„Fólk er auðvitað dálítið hissa“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 16:03 Sigríður Ingvarsdóttir er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Stofnunin verður lögð niður um áramótin. vísir/vilhelm Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir að sú ákvörðun nýsköpunarráðherra að leggja miðstöðina niður um áramót hafi komið starfsfólki á óvart. Hún málar þó stöðuna ekki svörtum litum þótt fólki bregði auðvitað við og leggur áherslu á það að enginn hafi misst vinnuna núna. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, tilkynnti um ákvörðun sína um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hjá miðstöðinni starfa 81 í 73 stöðugildum, þar af fimm á landsbyggðinni. Var starfsmönnum tilkynnt um ákvörðun ráðherra með ráðuneytisstjóra á fundi eftir hádegi. „Fólk er auðvitað dálítið hissa en eins og gefur að skilja þá brennur mitt fólk fyrir nýsköpun og ef það eru betri verkfæri eða ferlar eða mannskapur til þess að sinna þessum málum annars staðar að þá auðvitað bara vinnum við að framgangi mála,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Ætlunin sé að koma ákveðnum verkefnum í annan farveg og góður tími sé fram undan til þess að vinna að því. Aðspurð hvort það hafi verið þungt yfir fólki eftir fundinn með ráðuneytisstjóranum í dag segir Sigríður: „Það var frekar að fólk væri að spyrja og afla sér upplýsinga. Ég myndi ekki vera að mála þetta neitt svörtum litum, alls ekki. En auðvitað bregður fólki við og það er í eðli málsins að það vakna spurningar við allar breytingar. En breytingum geta líka fylgt tækifæri.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti ákvörðun sína um framtíð Nýsköpunarmiðstöðvar í dag. Vísir/Vilhelm Starfsemin breyst mikið frá því miðstöðin var sett á laggirnar Hún segir það liggja í hlutarins eðli að starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar sé alltaf í endurskoðun, en stofnunin var sett á fót árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. „Frá því að við vorum sett á laggirnar þá hefur starfsemin breyst alveg ótrúlega mikið því hlutirnir eru svo fljótir að breytast í þessum geira,“ segir Sigríður. Mikil þekking sé til staðar innan Nýsköpunarmiðstöðvar og það sem þar hafi verið byggt upp byggi á áralangri reynslu. „Og ég held að það sé flestum í mun að það starf haldi áfram þótt það verði á öðrum vettvangi. Við horfum auðvitað mjög mikið til samstarfs við háskólasamfélagið og atvinnulífið.“ Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Keldnaholti.Vísir/Vilhelm „Nýsköpun er auðvitað sjálfsagður hluti af nýsköpunarmiðstöð líka“ Sigríður leggur áherslu á að enginn sé búinn að missa vinnuna, að engum hafi verið sagt upp núna, en það liggi í hlutarins eðli að eftir næstu áramót muni enginn starfa hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands þegar stofnunin verður lögð niður. „En við vonum að þá verði heilmikið vatn runnið til sjávar á þeim tíma, verkefnum komið í farveg annars staðar og jafnvel starfsfólki líka. Fólk er aðallega að hugsa um verkefnin og framgang þeirra því þetta byggist upp á mikilli þekkingu. Oft á tíðum er búið að vinna lengi að styrkfjármögnun í ákveðnum verkefnum, við erum í fjölmörgum erlendum rannsóknarverkefnum og við munum alveg standa við skuldbindingar okkar út árið. Vonandi verðum við svo búin að setja verkefnin í annan farveg þá,“ segir Sigríður. Hún kveðst líta stolt til þeirra verkefna sem Nýsköpunarmiðstöð hefur sinnt í gegnum árin og vonar að nú komi fullt af flottum tækifærum fram. „Nýsköpun er nauðsynleg í öllum atvinnugreinum og nýsköpun er auðvitað sjálfsagður hluti af nýsköpunarmiðstöð líka. Við horfum bara björtum augum til framtíðarinnar, það þýðir ekkert annað þegar við horfum til verkefnanna sem þarf að sinna til framtíðar. Hvort sem það verði gert undir hatti nýsköpunarmiðstöðvar eða ekki,“ segir Sigríður. Nýsköpun Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpunarráðherra ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnar í morgun. 25. febrúar 2020 14:19 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir að sú ákvörðun nýsköpunarráðherra að leggja miðstöðina niður um áramót hafi komið starfsfólki á óvart. Hún málar þó stöðuna ekki svörtum litum þótt fólki bregði auðvitað við og leggur áherslu á það að enginn hafi misst vinnuna núna. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, tilkynnti um ákvörðun sína um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hjá miðstöðinni starfa 81 í 73 stöðugildum, þar af fimm á landsbyggðinni. Var starfsmönnum tilkynnt um ákvörðun ráðherra með ráðuneytisstjóra á fundi eftir hádegi. „Fólk er auðvitað dálítið hissa en eins og gefur að skilja þá brennur mitt fólk fyrir nýsköpun og ef það eru betri verkfæri eða ferlar eða mannskapur til þess að sinna þessum málum annars staðar að þá auðvitað bara vinnum við að framgangi mála,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Ætlunin sé að koma ákveðnum verkefnum í annan farveg og góður tími sé fram undan til þess að vinna að því. Aðspurð hvort það hafi verið þungt yfir fólki eftir fundinn með ráðuneytisstjóranum í dag segir Sigríður: „Það var frekar að fólk væri að spyrja og afla sér upplýsinga. Ég myndi ekki vera að mála þetta neitt svörtum litum, alls ekki. En auðvitað bregður fólki við og það er í eðli málsins að það vakna spurningar við allar breytingar. En breytingum geta líka fylgt tækifæri.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti ákvörðun sína um framtíð Nýsköpunarmiðstöðvar í dag. Vísir/Vilhelm Starfsemin breyst mikið frá því miðstöðin var sett á laggirnar Hún segir það liggja í hlutarins eðli að starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar sé alltaf í endurskoðun, en stofnunin var sett á fót árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. „Frá því að við vorum sett á laggirnar þá hefur starfsemin breyst alveg ótrúlega mikið því hlutirnir eru svo fljótir að breytast í þessum geira,“ segir Sigríður. Mikil þekking sé til staðar innan Nýsköpunarmiðstöðvar og það sem þar hafi verið byggt upp byggi á áralangri reynslu. „Og ég held að það sé flestum í mun að það starf haldi áfram þótt það verði á öðrum vettvangi. Við horfum auðvitað mjög mikið til samstarfs við háskólasamfélagið og atvinnulífið.“ Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Keldnaholti.Vísir/Vilhelm „Nýsköpun er auðvitað sjálfsagður hluti af nýsköpunarmiðstöð líka“ Sigríður leggur áherslu á að enginn sé búinn að missa vinnuna, að engum hafi verið sagt upp núna, en það liggi í hlutarins eðli að eftir næstu áramót muni enginn starfa hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands þegar stofnunin verður lögð niður. „En við vonum að þá verði heilmikið vatn runnið til sjávar á þeim tíma, verkefnum komið í farveg annars staðar og jafnvel starfsfólki líka. Fólk er aðallega að hugsa um verkefnin og framgang þeirra því þetta byggist upp á mikilli þekkingu. Oft á tíðum er búið að vinna lengi að styrkfjármögnun í ákveðnum verkefnum, við erum í fjölmörgum erlendum rannsóknarverkefnum og við munum alveg standa við skuldbindingar okkar út árið. Vonandi verðum við svo búin að setja verkefnin í annan farveg þá,“ segir Sigríður. Hún kveðst líta stolt til þeirra verkefna sem Nýsköpunarmiðstöð hefur sinnt í gegnum árin og vonar að nú komi fullt af flottum tækifærum fram. „Nýsköpun er nauðsynleg í öllum atvinnugreinum og nýsköpun er auðvitað sjálfsagður hluti af nýsköpunarmiðstöð líka. Við horfum bara björtum augum til framtíðarinnar, það þýðir ekkert annað þegar við horfum til verkefnanna sem þarf að sinna til framtíðar. Hvort sem það verði gert undir hatti nýsköpunarmiðstöðvar eða ekki,“ segir Sigríður.
Nýsköpun Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpunarráðherra ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnar í morgun. 25. febrúar 2020 14:19 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpunarráðherra ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnar í morgun. 25. febrúar 2020 14:19
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf