Pep og vandræði hans í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2020 07:00 Pep þungt hugsi. Vísir/Getty Pep Guardiola er án vafa einn besti knattspyrnustjóri síðari ára. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að honum virðist fyrirmunað að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er með öðru liði en Barcelona. Í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð tókst Manchester City, sem stefndu þá hraðbyr að Englandsmeistaratitlinum, á einhvern ótrúlegan hátt að detta út fyrir Tottenham Hotspur. Þeir Sam Lee og Raphael Honigstein hjá The Athletic fóru yfir feril Pep Guardiola í Meistaradeild Evrópu og ræddu við fyrrum leikmenn sem og samstarfsmenn hans. Í grunninn gerir Pep þau mistök að hugsa of mikið. Hann gerir leikina töluvert flóknari en þeir eiga að þurfa að vera. Tapið á útivelli gegn Tottenham var 10. tap Pep á útivelli í 8-liða eða undanúrslitum keppninnar. Á Santiego Bernabéu ákvað hann að spila blússandi sóknarbolta gegn Real Madrid, gegn Barcelona ákvað hann að spila maður á mann vörn [bæði með Bayern Munich], gegn Liverpool ákvað hann að fjölga á miðjunni og gegn Tottenham ákvað hann að vera óhemju varkár [bæði með Manchester City]. Thomas Müller, leikmaður Bayern, telur að óheppni spili sinn þátt í gengi liðsins í Meistaradeildinni þegar Pep var stjóri þess frá árunum 2013-2016. Müller telur að Pep hafi stundum verið milli steins og sleggju þegar kom að því að halda í sitt taktíska upplegg eða þá að aðlaga leikstílinn að mótherjanum. „Leikstíll hans var frábær gegn minni liðum þar sem hann krefst þess að liðið hafi algjöra yfirburði þegar kemur að því að halda boltanum, og það gerir Guardiola að einum besta þjálfara í heimi,“ segir Müller. Pep Guardiola responds to Thomas Muller's view on his approach to big games. "It is true, I give much, but they cannot say I never prepare for the game. The more I know about the opponent, the better."@SamLee & @honigstein on Guardiola’s Champions League ‘curse’.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 25, 2020 Þá hefur einn samstarfsmaður Katalónans hjá Bayern sagt að skilningur hans á knattspyrnu sé ólíkur öllu því sem hann hafi áður vitað og það sé í raun ómögulegt fyrir aðra að skilja leikinn á sama hátt. Hvort það sé málið er erfitt að segja en Pep og lærisveinar hans í City fá verðugt verkefni í kvöld er þeir mæta Real Madrid á Santiago Bernabéu. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20:00 en upphitun hefst klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira
Pep Guardiola er án vafa einn besti knattspyrnustjóri síðari ára. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að honum virðist fyrirmunað að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er með öðru liði en Barcelona. Í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð tókst Manchester City, sem stefndu þá hraðbyr að Englandsmeistaratitlinum, á einhvern ótrúlegan hátt að detta út fyrir Tottenham Hotspur. Þeir Sam Lee og Raphael Honigstein hjá The Athletic fóru yfir feril Pep Guardiola í Meistaradeild Evrópu og ræddu við fyrrum leikmenn sem og samstarfsmenn hans. Í grunninn gerir Pep þau mistök að hugsa of mikið. Hann gerir leikina töluvert flóknari en þeir eiga að þurfa að vera. Tapið á útivelli gegn Tottenham var 10. tap Pep á útivelli í 8-liða eða undanúrslitum keppninnar. Á Santiego Bernabéu ákvað hann að spila blússandi sóknarbolta gegn Real Madrid, gegn Barcelona ákvað hann að spila maður á mann vörn [bæði með Bayern Munich], gegn Liverpool ákvað hann að fjölga á miðjunni og gegn Tottenham ákvað hann að vera óhemju varkár [bæði með Manchester City]. Thomas Müller, leikmaður Bayern, telur að óheppni spili sinn þátt í gengi liðsins í Meistaradeildinni þegar Pep var stjóri þess frá árunum 2013-2016. Müller telur að Pep hafi stundum verið milli steins og sleggju þegar kom að því að halda í sitt taktíska upplegg eða þá að aðlaga leikstílinn að mótherjanum. „Leikstíll hans var frábær gegn minni liðum þar sem hann krefst þess að liðið hafi algjöra yfirburði þegar kemur að því að halda boltanum, og það gerir Guardiola að einum besta þjálfara í heimi,“ segir Müller. Pep Guardiola responds to Thomas Muller's view on his approach to big games. "It is true, I give much, but they cannot say I never prepare for the game. The more I know about the opponent, the better."@SamLee & @honigstein on Guardiola’s Champions League ‘curse’.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 25, 2020 Þá hefur einn samstarfsmaður Katalónans hjá Bayern sagt að skilningur hans á knattspyrnu sé ólíkur öllu því sem hann hafi áður vitað og það sé í raun ómögulegt fyrir aðra að skilja leikinn á sama hátt. Hvort það sé málið er erfitt að segja en Pep og lærisveinar hans í City fá verðugt verkefni í kvöld er þeir mæta Real Madrid á Santiago Bernabéu. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20:00 en upphitun hefst klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira