Lífið

Þrettán ára norsk stúlka heillar Bandaríkjamenn upp úr skónum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Angelina Jordan slær í gegn í Bandaríkjunum.
Angelina Jordan slær í gegn í Bandaríkjunum.

Angelina Jordan tekur um þessar mundir þátt í raunveruleikaþættinum America´s Got Talent: The Champions þar sem aðeins sigurvegarar í slíkum þáttum um heim allan taka þátt.

Jordan er þrettán ára norsk stúlka sem vann norsku útgáfuna af þáttunum árið 2014 þegar hún var aðeins sjö ára.

Það má með sanni segja að Jordan sé að slá í gegn vestanhafs en hún mætti í þáttinn í byrun janúar og tók eigin útgáfu af lagi Queen, Bohemian Rhapsody. Dómararnir áttu varla til eitt aukatekið orð eftir flutningin og voru sammála um að líf hennar myndi breytast gríðarlega í kjölfarið.

Því næst mætti hún í þáttinn og söng lag Elton John, Goodbye Yellow Brick Road og gerði það einstaklega vel.

Því næst tók hún lag í úrslitaþættinum með tveimur öðrum keppendum þáttanna og hitti beint í mark en það er greinilegt að þessi magnaða söngkona mun ná langt á sínu sviði.

Fyrir þá sem vilja ekki vita hvernig þátturinn endaði og hver fór alla leið ættu ekki að lesa lengra.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við...

.

.

.

.

.

Jordan fór ekki alla leið í þátttunum og var það danshópurinn V.Unbeatable sem fór með sigur af hólmi í þáttunum. 

Eins og áður segir tók Jordan þátt í norsku útgáfunni af Talent þáttunum og hér að neðan má sjá fyrstu prufu hennar árið 2014 þegar hún var aðeins sjö ára. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×