„Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2020 12:00 Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar.Þórunn er einnig sviðstjóri hjá Landgræðslunni. Landgræðslan. „Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“, segir bæjarfulltrúi í Hveragerði, sem sat hjá þegar bæjarstjórn samþykkti næringarstefnu fyrir grunn og leikskóla bæjarins. Bæjarfulltrúinn segir að kalk úr mjólk sé ekki besti kalkgjafi sem völ er á. Í nýrri næringastefnu Hveragerðisbæjar sem var samþykkt með sex af sjö atkvæðum bæjarfulltrúa kemur meðal annars fram að börn verji stórum hluta dagsins í leik- og grunnskóla og því sé mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat. Í skólum Hveragerðisbæjar er lögð áhersla á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fjölbreytt hráefnaval samkvæmt ráðleggingum Landlæknis. Í stefnunni er fjallað um fæðuofnæmi og óþol og einnig hvernig mötuneytin mæta öðrum óskum um sérfæði. Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi hjá „Okkar Hveragerði“, sem situr í minni hluta sat hjá þegar atkvæðagreiðsla fór fram um nýju næringarstefnunnar þar sem kemur að mjólkurkaflanum en í stefnunni eru börnum í Hveragerði ráðlagt að drekka tvö glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku. „Ég get bara ekki skrifað upp á það að við eigum að ráðleggja mjólkurdrykkjum til að tryggja kalkinntöku. Það eru skiptar skoðanir á hollustu mjólkur yfir höfuð og það eru svo margar aðrar leiðir til að tryggja kalkinntöku, til dæmis með grænu grænmeti, Sesamfræjum, baunum og möndlum. Ég tel að við ættum frekar að horfa til þess að skólafæði sé samsett þannig að það uppfylli næringarþarfir barnanna, en ekki að draga fram mjólkina umfram eitthvað annað“, segir Þórunn og bætir við: „Ég held að mjólk sé best fyrir kálfa eins og hún er búin til upphaflega af kúnni, það er bara þannig.“ Þórunn segir segir að mjólk sé fyrir kálfa, ekki börn og getur því ekki samþykkt næringastefnu Hveragerðisbæjar þar sem börnum í bæjarfélaginu er ráðlagt að drekka 2 glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En drekkur Þórunn sjálf mjólk? „Ekki í dag, ég drakk mjög mikið af mjólk þegar ég var barn beint úr kúnni og svo varð laktósa óþol og annað skemmtilegt til þess að ég steinhætti því, ég tel líka að kálfurinn eigi að njóta hennar en ekki ég.“ Þórunn segir að mjólk sé fyrst og fremst fyrir kálfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Börn og uppeldi Hveragerði Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“, segir bæjarfulltrúi í Hveragerði, sem sat hjá þegar bæjarstjórn samþykkti næringarstefnu fyrir grunn og leikskóla bæjarins. Bæjarfulltrúinn segir að kalk úr mjólk sé ekki besti kalkgjafi sem völ er á. Í nýrri næringastefnu Hveragerðisbæjar sem var samþykkt með sex af sjö atkvæðum bæjarfulltrúa kemur meðal annars fram að börn verji stórum hluta dagsins í leik- og grunnskóla og því sé mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat. Í skólum Hveragerðisbæjar er lögð áhersla á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fjölbreytt hráefnaval samkvæmt ráðleggingum Landlæknis. Í stefnunni er fjallað um fæðuofnæmi og óþol og einnig hvernig mötuneytin mæta öðrum óskum um sérfæði. Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi hjá „Okkar Hveragerði“, sem situr í minni hluta sat hjá þegar atkvæðagreiðsla fór fram um nýju næringarstefnunnar þar sem kemur að mjólkurkaflanum en í stefnunni eru börnum í Hveragerði ráðlagt að drekka tvö glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku. „Ég get bara ekki skrifað upp á það að við eigum að ráðleggja mjólkurdrykkjum til að tryggja kalkinntöku. Það eru skiptar skoðanir á hollustu mjólkur yfir höfuð og það eru svo margar aðrar leiðir til að tryggja kalkinntöku, til dæmis með grænu grænmeti, Sesamfræjum, baunum og möndlum. Ég tel að við ættum frekar að horfa til þess að skólafæði sé samsett þannig að það uppfylli næringarþarfir barnanna, en ekki að draga fram mjólkina umfram eitthvað annað“, segir Þórunn og bætir við: „Ég held að mjólk sé best fyrir kálfa eins og hún er búin til upphaflega af kúnni, það er bara þannig.“ Þórunn segir segir að mjólk sé fyrir kálfa, ekki börn og getur því ekki samþykkt næringastefnu Hveragerðisbæjar þar sem börnum í bæjarfélaginu er ráðlagt að drekka 2 glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En drekkur Þórunn sjálf mjólk? „Ekki í dag, ég drakk mjög mikið af mjólk þegar ég var barn beint úr kúnni og svo varð laktósa óþol og annað skemmtilegt til þess að ég steinhætti því, ég tel líka að kálfurinn eigi að njóta hennar en ekki ég.“ Þórunn segir að mjólk sé fyrst og fremst fyrir kálfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Börn og uppeldi Hveragerði Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira