okkar og lifum lífinu lifandi. „ Ég á mínar stundir og tek mér þá göngu um táradali lífs míns. En sem betur fer hafa þetta verið stuttar göngur. Ég kýs frekar að taka mér gönguferð með samferðafólki mínu í birtunni sem það fólk sendir frá sér .“ - Ingibjörg S. Guðmundsdóttir (Mamma) Höfundur er nemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég taldi mig og mína vera ósnertanlega, eins skrýtið og það virðist hljóma. En það er kannski þannig sem maður upplifir sig þegar maður hefur ekki staðið frammi fyrir áföllum og missi. Mín æska var góð og uppfull af hamingju. Ég bjó á Ísafirði, gat þar notið frelsisins sem staðurinn hafði uppá að bjóða. Möguleikarnir voru endalausir. Á þeim tíma tók maður lífinu sem sjálfsögðum hlut. Árið 2013 þegar ég var rétt að verða tvítugur berast mér og bræðrum mínum tveimur þær fréttir að mamma hafði greinst með sjúkdóm að nafninu MND. Taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur enn þann dag í dag ekki fundist lækning við. Áfallið var mikið. Meðal lífslíkur sjúklinga eru taldar vera á bilinu 2-5 ár. Mamma barðist hetjulega við sjúkdóminn í tvö ár. Á þeim tíma fannst ekki lækning og því þurfti einhvað að láta undan, mamma lést árið 2015. Á þessu tímabili horfði ég upp á ástvin verða veikari með tímanum. Ég gat ekki fundið lækningu við MND en ég gat verið til staðar og hjálpað eins og ég gat. Það er á þessum tímapunkti þar sem lífið var sett í samhengi fyrir mér. Það er enginn ósnertanlegur, við getum bara verið vís með daginn í dag. Það var ljóst þegar mamma greindist með sjúkdóminn hvaða manneskju hún hafði að geyma. Hver dagur skipti máli og draumar urðu að veruleika á meðan hún gat gert þá að veruleika. Hún og pabbi fóru saman í sín draumaferðalög og nutu sín saman. Sorgin er flókið fyrirbæri. Það er erfitt að sætta sig við ástvinamissi, sérstaklega þegar maður var rétt orðinn tvítugur. Ég átti eftir að upplifa svo margt með mömmu. Lífið heldur áfram og maður reynir að koma sér aftur á beinu braut lífsins með bakpokann sem maður hefur borið á bakinu allt sitt líf. Bakpokinn var orðinn aðeins þyngri núna en það var ekki í boði að láta undan þunganum. Ég hélt áfram með það í huga að nýta minn tíma á þessari jörð. Náði mér í háskólagráðu og reyndi að sinna mínum draumum eins og ég gat. Ég flutti aftur heim til Ísafjarðar og bjó hjá pabba. Maður skyldi halda að eitt svona áfall væri meira en nóg, lífið átti eftir að veita mér og mínum eitt högg til viðbótar. Pabbi féll frá sumarið 2019 og það skyndilega. Áfallið var af öðrum toga, aðdragandinn var enginn. Á þessum tímapunkti fannst mér alveg eins gott að jörðin myndi gleypa mig. Fram að þessu höfðum við tekist á við fráfall mömmu saman. Ég myndi segja að við höfðum alveg verið að komast aftur á rétt skrið í lífinu. En að því er ekki spurt, heldur situr maður eftir með spurningar. Í þessum pistli hleyp ég nokkuð hratt yfir söguna. Með þessu vil ég opna á sögu mína og reynslu. Við þurfum öll að takast á við áföll og missi á einhverjum tímapunkti. Við getum aldrei verið vís með neitt nema daginn í dag. Fyrst taldi ég mig vita betur en allir aðrir. Það myndi ekki hjálpa neitt að leita mér aðstoðar, ég veit betur núna. Það ætti enginn að bera slíka byrði einn. Með því að tala um hlutina og opna á umræðu um þá erum við á sama tíma að takast á við þá og horfast í augu við þá. Ég held áfram að feta lífsins leið með bakpokann minn. Þyngdin á honum er farin að taka í en hún mun ekki verða mér ofviða. Sorgin mun aldrei hverfa, maður lærir smám saman að lifa með henni. Það er í okkar höndum að nýta hvern dag sem við fáum. Grípum hvert tækifæri, hlúum að fólkinu okkar og lifum lífinu lifandi. „ Ég á mínar stundir og tek mér þá göngu um táradali lífs míns. En sem betur fer hafa þetta verið stuttar göngur. Ég kýs frekar að taka mér gönguferð með samferðafólki mínu í birtunni sem það fólk sendir frá sér .“ - Ingibjörg S. Guðmundsdóttir (Mamma) Höfundur er nemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun