Ísland áfram á gráa listanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 14:29 Ísland rataði í október á gráan lista samtakanna FATF. Þar eru lönd sem hafa heitið úrbótum í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem samtökin ætlað að fylgjast náið með. GETTY/CASPAR BENSON Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. Þetta varð ljóst eftir að fundi aðildarríkja samtakanna lauk í lok síðustu viku, án þess að staða Íslands á listanum breyttist. Kjarninn greindi fyrst frá niðurstöðum fundarins, en ýmis fylgigögn honum tengdum má nálgast hér.Ísland var í október sett á gráan lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári; í febrúar, júní og október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Dómsmálaráðherra sló þó á þær væntingar í lok janúar, þegar hún sagði að horft væri til þess að losna af listanum í október. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafði einnig áður sagt að febrúar væri óraunhæft viðmið.Í fyrrnefndum fylgigögnum má sjá að 18 ríki eru á gráa lista FATF að febrúarfundinum loknum. Tvö Evrópuríki eru á listanum, Ísland og Albanía, en meðal annarra landa má nefna Kambódíu, Jemen, Sýrland, Zimbabwe og Bahamaeyjar. Þar má jafnframt nálgast rökstuðning FATF fyrir áframhaldandi veru Íslands á listanum. Í honum er drepið á þeim vilyrðum sem borist hafa frá íslenskum stjórnvöldum og aðgerðum sem þau hafa gripið til, eins og að fjölga í starfsliði eftirlitsstofnanna sem hafa með varnir gegn peningaþvætti að gera. Í rökstuðningnum er Íslendingum ráðlagt að halda áfram innleiðingu aðgerðaráætlunar sinnar um að sníða hnökrana af vörnum sínum í þessum efnum. Til að mynda að koma skráningu á raunverulegum eigendum íslenskra félaga í æskilegt horf. Félög hafa til 1. mars næstkomandi til að ganga frá þessari skráningu ellegar gætu þau átt von á sektum. Greining FATF á stöðu Íslands að loknum febrúarfundinum.fatf Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. Þetta varð ljóst eftir að fundi aðildarríkja samtakanna lauk í lok síðustu viku, án þess að staða Íslands á listanum breyttist. Kjarninn greindi fyrst frá niðurstöðum fundarins, en ýmis fylgigögn honum tengdum má nálgast hér.Ísland var í október sett á gráan lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári; í febrúar, júní og október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Dómsmálaráðherra sló þó á þær væntingar í lok janúar, þegar hún sagði að horft væri til þess að losna af listanum í október. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafði einnig áður sagt að febrúar væri óraunhæft viðmið.Í fyrrnefndum fylgigögnum má sjá að 18 ríki eru á gráa lista FATF að febrúarfundinum loknum. Tvö Evrópuríki eru á listanum, Ísland og Albanía, en meðal annarra landa má nefna Kambódíu, Jemen, Sýrland, Zimbabwe og Bahamaeyjar. Þar má jafnframt nálgast rökstuðning FATF fyrir áframhaldandi veru Íslands á listanum. Í honum er drepið á þeim vilyrðum sem borist hafa frá íslenskum stjórnvöldum og aðgerðum sem þau hafa gripið til, eins og að fjölga í starfsliði eftirlitsstofnanna sem hafa með varnir gegn peningaþvætti að gera. Í rökstuðningnum er Íslendingum ráðlagt að halda áfram innleiðingu aðgerðaráætlunar sinnar um að sníða hnökrana af vörnum sínum í þessum efnum. Til að mynda að koma skráningu á raunverulegum eigendum íslenskra félaga í æskilegt horf. Félög hafa til 1. mars næstkomandi til að ganga frá þessari skráningu ellegar gætu þau átt von á sektum. Greining FATF á stöðu Íslands að loknum febrúarfundinum.fatf
Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47
Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39
Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00