Nýju, bláu vegabréf Breta verða framleidd í Póllandi Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2020 08:22 Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, kynnti vegabréfin í gær. Breska innanríkisráðuneytið Störf um tvö hundruð starfsmanna bresks vegabréfaframleiðanda eru sögð vera í hættu eftir að framleiðandi frá meginlandi Evrópu bauð best í útboði um framleiðslu á nýjum vegabréfum. Nýju, bresku vegabréfin verða framleidd í Póllandi. Breska blaðið Times segir frá því að breska fyrirtækið De La Rue þurfi líklega að segja upp 170 manns eftir að hollensk-franska fyrirtækið Thales, með starfsemi í Póllandi, hafði betur í útboði um framleiðslu á um 50 milljónum breskra vegabréfa. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að horfið yrði frá vínrauðu kápunum á breskum vegabréfum og horfið aftur til þeirra bláu. Bresk vegabréf voru blá fram á níunda áratuginn þegar aðildarríki ESB ákváðu að samræma útlit þeirra. Sagði innanríkisráðherrann Priti Patela að vegabréfin yrðu nú, eftir útgöngu Bretlands úr ESB, aftur samofin breskri þjóðarvitund. Netverjar hafa hæðst að þessari þróun mála, enda voru ein helsta röksemd Brexit-sinna fyrir útgöngu að tryggja Bretum störf og auka tekjurmöguleika. Irony goes supercharged as the new blue passport is made in Poland by French/Dutch firm and UK passport maker De La Rue left at risk and laying people off. I don’t recall the slogan ‘British jobs for Polish workers’ but here it is in action. Somehow this is a success. pic.twitter.com/ISEkymAump— Paul Lewis (@paullewismoney) February 22, 2020 Breska ríkisstjórnin birti í gær mynd af Boris Johnson forsætisráðherra þar sem hann heldur á bláu vegabréfi. Háðskur Twitter-notandi birti þá myndina með textanum: „Boris Johnson flýgur heim frá Póllandi eftir að hafa sótt nýja vegabréfið sitt.“ @BorisJohnson flies back from Poland having picked up his new passport. pic.twitter.com/cv8kCy9dgH— Doogs (@Doogsta) February 22, 2020 Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bláu vegabréfin snúa aftur í Bretlandi í næsta mánuði Síðustu áratugi hafa Bretar gefið út vegabréf með vínrauðri kápu, en sökum nýlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið ákveðið að snúa aftur til þeirra bláu. 22. febrúar 2020 13:22 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Störf um tvö hundruð starfsmanna bresks vegabréfaframleiðanda eru sögð vera í hættu eftir að framleiðandi frá meginlandi Evrópu bauð best í útboði um framleiðslu á nýjum vegabréfum. Nýju, bresku vegabréfin verða framleidd í Póllandi. Breska blaðið Times segir frá því að breska fyrirtækið De La Rue þurfi líklega að segja upp 170 manns eftir að hollensk-franska fyrirtækið Thales, með starfsemi í Póllandi, hafði betur í útboði um framleiðslu á um 50 milljónum breskra vegabréfa. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að horfið yrði frá vínrauðu kápunum á breskum vegabréfum og horfið aftur til þeirra bláu. Bresk vegabréf voru blá fram á níunda áratuginn þegar aðildarríki ESB ákváðu að samræma útlit þeirra. Sagði innanríkisráðherrann Priti Patela að vegabréfin yrðu nú, eftir útgöngu Bretlands úr ESB, aftur samofin breskri þjóðarvitund. Netverjar hafa hæðst að þessari þróun mála, enda voru ein helsta röksemd Brexit-sinna fyrir útgöngu að tryggja Bretum störf og auka tekjurmöguleika. Irony goes supercharged as the new blue passport is made in Poland by French/Dutch firm and UK passport maker De La Rue left at risk and laying people off. I don’t recall the slogan ‘British jobs for Polish workers’ but here it is in action. Somehow this is a success. pic.twitter.com/ISEkymAump— Paul Lewis (@paullewismoney) February 22, 2020 Breska ríkisstjórnin birti í gær mynd af Boris Johnson forsætisráðherra þar sem hann heldur á bláu vegabréfi. Háðskur Twitter-notandi birti þá myndina með textanum: „Boris Johnson flýgur heim frá Póllandi eftir að hafa sótt nýja vegabréfið sitt.“ @BorisJohnson flies back from Poland having picked up his new passport. pic.twitter.com/cv8kCy9dgH— Doogs (@Doogsta) February 22, 2020
Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bláu vegabréfin snúa aftur í Bretlandi í næsta mánuði Síðustu áratugi hafa Bretar gefið út vegabréf með vínrauðri kápu, en sökum nýlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið ákveðið að snúa aftur til þeirra bláu. 22. febrúar 2020 13:22 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Bláu vegabréfin snúa aftur í Bretlandi í næsta mánuði Síðustu áratugi hafa Bretar gefið út vegabréf með vínrauðri kápu, en sökum nýlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið ákveðið að snúa aftur til þeirra bláu. 22. febrúar 2020 13:22