Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Póllands Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2020 14:31 Eliza og Guðni halda til Póllands á mánudag. Getty Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Póllands næstkomandi mánudag. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að með í för verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt sendinefnd sem í eru fulltrúar ráðuneyta, fræðasamfélags, Íslandsstofu og embættis forseta. Heimsóknin mun formlega hefjast með móttökuathöfn við forsetahöllina í Varsjá að morgni þriðjudagsins 3. mars og í kjölfarið munu forsetarnir og sendinefndir þeirra eiga fund. Þá undirriti menntamálaráðherrar landanna minnisblað um aukið samstarf á sviði menntunar og að því loknu munu forsetarnir ræða við fulltrúa fjölmiðla. Leggur blómsveig að gröf óþekkta hermannsins „Frá forsetahöllinni verður farið að Pilsudski torgi í miðborg Varsjár þar sem forseti Íslands mun leggja blómsveig að gröf óþekkta hermannsins. Síðan verður haldið á ráðstefnu um styrki Evrópska efnahagssvæðisins til verkefna á sviði umhverfis, orku og loftslagsbreytinga og munu forsetarnir ávarpa gesti þar. Í kjölfarið fer forseti Íslands ásamt sendinefnd á fund Elzbieta Witek, forseta pólska þingsins, og um kvöldið bjóða pólsku forsetahjónin til hátíðarkvöldverðar. Meðal viðburða í dagskrá frú Elizu Reid er heimsókn í Alþjóðamiðstöð heyrnleysingja í Kajetany; síðar um daginn mun hún heimsækja starfsstöð Marels í Varsjá og ávarpa ráðstefnu Frumkvöðlaseturs kvenna sem stendur fyrir stuðningsneti fyrir konur í atvinnulífinu og fjármögnun sprotafyrirtækja. Miðvikudaginn 4. mars heimsækja forsetahjón Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) í Varsjá þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri skrifstofunnar, tekur á móti gestunum. Þar mun forseti flytja ávarp með yfirskriftinni „The struggle for a common past and future: Universal values and national interests“ og ræða við starfsmenn og aðra gesti. Því næst heldur hann til fundar við Marcin Palys, rektor Háskólans í Varsjá, og flytur í framhaldinu fyrirlestur við skólann sem fjallar um hvernig sagan er notuð og oft misnotuð í pólitískum tilgangi. Titill fyrirlestrarins er „Defending Asgard, independence and human rights: The use of history in current affairs.““ Andrzej Duda er forseti Póllands.Getty Til Gdansk Ennfremur segir að síðdegis á miðvikudag komi forsetahjónin og sendinefnd forseta til hafnarborgarinnar Gdansk sem sé mikil samgöngu- og viðskiptamiðstöð og Íslendingum að góðu kunn. „Forseti mun leggja blómsveig að minnismerki um verkamenn sem felldir voru í mótmælagöngu í desember 1970. Þá mun hann eiga fund með ríkisstjóra Pommernhéraðs, Dariusz Drelich, og heimsækja að því loknu Samstöðusafnið, European Solidarity Centre, og skoða þar sýningu. Forseti mun eiga fund í bókhlöðu safnsins með Aleksöndru Dulkiewicz, borgarstjóra Gdansk, og embættismönnum. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku fyrir gestgjafa sína og aðra í ævagamalli kauphöll í miðborginni, Arthus Court. Á fimmtudaginn mun forseti meðal annars skoða nýtt hafrannsóknaskip sem er í eigu Háskólans í Gdansk, skoða frystimiðstöð fyrir sjávarafurðir og heimsækja rannsóknarstofu þar sem haffærni skipa er rannsökuð með tilliti til sjólags og vinda. Þá mun forseti ávarpa málstofu íslenskra og pólskra fyrirtækja á sviði sjávarútvegs- og matvinnslutækni og lýkur dagskránni svo með heimsókn í safn sem helgað er aðdraganda og hörmungum heimsstyrjaldarinnar síðari. Auk þess að taka þátt í flestum þáttum dagskrár forseta í Gdansk mun frú Eliza Reid eiga fund með fulltrúum samtaka sem vinna gegn félagslegri mismunun og samtaka sem styðja við flóttamenn og innflytjendur,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Pólland Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Póllands næstkomandi mánudag. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að með í för verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt sendinefnd sem í eru fulltrúar ráðuneyta, fræðasamfélags, Íslandsstofu og embættis forseta. Heimsóknin mun formlega hefjast með móttökuathöfn við forsetahöllina í Varsjá að morgni þriðjudagsins 3. mars og í kjölfarið munu forsetarnir og sendinefndir þeirra eiga fund. Þá undirriti menntamálaráðherrar landanna minnisblað um aukið samstarf á sviði menntunar og að því loknu munu forsetarnir ræða við fulltrúa fjölmiðla. Leggur blómsveig að gröf óþekkta hermannsins „Frá forsetahöllinni verður farið að Pilsudski torgi í miðborg Varsjár þar sem forseti Íslands mun leggja blómsveig að gröf óþekkta hermannsins. Síðan verður haldið á ráðstefnu um styrki Evrópska efnahagssvæðisins til verkefna á sviði umhverfis, orku og loftslagsbreytinga og munu forsetarnir ávarpa gesti þar. Í kjölfarið fer forseti Íslands ásamt sendinefnd á fund Elzbieta Witek, forseta pólska þingsins, og um kvöldið bjóða pólsku forsetahjónin til hátíðarkvöldverðar. Meðal viðburða í dagskrá frú Elizu Reid er heimsókn í Alþjóðamiðstöð heyrnleysingja í Kajetany; síðar um daginn mun hún heimsækja starfsstöð Marels í Varsjá og ávarpa ráðstefnu Frumkvöðlaseturs kvenna sem stendur fyrir stuðningsneti fyrir konur í atvinnulífinu og fjármögnun sprotafyrirtækja. Miðvikudaginn 4. mars heimsækja forsetahjón Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) í Varsjá þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri skrifstofunnar, tekur á móti gestunum. Þar mun forseti flytja ávarp með yfirskriftinni „The struggle for a common past and future: Universal values and national interests“ og ræða við starfsmenn og aðra gesti. Því næst heldur hann til fundar við Marcin Palys, rektor Háskólans í Varsjá, og flytur í framhaldinu fyrirlestur við skólann sem fjallar um hvernig sagan er notuð og oft misnotuð í pólitískum tilgangi. Titill fyrirlestrarins er „Defending Asgard, independence and human rights: The use of history in current affairs.““ Andrzej Duda er forseti Póllands.Getty Til Gdansk Ennfremur segir að síðdegis á miðvikudag komi forsetahjónin og sendinefnd forseta til hafnarborgarinnar Gdansk sem sé mikil samgöngu- og viðskiptamiðstöð og Íslendingum að góðu kunn. „Forseti mun leggja blómsveig að minnismerki um verkamenn sem felldir voru í mótmælagöngu í desember 1970. Þá mun hann eiga fund með ríkisstjóra Pommernhéraðs, Dariusz Drelich, og heimsækja að því loknu Samstöðusafnið, European Solidarity Centre, og skoða þar sýningu. Forseti mun eiga fund í bókhlöðu safnsins með Aleksöndru Dulkiewicz, borgarstjóra Gdansk, og embættismönnum. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku fyrir gestgjafa sína og aðra í ævagamalli kauphöll í miðborginni, Arthus Court. Á fimmtudaginn mun forseti meðal annars skoða nýtt hafrannsóknaskip sem er í eigu Háskólans í Gdansk, skoða frystimiðstöð fyrir sjávarafurðir og heimsækja rannsóknarstofu þar sem haffærni skipa er rannsökuð með tilliti til sjólags og vinda. Þá mun forseti ávarpa málstofu íslenskra og pólskra fyrirtækja á sviði sjávarútvegs- og matvinnslutækni og lýkur dagskránni svo með heimsókn í safn sem helgað er aðdraganda og hörmungum heimsstyrjaldarinnar síðari. Auk þess að taka þátt í flestum þáttum dagskrár forseta í Gdansk mun frú Eliza Reid eiga fund með fulltrúum samtaka sem vinna gegn félagslegri mismunun og samtaka sem styðja við flóttamenn og innflytjendur,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Pólland Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira