Auglýsa eftir ríkisstjórninni: „Hún er greinilega ekki í vinnunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 14:20 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, nýttu tækifærið undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í dag „til að lýsa eftir ríkisstjórninni.“ Þorsteinn vakti í ræðu sinni athygli á því að af þeim 48 málum sem ríkisstjórnin hafi áfromað að leggja fram í janúar og febrúar samkvæmt starfsáætlun, séu aðeins komin fram liðlega 10% þeirra mála. Velti hann því fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi lagt niður störf eða farið í langt vetrarfrí og gleymt að láta þingið vita. Uppskar hann nokkur hlátrarsköll í þingsalnum er hann flutti ræðuna. „Það er nokkuð magnað að fylgjast með því að það var nokkuð áberandi gagnrýnin á ríkisstjórn hér fyrir áramót hversu fá mál komin fram og hversu seint þau komu fram og svo mikil var gagnrýnin að ríkisstjórnin tók sig til og endurskoðaði þingmálaskrá sína í janúar,“ sagði Þorsteinn. Málunum hafi verið fækkað og því seinkað hvenær ætti að leggja þau fram. „Er þessi ríkisstjórn hætt störfum? eða eigum við að bíða? Hún er greinilega ekki í vinnunni því að alla vega bólar ekkert á þeim málum sem hún boðaði að kæmi fyrir þingið,“ sagði Þorsteinn. Þá hafi umræðu um fjármálaáætlun verið seinkað og nefndadögum verið fjölgað. „Ég spyr til hvers? Því að varla er það ætlun meirihluta þings að hleypa í gegn þeim þingmannamálum sem að hafa haldið uppi þingstörfum hér í allan vetur,“ sagði Þorsteinn. Ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni fyrir því að svara fyrirspurnum á tilsettum tíma. „Meira að segja einföld fyrirspurn mín sem er orðin tveggja mánaða gömul um fjölda þeirra ráða og nefnda sem að ríkisstjórnin hefur sett á fót á þessu kjörtímabili, hún er enn að telja,“ sagði Þorsteinn. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Þorsteini og auglýsti eftir ríkisstjórninni. Hún hafði jafnframt tekið saman tölur af vef Alþingis um fjölda mála sem hafa verið samþykkt eða bíða hjá nefnd. Á þessu þingi hafi 35 stjórnarfrumvörp verið samþykkt, 33 séu hjá nefnd og eitt sem bíður. Magn ekki sama og gæði Aðeins tvö þingmannamál hafi verið samþykkt, eitt verið fellt og 82 í nefnd og 11 sem bíða. „70% af þeim þingmálum sem fram hafa komið á 150. löggjafarþingi er frá þingmönnum. Þingmannamál hafa haldið uppi dagskránni á þessu þingi og birtingarmyndin er skýr,“ sagði Oddný. Samkvæmt þingmálaskrá sé von á 65 mál frá ríkisstjórninni í mars. „Þar eru mörg stórmál. Það verður sannarlega hamagangur og læti síðustu dagana ef ríkisstjórnin á að koma að þessum málum í gegn og mér finnst forseti meðferðin á þingmannamálum vera óásættanleg,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sá sig knúinn til að bregðast við ummælum þeirra Þorsteins og Oddnýjar. „Þá er það almennt að segja að magn er auðvitað ekki sama og gæði og mælikvarði á árangur og gæði þingstarfanna felst ekki endilega í fjölda samþykktra mála og heldur ekki í fjölda framlagðra mála,“ sagði Birgir. „Sú ríkisstjórn er ekki best sem kemur með flest frumvörpin og afgreiðir sem flest mál. Það er ekki endilega þannig.“ Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, nýttu tækifærið undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í dag „til að lýsa eftir ríkisstjórninni.“ Þorsteinn vakti í ræðu sinni athygli á því að af þeim 48 málum sem ríkisstjórnin hafi áfromað að leggja fram í janúar og febrúar samkvæmt starfsáætlun, séu aðeins komin fram liðlega 10% þeirra mála. Velti hann því fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi lagt niður störf eða farið í langt vetrarfrí og gleymt að láta þingið vita. Uppskar hann nokkur hlátrarsköll í þingsalnum er hann flutti ræðuna. „Það er nokkuð magnað að fylgjast með því að það var nokkuð áberandi gagnrýnin á ríkisstjórn hér fyrir áramót hversu fá mál komin fram og hversu seint þau komu fram og svo mikil var gagnrýnin að ríkisstjórnin tók sig til og endurskoðaði þingmálaskrá sína í janúar,“ sagði Þorsteinn. Málunum hafi verið fækkað og því seinkað hvenær ætti að leggja þau fram. „Er þessi ríkisstjórn hætt störfum? eða eigum við að bíða? Hún er greinilega ekki í vinnunni því að alla vega bólar ekkert á þeim málum sem hún boðaði að kæmi fyrir þingið,“ sagði Þorsteinn. Þá hafi umræðu um fjármálaáætlun verið seinkað og nefndadögum verið fjölgað. „Ég spyr til hvers? Því að varla er það ætlun meirihluta þings að hleypa í gegn þeim þingmannamálum sem að hafa haldið uppi þingstörfum hér í allan vetur,“ sagði Þorsteinn. Ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni fyrir því að svara fyrirspurnum á tilsettum tíma. „Meira að segja einföld fyrirspurn mín sem er orðin tveggja mánaða gömul um fjölda þeirra ráða og nefnda sem að ríkisstjórnin hefur sett á fót á þessu kjörtímabili, hún er enn að telja,“ sagði Þorsteinn. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Þorsteini og auglýsti eftir ríkisstjórninni. Hún hafði jafnframt tekið saman tölur af vef Alþingis um fjölda mála sem hafa verið samþykkt eða bíða hjá nefnd. Á þessu þingi hafi 35 stjórnarfrumvörp verið samþykkt, 33 séu hjá nefnd og eitt sem bíður. Magn ekki sama og gæði Aðeins tvö þingmannamál hafi verið samþykkt, eitt verið fellt og 82 í nefnd og 11 sem bíða. „70% af þeim þingmálum sem fram hafa komið á 150. löggjafarþingi er frá þingmönnum. Þingmannamál hafa haldið uppi dagskránni á þessu þingi og birtingarmyndin er skýr,“ sagði Oddný. Samkvæmt þingmálaskrá sé von á 65 mál frá ríkisstjórninni í mars. „Þar eru mörg stórmál. Það verður sannarlega hamagangur og læti síðustu dagana ef ríkisstjórnin á að koma að þessum málum í gegn og mér finnst forseti meðferðin á þingmannamálum vera óásættanleg,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sá sig knúinn til að bregðast við ummælum þeirra Þorsteins og Oddnýjar. „Þá er það almennt að segja að magn er auðvitað ekki sama og gæði og mælikvarði á árangur og gæði þingstarfanna felst ekki endilega í fjölda samþykktra mála og heldur ekki í fjölda framlagðra mála,“ sagði Birgir. „Sú ríkisstjórn er ekki best sem kemur með flest frumvörpin og afgreiðir sem flest mál. Það er ekki endilega þannig.“
Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira