Kjarasamning STRAX! Sandra B. Franks skrifar 23. febrúar 2020 12:00 Undanfarna ellefu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Eins gera sjúkraliðar kröfur um að laun þeirra séu þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Þolinmæði sjúkraliða er á þrotum og hafa félagsmenn greitt atkvæði um verkföll. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýnir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna, eða um 90% sjúkraliða sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Það er neyðarúrræði og grafalvarlegt mál þegar menn sjá sig knúna til að grípa til verkfalla. Við vitum að staðan á Landspítalanum og víða innan heilbrigðiskerfisins er nú þegar afar viðkvæm. Komi til að sjúkraliðar fari í verkföll má búast við að það hafi alvarlegar afleiðingar. En ef þetta er það sem við þurfum að gera til að knýja viðsemjendur að kröfum okkar þá verður svo að vera. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir sjálfsögðum kjarabótum. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar er stærsta krafa Sjúkraliðafélags Íslands og vissulega þarf að vanda til verka. Við höfum unnið í samvinnu við BSRB og tekið þátt í tilraunaverkefnum á styttingu vinnutíma starfsmanna hjá ríki og Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra verkefna sýna fram á ótvíræða kosti þess að stytta vinnuvikuna. Þrátt fyrir skýrar kröfur og góðan undirbúning hafa viðsemjendum tekist að draga viðræðurnar fram úr öllu hófi. Með réttu má segja að krafa okkar um styttingu á vinnutíma fyrir vaktavinnufólk hafi loks ratað í réttan farveg í byrjun árs. Hins vegar eigum við enn eftir að ná niðurstöðu um réttláta launahækkun sem sjúkraliðar hafa beðið alltof lengi eftir. Sjúkraliðar láta ekki bjóða sér frekari drátt á kjarabótum og hafa með atkvæðum sínum sýnt að okkur er alvara. Verkföll sjúkraliða eru því yfirvofandi á Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, þann 9. mars næstkomandi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Undanfarna ellefu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Eins gera sjúkraliðar kröfur um að laun þeirra séu þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Þolinmæði sjúkraliða er á þrotum og hafa félagsmenn greitt atkvæði um verkföll. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýnir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna, eða um 90% sjúkraliða sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Það er neyðarúrræði og grafalvarlegt mál þegar menn sjá sig knúna til að grípa til verkfalla. Við vitum að staðan á Landspítalanum og víða innan heilbrigðiskerfisins er nú þegar afar viðkvæm. Komi til að sjúkraliðar fari í verkföll má búast við að það hafi alvarlegar afleiðingar. En ef þetta er það sem við þurfum að gera til að knýja viðsemjendur að kröfum okkar þá verður svo að vera. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir sjálfsögðum kjarabótum. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar er stærsta krafa Sjúkraliðafélags Íslands og vissulega þarf að vanda til verka. Við höfum unnið í samvinnu við BSRB og tekið þátt í tilraunaverkefnum á styttingu vinnutíma starfsmanna hjá ríki og Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra verkefna sýna fram á ótvíræða kosti þess að stytta vinnuvikuna. Þrátt fyrir skýrar kröfur og góðan undirbúning hafa viðsemjendum tekist að draga viðræðurnar fram úr öllu hófi. Með réttu má segja að krafa okkar um styttingu á vinnutíma fyrir vaktavinnufólk hafi loks ratað í réttan farveg í byrjun árs. Hins vegar eigum við enn eftir að ná niðurstöðu um réttláta launahækkun sem sjúkraliðar hafa beðið alltof lengi eftir. Sjúkraliðar láta ekki bjóða sér frekari drátt á kjarabótum og hafa með atkvæðum sínum sýnt að okkur er alvara. Verkföll sjúkraliða eru því yfirvofandi á Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, þann 9. mars næstkomandi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar