Mun ekki þvo treyjuna eftir að hafa faðmað Messi Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2020 22:30 Martin Braithwaite gleymir seint þessu faðmlagi. vísir/getty Danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite svífur um á bleiku skýi þessa dagana eftir að hafa óvænt gengið í raðir Barcelona í vikunni. Hann komst vel frá sínum fyrsta leik fyrir félagið. Braithwaite kom inn á sem varamaður í 5-0 sigri Barcelona gegn Eibar í dag og lagði fljótlega upp fjórða markið sem Lionel Messi skoraði í leiknum. Hann átti einnig skot sem var varið í aðdraganda þess að Arthur skoraði síðasta mark leiksins. „Þarna var draumur að rætast. Ég er svo ánægður með alla nýju stuðningsmennina mína. Ég reyndi bara að gera mitt allra besta,“ sagði Braithwaite glaðbeittur eftir leik. Hann svaraði skemmtilega þegar hann var spurður út í Messi, sem skoraði fernu í leiknum og þar af þrjú mörk strax í fyrri hálfleik. „Hann óskaði mér til hamingju. Maður sér strax að hann er frábær náungi og hann vill að manni líði vel. Hann leitaði að mér með nokkrar sendingar eftir að ég kom inn á. Ég mun ekki þvo fötin mín eftir að hafa faðmað hann. Hann óskaði mér til hamingju og þetta var besta snerting í heimi. Mér líður frábærlega og er afar ánægður með fyrstu dagana á Camp Nou. Ef einhver hefði sagt mér fyrir 15 dögum að ég myndi ganga í raðir Barcelona þá verð ég að viðurkenna að það hefði verið óvænt,“ sagði Braithwaite. Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi lauk "markaþurrð“ með fernu Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. 22. febrúar 2020 17:30 Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Sjá meira
Danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite svífur um á bleiku skýi þessa dagana eftir að hafa óvænt gengið í raðir Barcelona í vikunni. Hann komst vel frá sínum fyrsta leik fyrir félagið. Braithwaite kom inn á sem varamaður í 5-0 sigri Barcelona gegn Eibar í dag og lagði fljótlega upp fjórða markið sem Lionel Messi skoraði í leiknum. Hann átti einnig skot sem var varið í aðdraganda þess að Arthur skoraði síðasta mark leiksins. „Þarna var draumur að rætast. Ég er svo ánægður með alla nýju stuðningsmennina mína. Ég reyndi bara að gera mitt allra besta,“ sagði Braithwaite glaðbeittur eftir leik. Hann svaraði skemmtilega þegar hann var spurður út í Messi, sem skoraði fernu í leiknum og þar af þrjú mörk strax í fyrri hálfleik. „Hann óskaði mér til hamingju. Maður sér strax að hann er frábær náungi og hann vill að manni líði vel. Hann leitaði að mér með nokkrar sendingar eftir að ég kom inn á. Ég mun ekki þvo fötin mín eftir að hafa faðmað hann. Hann óskaði mér til hamingju og þetta var besta snerting í heimi. Mér líður frábærlega og er afar ánægður með fyrstu dagana á Camp Nou. Ef einhver hefði sagt mér fyrir 15 dögum að ég myndi ganga í raðir Barcelona þá verð ég að viðurkenna að það hefði verið óvænt,“ sagði Braithwaite.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi lauk "markaþurrð“ með fernu Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. 22. febrúar 2020 17:30 Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Sjá meira
Messi lauk "markaþurrð“ með fernu Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. 22. febrúar 2020 17:30
Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00
Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30
Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30