„Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2020 12:00 Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar.Þórunn er einnig sviðstjóri hjá Landgræðslunni. Landgræðslan. „Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“, segir bæjarfulltrúi í Hveragerði, sem sat hjá þegar bæjarstjórn samþykkti næringarstefnu fyrir grunn og leikskóla bæjarins. Bæjarfulltrúinn segir að kalk úr mjólk sé ekki besti kalkgjafi sem völ er á. Í nýrri næringastefnu Hveragerðisbæjar sem var samþykkt með sex af sjö atkvæðum bæjarfulltrúa kemur meðal annars fram að börn verji stórum hluta dagsins í leik- og grunnskóla og því sé mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat. Í skólum Hveragerðisbæjar er lögð áhersla á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fjölbreytt hráefnaval samkvæmt ráðleggingum Landlæknis. Í stefnunni er fjallað um fæðuofnæmi og óþol og einnig hvernig mötuneytin mæta öðrum óskum um sérfæði. Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi hjá „Okkar Hveragerði“, sem situr í minni hluta sat hjá þegar atkvæðagreiðsla fór fram um nýju næringarstefnunnar þar sem kemur að mjólkurkaflanum en í stefnunni eru börnum í Hveragerði ráðlagt að drekka tvö glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku. „Ég get bara ekki skrifað upp á það að við eigum að ráðleggja mjólkurdrykkjum til að tryggja kalkinntöku. Það eru skiptar skoðanir á hollustu mjólkur yfir höfuð og það eru svo margar aðrar leiðir til að tryggja kalkinntöku, til dæmis með grænu grænmeti, Sesamfræjum, baunum og möndlum. Ég tel að við ættum frekar að horfa til þess að skólafæði sé samsett þannig að það uppfylli næringarþarfir barnanna, en ekki að draga fram mjólkina umfram eitthvað annað“, segir Þórunn og bætir við: „Ég held að mjólk sé best fyrir kálfa eins og hún er búin til upphaflega af kúnni, það er bara þannig.“ Þórunn segir segir að mjólk sé fyrir kálfa, ekki börn og getur því ekki samþykkt næringastefnu Hveragerðisbæjar þar sem börnum í bæjarfélaginu er ráðlagt að drekka 2 glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En drekkur Þórunn sjálf mjólk? „Ekki í dag, ég drakk mjög mikið af mjólk þegar ég var barn beint úr kúnni og svo varð laktósa óþol og annað skemmtilegt til þess að ég steinhætti því, ég tel líka að kálfurinn eigi að njóta hennar en ekki ég.“ Þórunn segir að mjólk sé fyrst og fremst fyrir kálfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Börn og uppeldi Hveragerði Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“, segir bæjarfulltrúi í Hveragerði, sem sat hjá þegar bæjarstjórn samþykkti næringarstefnu fyrir grunn og leikskóla bæjarins. Bæjarfulltrúinn segir að kalk úr mjólk sé ekki besti kalkgjafi sem völ er á. Í nýrri næringastefnu Hveragerðisbæjar sem var samþykkt með sex af sjö atkvæðum bæjarfulltrúa kemur meðal annars fram að börn verji stórum hluta dagsins í leik- og grunnskóla og því sé mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat. Í skólum Hveragerðisbæjar er lögð áhersla á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fjölbreytt hráefnaval samkvæmt ráðleggingum Landlæknis. Í stefnunni er fjallað um fæðuofnæmi og óþol og einnig hvernig mötuneytin mæta öðrum óskum um sérfæði. Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi hjá „Okkar Hveragerði“, sem situr í minni hluta sat hjá þegar atkvæðagreiðsla fór fram um nýju næringarstefnunnar þar sem kemur að mjólkurkaflanum en í stefnunni eru börnum í Hveragerði ráðlagt að drekka tvö glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku. „Ég get bara ekki skrifað upp á það að við eigum að ráðleggja mjólkurdrykkjum til að tryggja kalkinntöku. Það eru skiptar skoðanir á hollustu mjólkur yfir höfuð og það eru svo margar aðrar leiðir til að tryggja kalkinntöku, til dæmis með grænu grænmeti, Sesamfræjum, baunum og möndlum. Ég tel að við ættum frekar að horfa til þess að skólafæði sé samsett þannig að það uppfylli næringarþarfir barnanna, en ekki að draga fram mjólkina umfram eitthvað annað“, segir Þórunn og bætir við: „Ég held að mjólk sé best fyrir kálfa eins og hún er búin til upphaflega af kúnni, það er bara þannig.“ Þórunn segir segir að mjólk sé fyrir kálfa, ekki börn og getur því ekki samþykkt næringastefnu Hveragerðisbæjar þar sem börnum í bæjarfélaginu er ráðlagt að drekka 2 glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En drekkur Þórunn sjálf mjólk? „Ekki í dag, ég drakk mjög mikið af mjólk þegar ég var barn beint úr kúnni og svo varð laktósa óþol og annað skemmtilegt til þess að ég steinhætti því, ég tel líka að kálfurinn eigi að njóta hennar en ekki ég.“ Þórunn segir að mjólk sé fyrst og fremst fyrir kálfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Börn og uppeldi Hveragerði Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira