Stærðfræðingur sem ruddi brautina fyrir svartar vísindakonur látin Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 10:00 Obama smellti kossi á Johnson þegar hann veitti henni frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2015. Vísir/EPA Katherine Johnson, stærðfræðingur hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, er látin, 101 árs gömul. Johnson var á meðal þeirra sem reiknuðu út braut Apollo 11-tunglferjunnar handvirkt og varð saga hennar sem brautryðjandi fyrir svartar konur í vísindaheiminum efni í Hollywood-kvikmynd árið 2016. Þrátt fyrir að hafa leikið lykilhlutverk í mönnuðum tunglferðum Bandaríkjanna á 7. áratug síðustu aldar hlaut Johnson og aðrar konur sem störfuðu fyrir NASA litla frægð eða viðurkenningu fyrir störf sín. Johnson var svonefnd „tölva“ sem þá var starfsheiti yfir hóp kvenna sem notaði reiknistokka og vélrænar reiknivélar til þess að staðfesta flókna útreikninga yfirmanna þeirra sem voru yfirleitt hvítir karlmenn á þeim tíma. Washington Post segir að þegar Johnson hóf störf fyrir NASA árið 1953 hafi hún verið skilgreind sem „án fullra starfsréttinda“. Engu að síður voru það útreikningar hennar og fleiri kvenna sem gerðu Bandaríkjamönnum kleift að senda menn á braut um jörðina og til tunglsins. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, heiðraði Johnson fyrir framlag hennar með frelsisorðu forsetans árið 2015, það er æðsta orða sem óbreyttum borgurum er veitt í Bandaríkjunum. „Katherine G. Johnson neitaði að láta væntingar samfélagsins til kyns hennar og kynþáttar takmarka sig um leið og hún færði út mörk mannkynsins,“ sagði Obama þegar hann veitti Johnson orðuna. Persóna Johnson var í aðalhlutverki í kvikmyndinni „Faldar fígúrur“ [e. Hidden Figures] sem kom út ári síðar. Taraji Henson fór með hlutverk Johnson. Í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar gerði Johnson lítið úr framlagi sínu til tunglferðanna. „Það var ekkert við þetta, ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði hún við Washington Post árið 2017. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, var á öðru máli í yfirlýsingu vegna andláts Johnson í dag. Sagði hann að Johnson hefði hjálpað bandarísku þjóðinni að stækka landamærin að geimnum á sama tíma og hún opnaði dyr fyrir konur og þeldökkt fólk, að því er segir í frétt New York Times. Johnson fæddist í Vestur-Virgínu í ágúst árið 1918 og var sögð hafa hlotið náðargáfur í stærðfræði. Hún starfaði sem kennari við skóla þar sem kynþættirnir voru skildir að áður en hún gerðist „tölva“ fyrir NASA þar sem hún vann í þrjátíu og þrjú ár. Hún andaðist í dag, á hundraðasta og öðru aldursári. With slide rules and pencils, Katherine Johnson's brilliant mind helped launch our nation into space. No longer a Hidden Figure, her bravery and commitment to excellence leaves an eternal legacy for us all: https://t.co/1D6xzQNWrg pic.twitter.com/pvUvoRhuxp— NASA (@NASA) February 24, 2020 Andlát Bandaríkin Vísindi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Katherine Johnson, stærðfræðingur hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, er látin, 101 árs gömul. Johnson var á meðal þeirra sem reiknuðu út braut Apollo 11-tunglferjunnar handvirkt og varð saga hennar sem brautryðjandi fyrir svartar konur í vísindaheiminum efni í Hollywood-kvikmynd árið 2016. Þrátt fyrir að hafa leikið lykilhlutverk í mönnuðum tunglferðum Bandaríkjanna á 7. áratug síðustu aldar hlaut Johnson og aðrar konur sem störfuðu fyrir NASA litla frægð eða viðurkenningu fyrir störf sín. Johnson var svonefnd „tölva“ sem þá var starfsheiti yfir hóp kvenna sem notaði reiknistokka og vélrænar reiknivélar til þess að staðfesta flókna útreikninga yfirmanna þeirra sem voru yfirleitt hvítir karlmenn á þeim tíma. Washington Post segir að þegar Johnson hóf störf fyrir NASA árið 1953 hafi hún verið skilgreind sem „án fullra starfsréttinda“. Engu að síður voru það útreikningar hennar og fleiri kvenna sem gerðu Bandaríkjamönnum kleift að senda menn á braut um jörðina og til tunglsins. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, heiðraði Johnson fyrir framlag hennar með frelsisorðu forsetans árið 2015, það er æðsta orða sem óbreyttum borgurum er veitt í Bandaríkjunum. „Katherine G. Johnson neitaði að láta væntingar samfélagsins til kyns hennar og kynþáttar takmarka sig um leið og hún færði út mörk mannkynsins,“ sagði Obama þegar hann veitti Johnson orðuna. Persóna Johnson var í aðalhlutverki í kvikmyndinni „Faldar fígúrur“ [e. Hidden Figures] sem kom út ári síðar. Taraji Henson fór með hlutverk Johnson. Í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar gerði Johnson lítið úr framlagi sínu til tunglferðanna. „Það var ekkert við þetta, ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði hún við Washington Post árið 2017. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, var á öðru máli í yfirlýsingu vegna andláts Johnson í dag. Sagði hann að Johnson hefði hjálpað bandarísku þjóðinni að stækka landamærin að geimnum á sama tíma og hún opnaði dyr fyrir konur og þeldökkt fólk, að því er segir í frétt New York Times. Johnson fæddist í Vestur-Virgínu í ágúst árið 1918 og var sögð hafa hlotið náðargáfur í stærðfræði. Hún starfaði sem kennari við skóla þar sem kynþættirnir voru skildir að áður en hún gerðist „tölva“ fyrir NASA þar sem hún vann í þrjátíu og þrjú ár. Hún andaðist í dag, á hundraðasta og öðru aldursári. With slide rules and pencils, Katherine Johnson's brilliant mind helped launch our nation into space. No longer a Hidden Figure, her bravery and commitment to excellence leaves an eternal legacy for us all: https://t.co/1D6xzQNWrg pic.twitter.com/pvUvoRhuxp— NASA (@NASA) February 24, 2020
Andlát Bandaríkin Vísindi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira